Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 20
SAUÐFJÁRRÆKT
Yfirlit um skýrsluhald
fjárræktarfélaganna
árið 2004
Frá því að starfsemi fjárræktarfélaganna í landinu byggðist upp fyrir rúmum fimm
áratugum hefur yfirlit úr skýrslunum ætíð verið birt, lengi í Búnaðarritinu en síðan í
Sauðfjárræktinni, meðan það rit var gefið út, og frá því útgáfu hennar lauk hefur
þetta yfirlit verið birt í Frey. Vegna þess að á síðustu árum er farið að birta á Netinu
talsvert af yfirlitsskýrslum um bú sem skara fram úr miðað við ákveðna þætti verða
slíkar töflur felldar niður í þessari yfirlitsgrein núna.
Árið 2004 verður mesta um-
breytingaár í langri sögu fjár-
ræktarfélaganna í landinu.
Ástæðan er sú að með tilkomu
gæðastýringar í sauðfjárfram-
leiðslunni, samkvæmt búvöru-
samningi, þá hóf meginþorri
þeirra fjárbúa, sem ekki voru
þegar með skýrsluhald, slíkt
skýrsluhald frá og með árinu
2004. Þess vegna verða meiri
breytingar að þessu sinni á milli
ára en nokkur dæmi eru um áð-
ur hvað varðar allar fjöldatölur.
Um leið valda þessar miklu
breytingar því að margvíslegan
samanburð við fyrri ár þarf að
gera með talsverðum fyrirvörum
þar sem samanburðarhóparnir
hafa I mörgum tilvikum tekið
það feikilegum breytingum að
hæpið er að tala um saman-
burðarhæfa hópa.
Grunnur upplýsinganna, sem
fylgja þessari grein, er tafla 1
sem er hefðbundin yfirlitstafla
um helstu fjölda- og meðaltals-
tölur fyrir einstök fjárræktarfé-
lög í landinu. Þar er að finna
einu félagi færra en í sambæri-
legri töflu fyrir árið 2003 og er
það vegna þess að Sf. Kirkju-
hvammshrepps og Sf. Þverár-
hrepps í Vestur-Húnavatnssýslu
hafa nú verið sameinuð í eitt fé-
lag sem heitir Sf. Vatnsnesinga.
Eins og ýmsir lesendur þekkja
þá hafði Sf. Kirkjuhvamms-
hrepps um langt árabil verið eitt
af þeim félögum sem ætíð var
að finna í hópi þeirra þar sem
afurðir voru hvað mestar á öllu
landinu.
Samkvæmt ákvæðum um
gæðastýringu er mönnum gef-
inn kostur á því að vera þátttak-
endur í skýrsluhaldi án þess að
skrá sig í fjárræktarfélag. Þetta
ákvæði verður tæpast talist vera
mjög hvetjandi fyrir þá gæða-
ímynd sem gæðastýringunni er
ætlað að skapa fyrir íslenska
sauðfjárframleiðslu. Örfáir aðil-
ar hafa valið þennan kost, en
góðu heilli samt fáir, og er að-
eins um 0,4% af skýrslufærðu
fé í landinu að finna á þeim bú-
um. Niðurstöður fyrir þessi bú
koma hvergi fram í töflum sem
birtar eru um árangur einstakra
búa í félögunum. ( þessum nið-
urstöðutölum ganga þau hins
vegar, eins og önnur bú í hverri
sýslu, inn I meðaltöl fyrir við-
komandi sýslu. Slík bú er þó
ekki að finna í öllum héruðum
en um 2/3 hlutar af fjárfjölda
þessara búa er í Austur-Húna-
vatnssýslu og (sýslunum þremur
á Suðurlandi.
( greininni eru líkt og áður
svigatölur sem eru hliðstæðar
við tölur frá árinu áður, þ.e. fyr-
ir 2003, en minnt er á þann fyr-
irvara sem nefndur hefur verið
um sllkan samanburð.
GRÍÐARLEG FJÖLGUN
SKÝRSLUHALDARA
Aðilar í uppgjöri fyrir fullorðnu
ærnar samkvæmt töflu 1 voru
samtals 1.550 (1.232) þannig
að fjölgun skýrsluhaldara á milli
ára nemur um fimmtungi og er
að sjálfsögðu miklu meiri en
nokkur dæmi eru um áður en
samt er rétt að minna á það að
næstliðin ár hafði verið mikil
aukning í þátttökunni frá ári til
árs. Fullorðnu ærnar, sem koma
á skýrslur, eru samtals 303.435
(233.868), sem er fjölgun um
nær 30% á einu ári og sýnir það
um leið að búin sem eru nú að
hefja skýrsluhald, eru að jafnaði
með fleira fé en búin, sem áður
voru í skýrsluhaldi. Veturgömlu
ærnar, sem skýrslum er skilað
fyrir, voru samtals 55.139
(45.841). Hlutfallsleg fjölgun
þeirra milli ára er nokkru minni
en hjá fullorðnu ánum. Varlegt
er að túlka það sem minni
ásetning en árið áður, fremur
hitt að einhver bú munu ekki
hafa skilað skýrslum um vetur-
gömlu ærnar á fyrsta ári. Rétt er
að benda á það að samkvæmt
ákvæðum gæðastýringar skal
allt fé á búinu vera skýrslufært
og þeirri ábendingu því komið
til aðila sem ekki hafa skýrslu-
fært veturgömlu ærnar til þessa
að það skal gera, sama þó að
þær séu allar hafðar lamblausar
lambsveturinn. Skýrslufærðar
ær árið 2004 voru því sam-
kvæmt áðurgreindum tölum
samtals 358.574 (279.709).
Þegar borinn er saman fjöldi
fullorðnu ánna samkvæmt
forðagæsluskýrslum haustið
2003 og fjöldi skýrslufærðra áa
þá reiknast hlutfallsleg þátttaka
í skýrsluhaldinu á þeim grunni
rúm 81% fyrir landið allt. Mjög
víða er þetta hlutfall um 90%
og ( hreinu fjárræktarhéruðum,
Strandasýslu og Norður-Þingeyj-
arsýslu, verulega hærra. Þéttbýl-
issvæðið í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu sker sig úr á hinn veginn
en þar kemur innan við þriðj-
ungur af ásettum ám fram á
skýrslum. Einnig er verulegt
hlutfall fjár í Árnessýslu og
Rangárvallasýslu enn utan
skýrsluhaldsins.
Vanhöld frá haustnóttum til
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
sauðburðar nema 3.641 (2.416)
fullorðnum ám eða 1,2% sem
er nokkru meira en árið áður.
Hjá veturgömlu ánum nema
þessi vanhöld 316 (263) sem
eru tæp 0,6% eða sama hlutfall
og árið áður. Þessar ær koma að
sjálfsögðu hvergi frekar við
sögu og blandast ekki í útreikn-
ing á afurðaframleiðslu eftir
hverja á.
FJÁRFLESTU SAUÐFJÁR-
RÆKTARFÉLÖGIN
( tveimur sýslum eru skýrslu-
færðar ær samtals yfir 30 þús-
und en það er ( Skagafirði, þar
sem þær eru 31.438, en Norð-
ur-Múlasýsla fylgir þar fast á eft-
ir með 31.296 ær á skýrslum.
Hin mikla aukning á fjölda
skýrslufærðra áa gerir fyrri sam-
anburð á fjárflestu félögum lítt
marktækan. Langflestar skýrslu-
færðar ær í einu fjárræktarfé-
lagi eru nú ( Sf. Sveinsstaða-
hrepps þar sem samtals eru
10.639 ær skýrslufærðar. Önnur
félög með yfir 5.000 ær á
skýrslum eru; Sf. Jökull á Jökul-
dal 7.834 ær, Sf. Logi í Suður-
dölum með 7.432 ær, Sf. Öx-
firðinga með 7.092 ær, en áður
en fjölgun hófst í félögunum
hafði þetta félag um áratuga
skeið verið það langstærsta á
landinu, Sf. Stefnir í Bæjahreppi
með 7.083 ær, Sf. Svínavatns-
hrepps með 6.787 ær, Sf. Vopn-
firðinga 6.747 ær, Sf. Lýtings-
staðahrepps 6.552 ær, Sf.
Vatnsnesinga með 5.830, en
minnt er á það sem áður segir
um hvernig þetta félag varð til
við samruna tveggja eldri fé-
laga, Sf. Þistill er með 5.809 ær,
Sf. Vestur-ísfirðinga 5.729 ær,
Sf. Stafholtstungna 5.605 ær,
Sf. Reykhólasveitar 5.486 ær og
Sf. Kolbeinsstaðahrepps 5.145
FREYR 08 2005
20