Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is ótorlokar ir allar stærðir kerfa. tum einnig boðið mótorloka llar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss M fyr Ge á a Geimfarinn Thomas Pesquet frá Frakklandi ræddi í gær við fréttaveitu AFP, en hann er nú staddur um borð í alþjóðlegu geimstöðinni sem hringsólar á sporbraut um jörðu. Sagði hann áhorfendum meðal annars frá lífinu um borð í geimstöðinni og helstu verkefnum leiðangursins til þessa, en hann hefur t.a.m. þurft að sinna minniháttar viðhaldsaðgerðum og lagt á sig langar geimgöngur til að ljúka verkinu. Pesquet er væntanlegur aftur heim til jarðar 2. júní næst- komandi og hefur hann þá verið í geimstöðinni í um sex mánuði samfleytt. Í sjónvarpsviðtali á sporbraut um jörðu AFP Geimfarinn franski væntanlegur til jarðar fyrir helgi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Um 30 eru látnir og rúmlega 100 særðir eftir tvær öflugar sprenging- ar í Bagdad, höfuðborg Írak. Í fyrri sprengingunni létust 16 almennir borgarar þegar sjálfsvígssprengju- maður sprengdi sig í loft upp við vin- sæla ísbúð, en seinni sprengingin kvað við þegar bílsprengja sprakk á brú. Þar létust minnst 11 manns. Að sögn fréttaveitu AFP hafa hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýst yfir ábyrgð á báðum ódæðum. Sá er sprengdi sprengju sína við ísbúðina er sagður hafa verið íraskur ríkisborgari og ók hann bifreið fullri af sprengiefni upp að versluninni, sem er í hverfinu Karrada í miðborg Bagdad. Minnst 16 eru sagðir hafa týnt lífi í árásinni og um 75 eru særð- ir, sumir hverjir lífshættulega. Gæti tala látinna því haldið áfram að hækka á næstu dögum. Öryggismyndavélar nærliggjandi verslana náðu atburðarásinni á myndband. Þar sést bifreiðinni ekið að ísbúðinni, þar sem hún springur í loft upp skömmu síðar. Þá sést einn- ig í myndavélunum þegar húsarústir og annað brak þeytist langar leiðir. Staðið með Írökum gegn illsku Brett McGurk, fyrrverandi sér- fræðingur Hvíta hússins í málefnum Ríkis íslams og núverandi ráðgjafi bandalagssveita, fordæmir árásirnar og segir bandalagsþjóðir standa með írösku þjóðinni. „Vígamenn Ríkis ísl- ams hafa nú gert árás á börn og fjöl- skyldur sem nutu þess að eiga sam- verustund í ísbúð. Við stöndum með Írökum gegn þessari illsku,“ ritaði McGurk í færslu á Twitter. Þá létust í þessu sama hverfi í fyrra yfir 320 manns í fjölmörgum árásum vígamanna Ríkis íslams. Sjálfsvígsárásir á íbúa Bagdad  Um 30 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tveimur sprengingum í írösku höfuðborginni  Rúmlega 100 manns eru særðir, sumir hverjir lífshættulega  Önnur árásin gerð við vinsæla ísbúð AFP Vígvöllur Hart er nú barist um borgina Mosúl, norður af höfuðborginni. „Norður-Kórea hefur útbúið flaugina þannig að hún hef- ur nú nákvæmari stýribúnað. Það má því nota þessa skot- flaug til þess að granda skipum,“ segir Ju-Min Park, fréttamaður Reuters í Seúl í Suður-Kóreu, og vísar til þess þegar norðurkóreskar sveitir skutu á loft eldflaug við upphaf þessarar viku. Er það þriðja eldflaugatilraun ráðamanna í Pjongjang á jafnmörgum vikum. Norðanmenn hafa undanfarið lagt mikið kapp á til- raunir sínar og þróun á nákvæmari stýribúnaði til að beina flaugum sínum að hugsanlegu skotmarki. Park segir tilraunina á mánudag vera dæmi um slíka prófun. Kim Jong-un, leiðtogi landsins, segir tilraunina hafa verið mikilvægan lið í að þróa getu til að senda „Kön- unum stærri pakka“ og vísar þar til þróunar á lang- drægum kjarnavopnum sem hitt geta skotmörk í Banda- ríkjunum. Tilraunin liður í að senda „Könunum stærri pakka“  Norður-Kóreumenn þróa nákvæmari stýribúnað AFP Skotflaug Ríkisfréttastofan KCNA í Norður-Kóreu sendi þessa mynd af tilraunaskotinu í vikunni. Óttast er að minnst 16 hafi látið lífið og nærri 170 slasast í miklu óveðri sem gekk yfir Moskvu, höfuð- borg Rússlands. Breska ríkis- útvarpið (BBC) og CNN vestan- hafs greina frá því að mörg þúsund tré hafi rifnað upp með rótum eða brotnað í veður- ofsanum og fjölmargar byggingar hafi skemmst, en þetta er mann- skæðasta veður sem gengið hefur yfir þar í 100 ár. Mannskætt óveður gekk yfir höfuðborg Rússlands Kona gengur um stræti Moskvu. Þýska lögreglan hefur handtekið 17 ára gamlan hælisleitanda frá Sýrlandi sem sagður er hafa verið að skipu- leggja hryðjuverk í Berlín. Pilturinn var handtekinn í Uckermark, skammt frá hinu sögufræga Brandenborgarhliði í miðborg Berlínar. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að pilturinn hafi komið sem hælisleitandi til Þýskalands árið 2015. Hælisleitandi lagði á ráðin um hryðjuverk Maðurinn var hand- tekinn í Berlín. Í Mosúl-borg, sem finna má norður af írösku höfuðborginni Bagdad, eiga stjórnarhermenn í hörðum átökum við vígasveitir Ríkis íslams. Er einna harðast barist um vesturhluta borgar- innar og þurfa hermenn m.a. að takast á við leyniskyttur og -sprengjur. Líf og heilsa hundr- aða þúsunda íbúa er nú sagt vera í hættu vegna átakanna. Enn barist af mikilli hörku MOSÚL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.