Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 84

Morgunblaðið - 31.05.2017, Side 84
84 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Erna Hrönn Ólafsdóttir hefur lengiverið áberandi í íslensku tónlist-arlífi. Ferillinn er langur, en húnvar meðal annars söngkona sveitarinnar Bermuda og hefur tekið þátt í tónleikasýningum af ýmsu tagi. Hún er einnig vel þekkt sem ein af bakröddum Ís- lands. Samhliða söngverkefnunum, söng- kennslu og barnauppeldi hefur Erna Hrönn starfað um árabil við dagskrárgerð í út- varpi. Erna Hrönn er í loftinu á K100 alla virka daga frá klukkan 12-16. Gælunafn: Örní Rönn. Fjölskylduhagir: Er í sambúð og trúlofuð. Ég á þrjú börn og þrjú stjúpbörn. Einn strák og fimm stelpur frá fimm ára til tvítugs. Helstu kostir: Jákvæð og bjartsýn. Yfirleitt hress og kát. Helstu ókostir: Á frekar erfitt með að vera alltaf stundvís. Það er alveg sama hversu mikinn tíma ég hef, ég er yfirleitt á síðustu stundu. Hvernig gengur að sameina söng og útvarp? Yfirleitt er ekkert mál að sameina þessa tvo bransa. Ég þarf þó að vega og meta hversu mikið ég blanda söngferlinum mín- um í dagskrárgerðina. Mér finnst mjög gaman að segja frá Eurovision-reynslu minni þegar keppnin er í gangi og segja frá upplifun minni og reynslu. Það getur hins vegar líka verið nauðsynlegt að stoppa sig af í kynningum þegar lög hljóma sem ég hef kannski sungið bakraddir í. Pínlegasta atvikið í útsendingu: Það hefur ýmislegt komið upp á í útvarps- tíð minni og ætli ég hafi ekki lent í öllu þessu vandræðalega. Kynnt inn viðmæl- anda og ómögulega munað hvað viðkom- andi hét. Ég hef líka gleymt að setja sleð- ann niður og talað á meðan lag var í gangi. Svo hef ég dottið af stól í miðri kynningu og ruglast á kynjum ef ég tek símann í beinni, svo dæmi séu tekin. Það getur allt gerst í svona lifandi fjölmiðli og það gerir þetta svo skemmtilegt, þótt það sé vand- ræðalegt rétt á meðan á því stendur. Vinnufélagarnir gera líka stólpagrín að mér þegar ég kem hlaupandi á öðru hundr- aðinu til að ná fyrstu kynningunni, því ég er nánast alltaf á síðustu stundu. Skemmtilegasta atvikið í útsendingu: Ég elska að taka viðtöl við fólk og hef fengið ansi marga áhugaverða í spjall í gegnum tíðina. Það var mjög eftirminnilegt þegar Laddi og Edda Björgvins komu sam- an í viðtal. Þá var mikið hlegið. Svo var líka æðislegt að fá Hafþór Júlíus, „The Mountain“, í spjall. Ég plataði hann til að taka mig í bóndabeygju. Það náðist góð mynd af því. Af hverju útvarp: Útvarp er lifandi og skemmtilegur miðill. Það er mjög gaman að tengja tónlist- arheiminn, sem ég lifi og hrærist í sem söngkona, við starfið. Hvað getur þú sagt okkur um þáttinn þinn? Ég verð fyrst og fremst skemmtilegur fé- lagsskapur yfir daginn þar sem tónlistin verður í aðalhlutverki. Ekki of mikið af blaðri en skemmtilegur fróðleikur og slúð- ur inni á milli. sigridurelva@mbl.is Erna Hrönn í yfirheyrslu Morgunblaðið/Golli Akureyringurinn Sigurður ÞorriGunnarsson stofnaði sína fyrstu út-varpsstöð 12 ára að aldri og hefurverið viðloðandi útvarp síðan þá. Hann er með meistaragráðu í útvarpsfræðum frá háskólanum í Sunderland í Bretlandi og gegnir starfi tónlistarstjóra á K100. Í beinni með Sigga Gunnars verður á dagskrá K100 alla virka daga frá klukkan 9-12. Gælunafn: Alltaf kallaður Siggi en mamma kallar mig Bróa, KiðaKið eða Múmínsnáðann. Fjölskylduhagir: Einhleypur og barnlaus. Stendur alls ekki til að fá mér kött, svo það sé á hreinu. Helstu kostir: Léttur og geðgóður með eindæmum, reyni alltaf að sjá spaugilegu hliðina á öllu og reyni að taka mig ekki of hátíðlega Helstu ókostir: Klárlega tímaskynið sem er mjög skert. Ég á það til að láta fólk bíða eftir mér og er mjög oft seinn. Pínlegasta atvikið í útsendingu: Þegar ég tók viðtal við manneskju í beinni út- sendingu sem ég átti að vita hvað hét, af því ég þekkti hana, en var búinn að steingleyma hvað hún hét. Ég var svo heiftarlega með- virkur að ég þorði ekki að spyrja hana að nafni. Einhvern veginn tókst mér að taka við- tal við hana án þess að nafnið kæmi fram. Skemmtilegasta atvikið í útsendingu: Það er alltaf gaman í útsendingu. Sér- staklega þykir mér gaman að heyra frá hlust- endum og átta mig á hvernig áhrif maður getur haft á líf þeirra. Mér dettur í hug Snapchat sem ég fékk af ungri stelpu sem var í útvarpsleik að leika mig. Eða þegar nokkrir hlustendur tóku sig saman og færðu mér jóla- kort og jólagjöf fyrir ein jólin. Af hverju útvarp? Af því útvarp er langskemmtilegasti miðill- inn. Hann er meðfærilegur, persónulegur og alltaf í beinni þar sem allt getur gerst. Út- varp er leikhús hugans. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef verið ástfanginn af þessum miðli síðan ég var sex ára. Hvað getur þú sagt okkur um þáttinn þinn? Ég ætla að búa til nýjan, ferskan og spenn- andi „seinni morgunþátt“ á K100 frá klukkan 9-12 alla virka daga. Fyrirmyndin verður sótt meðal annars til þáttarins On air með Ryan Seacrest í Bandaríkjunum, sem er vinsælasti útvarpsþátturinn þar í landi. Þátturinn mun að miklu leyti snúast um tónlist þar sem lif- andi tónlist og viðtöl við tónlistarfólk verða í forgrunni. Ég mun auðvitað fylgjast með málefnum dagsins og finna á þeim jafnvel spaugilega hlið eins og fólk þekkir úr Seinni- partinum. Fastir dagskrárliðir sem notið hafa mikilla vinsælda eins og „Tímaflakkið“ og „Stóra spurningin“ verða á sínum stað. Þetta verður nýr og spennandi þáttur, byggð- ur á góðum grunni. Svo get ég lofað að það verður mikið hlegið. audun@mbl.is Í beinni með Sigga Gunnars Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.