Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 28
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vetrarákoma á Hofsjökul var í vetur um 20% meiri en veturinn 2015-2016. Hún reyndist vera mjög nálægt meðallagi frá upphafi mælinga árið 1988. Þrír starfsmenn Veðurstofu Ís- lands mældu vetrarákomu á Hofs- jökul dagana 29. apríl-6. maí síðastlið- inn. Að þessu sinni var um tíma- mótaleiðangur að ræða því nú var farið til mælinga á þykkt vetrar- snævar á jökl- inum í þrítugasta sinn. Oft er miðað við 30 ára með- altöl í veðurfars- og vatnafræði- rannsóknum og einnig þegar kannaðar eru langtíma- breytingar á afkomu jökla, sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins Þorsteinssonar, sérfræðings í jöklarannsóknum hjá Veðurstofu Ís- lands. Þorsteinn var leiðangursstjóri í vorferðinni á Hofsjökul á dögunum. Með honum í för voru Bergur Ein- arsson jarðeðlisfræðingur og Vil- hjálmur Kjartansson tæknimaður. Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta hér á landi sem nær 30 ára tímalengd og er þá átt við ársafkomu- röðina reiknaða út frá vetrarákomu og sumarleysingu. Vetrarákoma í Grímsvötnum hefur hins vegar verið mæld á vegum Jöklarannsókna- félagsins frá árinu 1951. Vatnamælingar Orkustofnunar hófu mælingarnar á Hofsjökli árið 1988 og fyrsta árið var eingöngu mælt á norðanverðum jöklinum, á ísa- sviði sem kennt er við Sátujökul og nær yfir tæp 10% af flatarmáli Hofs- jökuls. Frá árinu 1989 hefur einnig verið mælt á Þjórsárjökli og Blá- gnípujökli og ná þessi þrjú ísasvið samtals yfir um 40% af flatarmáli jök- ulsins. Mælingarnar fluttust til Veð- urstofu Íslands við sameiningu Veð- urstofunnar og Vatnamælinga árið 2009. Ísasviðin á Hofsjökli, þar sem vetrarákoma og sumarleysing hefur verið mæld í þrjá áratugi, eru sem fyrr segir þrjú. Þau má sjá á með- fylgjandi korti. Flatarmál Blágnípu- jökuls er nú um 50 ferkílómetrar, Sátujökuls um 74 km2 og Þjórsár- jökuls um 212 km2. Flatarmál Hofs- jökuls alls er nú um 825 ferkílómetrar en áætlað er að flatarmálið hafi verið rúmlega 1000 km2 við lok litlu ísaldar um 1890. Snjóalög voru að þessu sinni í meðallagi á jöklinum, að sögn Þor- steins. Mest voru þau á suðvestur- hlutanum en minnst á honum norðan- verðum. Snjólétt var norðan Hofsjökuls við vetrarlok en allmikill snjór sunnan jökulsins, einkum kringum Kerlingarfjöll. Vetrarákoma mæld vorið 2017 reyndist vera 1,9 metrar á Blágnípu- jökli, 1,5 metrar á Sátujökli og 1,6 metrar á Þjórsárjökli. Tölurnar gefa til kynna meðalvatnsgildi vetrar- snævarins á viðkomandi ísasviðum. Snjóþykktin mest á hábungunni Snjóþykkt á Hofsjökli mælist oft- ast mest á hábungu jökulsins, sem er í 1.792 metra hæð. Snjóþykkt í vetr- arlok hefur mælst á bilinu 5-8 metrar, að meðaltali 6,5 m. Mest mældist hún 8,1 metri vorið 2012 en reyndist 6,9 metrar vorið 2017. Vatnsgildi vetr- arákomunnar hefur að jafnaði verið um 3 metrar, þ.e. 3.000 millimetrar og þar sem einnig bætist á hábunguna að sumarlagi má áætla að árleg úr- koma á hábungu Hofsjökuls sé að jafnaði rúmlega 4.000 mm (vatns- gildi). Til samanburðar er meðalárs- úrkoma á landinu öllu áætluð um 1.600 mm. Frá upphafi hefur verið mælt í 25- 30 punktum á svæðum sem eru hættulítil yfirferðar. Skafrenningur hefur áhrif á dreifingu snævar um jökulinn og á síðustu árum hefur fengist mun fyllri mynd af ákomu- dreifingunni með mælingu snjó- þykktar á samfelldum sniðum með svokallaðri snjósjá. Tæki þetta er dregið á eftir vélsleða og mælir endurkast rafsegulbylgju frá neðra borði vetrarlagsins. Tímamótamæling á Hofsjökli  Þykkt vetrarsnævar á jöklinum var mæld í þrítugasta sinn  Mæliröðin frá Hofsjökli er sú fyrsta hér á landi sem nær 30 ára tímalengd  Vetrarákoma í vetur um 20% meiri en veturinn 2015-2016 Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson Útsýni Bergur Einarsson jarðeðlisfræðingur og Vilhjálmur Kjartansson tæknimaður á Hásteinum við miðju jökuls. Hofsjökull Snjóþykkt var meðal annars mæld með kjarnaborun í leiðangr- inum á dögunum. Það er Bergur Einarsson sem heldur á snjókjarnanum. Þorsteinn Þorsteinsson Hofsjökull Blágnípujökull Þjórsárjökull Sátujökull Heimild/Veðurstofan 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Mælingar á þykkt og útbreiðslu snjóhulu á hálendi Íslands eru enn stopular, að sögn Þorsteins Þor- steinssonar. Rúmur tugur sjálfvirkra veður- stöðva er í rekstri á hálendinu en gögn úr þeim gefa takmarkaða hug- mynd um snjókomu og útbreiðslu snjóhulunnar. Við mat á snjóalögum á hálendinu er því byggt á fjarkönn- un og reiknuðum niðurstöðum úr veðurlíkönum, auk sjónmats í flug- ferðum og í vetrarleiðöngrum Veð- urstofunnar. Þá stendur Lands- virkjun fyrir snjómælingum á vatna- sviðum virkjana. Úrkoma á landinu var yfir með- allagi veturinn 2016-17 og er líklegt að svo hafi einnig verið víða um há- lendið, einkum sunnan jökla. Aukin úrkoma þarf þó ekki endilega að leiða til meiri snjóþykktar, því í hlýn- andi loftslagi fellur hærra hlutfall vetrarúrkomu á hálendinu sem regn. Líkanmynd reiknuð 1. janúar 2017 sýndi að landið allt mátti heita snævi þakið og mest var ákoman á jökla miðhálendisins að vanda. Gervi- hnattarmynd tekin 20. maí sýndi að snjóhulan hafði verulega látið undan síga í hlýindum maímánaðar. Þó sat talsverður hluti eftir á sumum snjó- þyngstu svæðum hálendisins, m.a. á hálendinu sunnan Hofsjökuls, á Torfajökulssvæðinu og á Nýjabæj- arfjalli. Leysing hefur haldið áfram og er hálendið þegar orðið óvenju- snjólétt miðað við árstíma. Morgunblaðið/RAX Múlajökull í Hofsjökli Sumarfegurðin á hálendinu er mikil. Mælingar á þykkt snjóhulu stopular Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.