Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 78

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Ég bjóst aldrei við að finna það sem ég þurfti hérna á Íslandi af öll- um stöðum,“ segir Yan Pascal Tortelier, sem nýlega lauk fyrsta starfsári sínu sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir að á þessum stað í tónlistar- ferli sínum þurfi hann hljómsveit sem sé með skjót viðbrögð og hafi fagmennsku og jákvætt viðhorf að sjónarmiði. „Ég hef unnið með og átt gott samband við fjöldann allan af hljómsveitum um heim allan en Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur komið mér skemmtilega á óvart,“ segir Tortelier, sem er uppalinn í þekktri franskri tónlistarfjölskyldu. Vill halda þeim á tánum Tortelier kveður það hafa verið einstaklega gefandi og ánægjulegt að vinna með hljómsveitinni hingað til og að hún hafi góða lyst á tónlist. „Í rauninni má segja að hæfni hljómsveitarinnar og samstarfið okkar á milli hafi farið fram úr mín- um björtustu vonum. Ég ætti kannski ekki að segja þetta því ég verð að halda þeim á tánum,“ segir hann og hlær en bætir því við að hún eigi samt sem áður viðurkenn- ingu skilið fyrir frammistöðu sína. Blaðamaður hitti Tortelier eftir æfingu fyrir lokatónleika líðandi starfsárs og kom því svolítið aftan að honum með spurningum um það sem er fram undan. „Ég hef einbeitt mér mánuðum saman að fimmtu sinfóníu Sjosta- kovitsj, sem er 45 mínútna löng. Þó að ég þekki verkið og hafi stjórnað því þó nokkrum sinnum vil ég vera vel undirbúinn til að standa undir væntingum hljómsveitarinnar. Því betur sem ég undirbý mig og geri heimavinnuna, þeim mun meiri kröfur get ég gert til hljómsveit- arinnar,“ segir hann og bendir á bækling hljómsveitarinnar fyrir nýja starfsárið þar sem hann var með ávarp auk þess sem dagskráin er kynnt í þaula. Tortelier nefnir þó stjórnendurna Vladimir Ashkenazy og Osmo Vänskä, sem eru á leið til landsins á starfsárinu til að vinna með hljóm- sveitinni. „Á döfinni hjá okkur eru upptökur á sinfóníum Charles Gou- nod, sem samdi margar frægustu óperur 19. aldar. Á efnisskránni okkar fyrir starfsárið má líka nefna Konsert fyrir hljómsveit eftir Luto- slawski,“ segir hann og bætir því við að hann hafi unnið með verkið í 30 ár og tekið það upp hjá BBC og sé því nánast orðinn sérfræðingur í flutningi þess. Einstakt lag á franskri tónlist Af nýjum verkum sem hann mun stjórna á komandi starfsári nefnir hann verkið Námur eftir Þórð Magnússon. Tortelier hefur haft þó nokkur áhrif á verkaval hljómsveitarinnar síðan hann tók við sem aðal- stjórnandi og hefur til að mynda kynnt hljómsveitinni mikið af tónlist frá heimalandi sínu, Frakklandi. „Hljómsveitin hefur einstakt lag á að spila franska tónlist en mér þótti áhugavert að meðlimir hennar virt- ust ekki hafa áttað sig á því hversu færir þeir væru í því. Fyrir mig er það auðvitað mjög ánægjulegt þar sem frönsk tónlist er mín náttúra og ég þarf skjót og nákvæm við- brögð við henni, sem ég fæ svo sannarlega frá hljómsveitinni,“ segir Tortelier ánægður. Eiga fjölbreytni skilið Hann segist þó ekki vilja sér- hæfa sig í eða koma franskri tón- list neitt sérstaklega á framfæri heldur sé þetta einfaldlega arfleifð hans sem hann beri með sér. „Ég vil ekki selja franska tónlist neitt meira en til dæmis Sjostakovitsj eða Lutoslawski eða þá íslenska tónlist. Það er til óendanlega mikið af tónlist í heiminum og það þarf að flytja hana svo það megi njóta hennar. Áhorfendur eiga fjöl- breytni skilið,“ segir Tortelier. En hvað varð til þess að hann ákvað að koma til Íslands? „Það var ekki ég sem ákvað að koma, það var hljómsveitin sem ákvað að hún vildi fá mig til sín. Mér er sagt að það hafi verið sam- hljóða vilji allra í sveitinni að fá mig, sem er mjög sjaldgæft. Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sleppt. Það er ekki oft sem hljóm- sveitarstjórar finna hljómsveit sem er algjörlega á þeirra bandi,“ segir Tortelier og kveður stærstu áskor- anir hljómsveitarstjóra vera að þróa samband við hljómsveitir sem byggi á góðum samskiptum og trausti. Hann segist eiga í mjög góðum samskiptum við hljómsveit- ina og ætlar að gera sitt allra besta til að halda því þannig. Spurður hvað hann sjái fyrir sér varðandi samstarf hans og hljóm- sveitarinnar í framtíðinni segir hann að ef hlutirnir haldi áfram að þróast eins og hafi gert eigi hann von á að hljómsveitin geti náð mjög góðum stalli á alþjóðavett- vangi. „Hljómsveitin er þegar komin með gott orðspor erlendis og það er mikill áhugi alls staðar í heim- inum á því hvað er að gerast á Ís- landi. Ég tel þessa athygli á landi og þjóð vera kjörið tækifæri til að koma hljómsveitinni á framfæri,“ segir Tortelier að lokum. Gefandi og ánægjulegt samstarf  Yan Pascal Tortelier lauk nýlega fyrsta starfsári sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hornauga Tortelier á æfingu hljómsveitarinnar fyrir loka- tónleika líðandi starfsárs. „Það er af svo mörgu að taka,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, um kom- andi starfsár sveitarinnar. „Stærsta stjarnan er hollenskifiðlu- leikarinn Jan- ine Jansen. Hún er algjör stjarna og mun meðal annars leika Fiðlu- konsert Sibeli- usar undir stjórn eig- inmanns síns, Daniels Blen- dulf. Þau eru mjög gott teymi,“ segir Arna Kristín. „Síðan er gaman að segja frá því að við verðum með kvenna- tónleika á Airwaves þar sem verk eftir tónskáldin Önnu Þor- valdsdóttur, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sigfús- dóttur og Þuríði Jónsdóttur verða flutt undir stjórn Önnu Maríu Helsing,“ segir Arna Kristín og bætir við að Vínar- tónleikunum verði í fyrsta sinn stjórnað af konu í ár: „Hún heit- ir Karen Kamensek, er frá Bandaríkjunum en lærði í tón- listarháskólanum í Vínarborg svo hún hefur góða þekkingu á Vínartónlistinni.“ Arna Kristín segir þau líka hlakka mikið til að fá til sín Karinu Canellakis, sem er ein skærasta stjarna ungra hljóm- sveitarstjóra í dag. Að lokum nefnir hún að auð- vitað séu margir frábærir tón- leikar með Yan Pascal Tortelier á döfinni auk þess sem hún mælir eindregið með Amadeus- bíótónleikunum sem og Astrid Lindgren-fjölskyldutónleikum. Veisla í hverri viku hjá Sinfó DAGSKRÁ NÝS STARFSÁRS Arna Kristín Einarsdóttir STJÚPU SPRENGJA 990kr 1.990kr Sypris 80-100 cm 990kr 1.790kr Stjúpur 10 stk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.