Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 4

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 4
SAUÐFJÁRRÆKT Ær á hálmi Við tilraunabú Landbúnaðarháskóla íslands að Hesti hafa um nokkurt skeið verið stundaðar athuganir á mismunandi aðbúnaði sauðfjár á inni- stöðu. Meðal annars hefur verið skoðað hvernig hálmur nýtist sem undir- lag fyrir sauðfé í óeinangraðri hlöðu. IEftir Sigurð Þór Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla íslands. YFIRLIT Það var útbúin stía I hlöðunni við fjárhúsin sem var 4,5 x 9,0 m eða 40,5 m2 að stærð (sjá mynd 1). Innan stíunnar var gjafagrind fyrir stórbagga sem var 1,0 x 2,1 m að stærð. I þessari stíu voru 38 lembdar ær frá 20. desember og fram að burði um 10. maí. Hver ær hafði því um 1 m2 í legupláss og er það I samræmi við norskar ráðlegg- ingar (Boe, K. E., 2002). Einnig hafði hver ær um 16 cm í jötupláss, en yfirleitt er miðað við að ær hafi 12-15 cm í jötupláss þegar þær hafa stöðugan aðgang að heyi (Jóhannes Sveinbjörnsson, 1997). Ærnar voru rúnar þegar þær komu á hús um miðjan nóvember, þeim var haldið um miðjan desember og snoð var tekið í byrj- un mars. Nánar hefur verið sagt frá þess- um athugunum á Ráðunautafundi 2003 og Fræðaþingi 2005. Mynd 1. Útvcggur 1.0 m HÁLMSTÍAN Stían var útbúin með grindum (mynd 2) sem raðað var út frá einum langvegg hlöð- unnar. Grindurnar voru þétt klæddar á neðstu 45 cm til að halda við hálminn. ( botn stíunnar var síðan dreift úr tveim hálmrúllum (230 kg) þannig að það mynd- aðist um 30 cm þykk dýna. Það skiptir miklu máli að setja þykkt lag í botninn þannig að það náist upp hiti í dýnunni og til þess að hún geti tekið við raka án þess að verða of blaut. En hún þarf að vera nokkuð loftuð til að hitamyndun getir orðið. Heimasmíðað brynningarker (mynd 3) með gegnum- rennsli var sett á eina hlið stíunnar. Hélst það frostfrítt allan veturinn. Mynd 2. Grindur utan með hálmstíunni. Gjafagrindin, sem sett var inn í hélmstíuna, var einföld að gerð (mynd 4) og ærnar slæddu talsverðu heyi úr henni. Leiddi það til þess að ekki þurfti að bera undir ærnar fyrr en eftir rúning í mars. Lauslega áætlað þá var heytap vegna slæðings á milli 20- 25% sem er talsvert meira en ásættanlegt er. Til þess að vinna á móti þessu heytapi hefði þurft gjafagrind með stillanlegum jötustokk þannig að hann væri alltaf 10-20 cm hærri heldur en heyið. Um mánaðamótin feb-mars, í tengslum við snoðrúning, var farið að gefa ánum betra hey og þá juku þær nokkuð átið, hættu að slæða, en þá fór að blotna undir þeim. Á tímabilinu 13.-26. mars var einni rúllu (105 kg) bætt undir þær og aftur var einni rúllu (96 kg) bætt undir 6. apríl. Mynd 3. Brynningarker með flotholti og gegnum- rennsli. HITAMÆLINGAR í HÁLMINUM Það er æskilegt að ná upp sem mestum hita í hálminn, helst upp í 30-40°C, til að yfir- borðið haldist þurrt og hlýtt sem getur skipt sköpum á köldum dögum. Eins verður nýt- ing hálmsins betri. Til þess að þetta takist er gott að hálmi sé dreift sjaldnar en meira magni í einu. Við þessar aðstæður, 40 ær og þurr hálmur (-80% þ.e.), þá var hæfi- legt að bæta við einni rúllu (100 kg) í hvert skipti. Þá ösluðu ærnar hálminn í kvið og dugði það i um tvær vikur. Hitastig, loftraki og fóðurástand hefur þó talsverð áhrif á hve oft þarf að bera undir. Bæði lofthiti við hálmstíuna og hiti í hálminum var mældur. Lofthitinn var mæld- ur í 100 cm hæð yfir stíunni. Hiti í hálmin- um var annars vegar mældur á þremur stöðum 15 cm upp af hlöðugólfinu og aft- ur á sex stöðum á 10 cm dýpt í dýnunni. Það var ekki afgerandi munur á hitastigi á þessum stöðum en niðurstöður mælinga má sjá á mynd 5. Lofthitinn var á bilinu -10 til 8°C en hálmhitinn var á bilinu 12 til 25°C. Það er talsvert minni hiti heldur en Eiríkur Blöndal (2000) greindi frá í fjósinu á Kanastöðum þar sem hann mældi hita frá 27- 47°C. SNOÐRÚNINGUR OG KULDAKAFLI Snoð var tekið af ánum 3. mars, var hita- stig nokkuð hagstætt á þeim tíma og veð- urspá góð fyrir vikuna á eftir (4-6°C). Viku seinna, 11. mars, kom síðan kuldakafli og var þá ákveðið að tjalda yfir um 2/5 hluta Afstöðumynd af hálmstíu í hlöðunni á Hesti. GJAFAGRIND OG SLÆÐINGUR FREYR 08 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.