Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 40

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: COSMETAL J-CLASS Kolsýruvatnskælir fyrir kröfuharða Mannréttinda- dómstóll Evrópu ógilti meiðyrðadóm yfir fyrrverandi blaða- mönnum DV á röngum forsendum. Dómurinn lét blekkjast vegna rangrar þýðingar og lyga um rannsóknar- skýrslu. Mannréttinda- dómstóllinn (MRE) sagði að ekki væri hægt að krefjast þess af blaðamönn- unum að þeir gætu gert greinarmun á að lögregla skoðaði kæru við mót- töku hennar og eiginlegri lög- reglurannsókn. Því væri ekki æru- meiðandi að fullyrða að einhver sætti lögreglurannsókn þó svo að lögregla hefði aðeins tekið við kæru á hendur viðkomandi. Íslenska ríkið taldist því hafa brotið á tjáningar- frelsi blaðamannanna þegar þeir voru dæmdir fyrir meiðyrði. Ekki fer á milli mála að dómstóll- inn byggði niðurstöðuna á því að ís- lensk merking orðanna var rang- lega þýdd yfir á ensku. Fyrirsláttur um orðaskilning Við málflutning hér á landi og fyrir MRE fullyrtu blaðamennirnir að dómstólar gætu ekki krafist þess að blaðamenn þekktu muninn á því að rannsaka og skoða. Lögreglan hefði staðfest að hafa skoðað kæru við móttöku hennar og það jafngilti lögreglurannsókn. Að sjálfsögðu var ekki fótur fyrir þessum fyrirslætti. Þó að lögregla skoði kæru við móttöku hennar jafngildir það ekki lögreglurann- sókn. Ákvörðun um lögreglurannsókn er ekki tekin nema lög- regla hafi grun um refsivert brot. Enda voru blaðamennirnir dæmdir fyrir þessa ærumeiðandi fullyrð- ingu og Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Að skoða þýðir ekki það sama og að rann- saka – hvað þá lög- reglurannsókn. Á þessu er reginmunur. Í rannsókn felst að kynna sér mál til hlítar og komast að rökstuddri nið- urstöðu. Ranglega þýtt úr íslensku Mannréttindadómstólnum féllst hins vegar á röksemdir fyrrverandi blaðamanna DV. Sú niðurstaða byggðist á því að sögnin að skoða var ranglega þýdd sem „examin- ation“. Réttari þýðing á skoða er til dæmis observe, look at eða check. Í ensku þýðir examination aftur á móti að prófa, yfirheyra eða rann- saka. Það er því náskylt „investi- gation“ (rannsókn). Engan skyldi undra þá niðurstöðu MRE að tvö orð sem lýsa í raun því sama á ensku, þ.e. examination og inve- stigation, hafi nánast sömu merk- ingu. Því sé óraunhæft að krefjast þess af blaðamönnum að þekkja muninn. En með því byggir dómur- inn á að rangt er farið með íslenska merkingu orðanna. Hvernig blaðamenn DV komust upp með að blekkja MRE með þess- um hætti er ráðgáta. Svo virðist sem lögmaður íslenska ríkisins hafi sofið á verðinum, því þýðingunni var ekki mótmælt. Íslendingurinn Ró- bert Spanó, einn af dómurum máls- ins, gerði heldur ekki athugasemd við þessa þýðingu. Lygin um endur- skoðunarskýrsluna Í dómi MRE er ítrekað fjallað um að endurskoðunarskýrsla (e. acco- untancy firm report) hafi sýnt fram á grun um saknæmt athæfi og um- fjöllun DV hafi byggt á stað- reyndum úr þeirri skýrslu. MRE leggur mikið upp úr mikilvægi endurskoðunarskýrslunnar til að réttlæta fullyrðingar DV um lög- reglurannsókn. Alvarleiki hinna meintu brota hafi samkvæmt skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins réttlætt að kennari í viðskiptafræði væri nafngreindur og myndir birtar af honum. Staðreyndin er hins vegar að eng- inn endurskoðandi kom nálægt gerð þessarar skýrslu og hún var aldrei endurskoðunarskýrsla. Skýrslan byggðist á athugun viðskiptafræð- ings á ráðgjafarsviði Ernst og Young á bókhaldi fyrirtækis sem hafði verið úrskurðað gjaldþrota. Í formála skýrslunnar kemur fram að hún sé bókhaldsrannsókn að beiðni skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé um endurskoðun að ræða, enda eru þá allt önnur og vandaðri vinnubrögð viðhöfð. Þegar skýrsla viðskiptafræðings- ins var loksins tekin til rannsóknar, tveimur árum síðar, var niðurstaðan sú að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í rekstrinum. Öllum ásökunum skýrslunnar um saknæmt athæfi, sem DV hafði velt sér upp úr mán- uðum saman, var vísað á bug. Þess má geta að skiptastjóri tapaði öllum dómsmálum sem hann höfðaði á grundvelli skýrslunnar. Ernst og Young fékk greiddar 16 milljónir króna fyrir bókhalds- skýrsluna. Fyrirtækið sýndi af sér þá lítilmannlegu framkomu að and- mæla aldrei þeim rangfærslum að um endurskoðunarskýrslu væri að ræða. Dómsniðurstaða byggð á ósannindum Enginn vafi leikur á því að ósann- indi blaðamanna DV um endurskoð- unarskýrslu höfðu mikil áhrif á Mannréttindadómstólinn. Lög- maður íslenska ríkisins gerði enga athugasemd við þessa margítrekuðu lygi og afhjúpaði með því slaklegan undirbúning af sinni hálfu. Leiða má líkur að því að MRE hefði gefið hinni óvönduðu bókhaldskönnun lít- ið vægi ef rétt hefði verið skýrt frá henni. Ríkið á að grípa inn í Íslenska ríkið á að sjá sóma sinn í að vísa þessum dómi til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Blaða- mönnum er ekki gerður greiði með tjáningarfrelsisdómi sem byggir á rangfærslum. Íslensku dómsniður- stöðurnar voru hárréttar. Klárlega var um grófar ærumeiðingar að ræða og óvandaða blaðamennsku. Hæstiréttur Íslands sagði meðal annars í dómsorði: „Í DV og dv.is er gerð atlaga að mannorði stefnda, sem þá voru engar forsendur fyrir. Auk þess var synjað að leiðrétta það sem rangt hafði verið farið með.“ Rétt er að taka fram að hinir dæmdu blaðamenn eru löngu hættir hjá DV. Eftir Ólaf Hauksson »Ekki fer á milli mála að dómstóllinn byggði niðurstöðuna á því að íslensk merking orðanna var ranglega þýdd yfir á ensku. Ólafur Hauksson Höfundur starfar við almannatengsl. olafur@proforma.is Mannréttindadómstóll illa blekktur Eldri borgarar hafa orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu á und- anförnum árum vegna skerðingar á grunnlíf- eyri og hækkunar á ýmsum gjöldum við að halda heimili. Auk þess hefur öll hvatn- ing til athafnasemi og athafnaþrár verið drepin niður með of- urskattlagningu og margs konar íþyngjandi þáttum sem draga úr nýtingu á verðmætri þekkingu og reynslu. Sú kynslóð sem lagði grunninn að Íslandi nútímans með vinnusemi og bjartsýni þarf nú í lok starfs- ævinnar að þola ofurskattlagningu og skerðingar margsbkonar. Í stað þess að nýta verðmæta þekkingu og góð gildi þessara Íslendinga til góðra verka er reynt að setja meira af skattbyrðinni á þennan hóp. Þessi þróun hófst undir for- ystu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur árið 2009 með stuðningi Steingríms J. Sigfússonar. Fram- angreindir forystumenn hafa verið þekktir fyrir að jafna kjörin niður á við en ekki upp á við til hagsbóta fyrir alla. Eldri borgarar, sem eru eldri en 65 ára og eru nú um 12- 15% af landsmönnum, hafa flestir verið miklir frumherjar og lagt grunn að þeim lífskjörum sem Ís- lendingar njóta í dag. Á næstu ár- um má búast við að fjöldi eldri borgara tvöfaldist og þar með auk- ist mikilvægi þess að nýta athafna- semi þessa fólks til góðra verka. Þessi kynslóð fólks ólst upp við þá miklu uppbyggingu sem hófst upp úr 1950 með komu nýsköpunartog- aranna og framfara í sjávarútvegi, aukinna samgöngubóta auk mik- illar uppbyggingar í innviðum og á byggingamarkaði um allt land. Margir af þessari kynslóð byggðu sín íbúðarhús með tvær hendur tómar en tókst oft með miklu vinnuframlagi, útsjónarsemi og aga að byggja íbúðarhúsnæði fyrir oft á tíðum stórar og barnmargar fjölskyldur. Þessir frumherjar unnu oft langan vinnudag og höfðu sjónarmið hinnar hagsýnu hús- móður að leiðarljósi við sína upp- byggingu. Fólk af þessari kynslóð lagði grunninn að Ís- landi nútímans með mikilli vinnu, bjart- sýni og framsýni. Í dag eru Íslendingar að njóta ávaxta þessa góða starfs sem unnið var á árunum 1960- 1990 en á þessum tíma urðu miklar framfarir á mörgum sviðum ís- lensks þjóðlífs. Öflugir forystumenn landsins á þessu tímabili gættu hagsmuna þess gagn- vart öðrum þjóðum og báru virð- ingu fyrir sjálfstæði þess meðal þjóða. Meðal annars var lífeyr- iskerfi landsmanna í núverandi mynd sett af stað og útfærsla land- helginnar í 200 mílur meðal þeirra gæfuríku ákvarðana framsýnna forystumanna þjóðarinnar. Það er einkenni slakra stjórnmálamanna að einu lausnir til að auka tekjur séu með aukinni skattheimtu. Fáar tillögur koma fram um aukningu tekna ríkissjóðs með uppbyggingu í atvinnumálum með stofnun nýrra fyrirtækja eða með því að laða frumkvöðla til góðra verka. Engin hvatning til athafna- frelsis og athafnasemi Í stað hagræðingar í rekstri rík- isins hafa menn reynt að ná hag- ræðingu fram með aukinni skatt- heimtu á hópa sem hafa flestir lagt verulegar fjárhæðir til samfélags- ins en á sama tíma fengið frekar lítið til baka þegar njóta á þjónustu ríksins, t.a.m. í heilbrigðiskerfinu. Í ljósi þess að atvinna er mörgum eldri borgurum mikilvæg og í mörgum tilfellum eru margir þeirra með fulla starfsorku er ótrú- legt til þess að hugsa að slíkir að- ilar séu ofurskattlagðir ef þeir vilja njóta athafnasemi sinnar og starfs- orku. Mikil hugmyndafátækt er um að- hald í rekstri ríkissjóðs. Yfirleitt er höggvið í sama knérunn og hafa eldri borgarar fengið að finna held- ur betur fyrir því á undanförnum árum. Nú þegar meðalævilengd hækkar með hverju ári og margir sem hafa náð 70 ára aldri eru við fulla starfsorku og athafnasemi þá er slíku fólki gert það óvinnandi að fara á vinnumarkaðinn nema að vera nánast skattlagt að fullu. Nú- verandi ríkisstjórn hefur kynnt til leiks frítekjumark, sem er framför en það er lágt þannig að hvatning er nánast engin og þarf að afnema þetta þak á frítekjumarki strax þannig að þeir sem vilja njóta at- hafnasemi sinnar geti það án of- urskattlagningar. Í stað þess ætti að hvetja eftirlaunaþega til góðra verka og vinnu. Þannig væri hægt að nýta verðmæta reynslu á marg- an hátt til hagsbóta fyrir þjóðfélag- ið í heild og auka þannig verð- mætasköpun til framtíðar fyrir komandi kynslóðir landsins. Afnemum frítekjumark og virkjum athafnasemi eldri borgara Meðalævilengd karla og kvenna hefur farið hækkandi og lífslíkur aukast með hverju árinu sem líður sem hefur töluverð áhrif á lífeyr- issjóði þar sem eignir duga skemur fyrir lífeyrisþega sem njóta greiðslna úr lífeyrissjóðum. Mik- ilvægt er að afnema þak á frí- tekjumark þannig að sem flestir eldri borgarar landsins geti notið sín sem lengst í atvinnulífi landsins og virkjað þannig mikla reynslu og vinnusemi sem hefur ætíð fylgt þessari kynslóð. Samkvæmt nýjum lögum um ellilífeyri sem tóku gildi 1. janúar 2017 kemur fram að markmið með lagabreytingunni hafi verið að einfalda kerfið, ná meiri sveigjanleika og fá hvata til atvinnuþátttöku. Þannig verði hægt að njóta framlags til hálfs frá lífeyri og til hálfs frá lífeyrissjóði auk þess sem atvinnuþátttaka verði frá og með janúar 2018. Von- andi er þetta einhver framför en það er alveg ljóst að minnka þarf ofurskattlagningu á eldri borgara og auka frelsi þeirra til atvinnu- þátttöku með jákvæðum hætti og peningalegri hvatningu. Ráðstöf- unartekjur lækka yfirleitt verulega þegar taka ellilífeyris hefst. Grát- legt er að hugsa til þess að stjórn- málaflokkar sem telja sig gæta hagsmuna jöfnuðar og velferðar hafi höggvið svo rækilega í sama knérunn á undanförnum 10 árum þegar horft til eldri borgara lands- ins. Nú er mál að linni og lyfta þarf grettistaki í málefnum eldri borg- ara landsins og hrinda atlögu þeirra sem bera ábyrgð á henni. Atlagan að eldri borgurum landsins Eftir Albert Þór Jónsson »Nú er mál að linni og lyfta þarf grettistaki í málefnum eldri borg- ara landsins. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.