Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 12
SAUÐFJÁRRÆKT Möguleg tengsl erfðagalla við sæðingahrúta hér á landi IEftir Oddnýju Steinu Valsdóttur og Jón Viðar Jónmundsson Hjá öllu búfé eru þekktir margvíslegir erfðagallar. Það hefur lengi verið hald manna að tíðni erfðagalla væri lág hjá íslensku búfé í samanburði við mörg ræktuð bú- fjárkyn í nálægum löndum. Slíkt er vandalítið að skýra sem áhrif af sérstakri ræktunarsögu íslensku búfjárkynj- anna sem fyrr á öldum hafa gengið í gegnum ótrúlega miklar þrengingar sem gætu hafa hreinsað stofninn af slíkum göllum. Hjá íslensku sauðfé eru þó þekktir talsvert margir erfðagall- ar og er gerð grein fyrir mörg- um þeirra í lokaverkefni Oddnýj- ar Steinu við Landbúnaðarhá- skólann vorið 2005. ( þessari grein er hins vegar ætlunin að gera aðeins grein fyrir þeim göllum sem vísbendingar eru um að geti tengst þeim hrúta- kosti sem notaður hefur verið í sauðfjársæðingum hér á landi á undanförnum árum. Erfðagallar geta verið marg- víslegir eða allt frá eiginleikum sem virðast engin áhrif hafa á lífslíkur einstaklingsins, sem gul kjötfita virðist dæmi um, yfir f það alvarlegar vanskapanir að einstaklingurinn á sér ekki lífs von. Flestir svonefndir erfðagallar erfast eftir þvf sem kallað er víkj- andi erfðir. Þegar svo er þá er einstaklingurinn sem gallann sýnir það sem er kallað arf- hreinn fyrir umræddum víkjandi erfðavísi (með hefbundum erfðavísatáknum oft táknað aa, þar sem a er tákn fyrir viðkom- andi erfðavísi). Þegar um þann- ig erfðir er að ræða hefur ein- staklingurinn erft gallann frá báðum foreldrum en veikleikinn liggur bæði í föður- og móður- ættinni. Annað atriði sem ástæða er til að benda á er að margskonar vanskapanir eru af völdum um- hverfisáhrifa eða fósturskaða hjá viðkomandi einstaklingi. Þess vegna er mjög varasamt að draga miklar ályktanir út frá ein- stöku afmörkuðu tilviki eins og stundum verður vart við. Erfða- galli verður trauðla staðfestur nema fram komi fleiri einstak- lingar þar sem mögulegt er að rekja upphaf eiginleikans á grunni traustra ætternisupplýs- inga til sameiginlegs forföður. Betra ættarbókahald um ís- lenskt sauðfé en flest erlend sauðfjárkyn hefur gert mögu- legt að staðfesta erfðagalla hér á landi þrátt fyrir lága tíðni þeirra í stofninum. Þriðja atriðið sem rétt er að nefna er sú staðhæfing að sæð- ingar séu hættulegar vegna þess að þær geti stuðlað að mikill útbreiðslu erfðagalla. Þessi hætta er vissulega fyrir hendi en í þessu sambandi er í raun réttara að snúa þessari fullyrðingu við og segja að einn af stóru kostum sæðinganna sé að hin mikla og víðtæka notkun einstaklinganna geri mögulegt að greina fljótt erfðagalla sem í lokuðum hjörðum hefðu getað legið duldir þar til þeir blossuðu upp einum til tveimum áratug- um eftir notkun kynbótagripsins sem flutti gallann í hjörðina. Snúum okkur þá að þeim erfðagöllum sem virðast geta tengst hrútakosti sem verið hef- ur í notkun á sæðingastöðvun- um. Kjötgula eða gul fita á kjöti er erfðagalli sem er þekktur hjá sauðfé víða um heim en fyrst staðfest af Páli Zophoníassyni sem vfkjandi erfðagalli hjá ís- lensku sauðfé fyrir meira en sjö áratugum. Við fjárskiptin fyrir og um miðja síðustu öld virðist gallinn hafa breiðst eitthvað út vegna þess að hann mun hafa blundað í sölubúum á þeim tíma, aðallega á Vestfjörðum. Þekktust var talsverð útbreiðsla eftir þau fjárskipti í Borgarfirði sem m.a. hafði mikil varanleg áhrif í kollótta fénu á Hesti. Þannig komst erfðavísirinn í féð á Hesti og virðist sem aldrei hafi fullkomlega tekist að útrýma honum þaðan þó að hann komi þar ekki fram nema með ára- tuga millibili. Duldum erfðagöll- um verður hins vegar aldrei út- rýmt með vissu á meðan erfða- visirinn er ekki þekktur þannig að hann megi greina með arf- gerðargreiningu. Þekktasta dæmi af sæðingahrútum sem hafa borið þennan erfðagalla er Hrauni 68-854 frá Kílhrauni sem notaður var í nokkur ár í sæðingum á Suðurlandi og skaut gallinn allvíða upp kollin- um á næstu árum í kjölfar notk- unar hans. Þá var grunur um að Randver 76-948, sem fæddur var á Gilsbakka og notaður einn vetur í sæðingum á Suður- landi bæri gallann og var hann felldur af þeirri ástæðu. Til gamans má benda á það að nær allir hyrndir sæðingahrútar á stöðvunum í dag rekja ættir til þessara hrúta beggja, þó að fullyrða megi að hjá þeim blundi gallinn ekki. Nýverið kom fram sterkur grunur um að Náli 98-870 frá Hesti hafi verið arfberi fyrir þennan eiginleika. Á það hafa að vísu ekki verið færðar fullar sönnur vegna þess að þessi eiginleiki virðist í dag vera orðinn mjög fátíður hjá ís- lensku sauðfé. Þeim sem eiga úrvalshrúta undan Nála er ekki hægt að gefa neitt annað ráð til þess að geta hreinsað slíka hrúta af grun en að nota þá sem fyrst á nokkrar dætra sinna en við slíka pörun eru meira en 10% líkur á að fram komi lamb með kjötgulu sé hrúturinn arf- blendinn arfberi. Með nokkrum þannig afkvæmum á því að fást nothæf prófun fyrir viðkomandi hrút. Síðasta tilvikið sem tengist sæðingunum var, eins og sumir þekkja, haustið 2003 þegar tekinn var á stöð hrúturinn Ós 02-905 frá Hesti. Ákveðið var að hætta notkun hans eftir að grunur vaknaði um þennan galla. Bógkreppa er annar erfðagalli sem tengist notkun ákveðinna sæðingahrúta og hefur gert miklar skráveifur í ræktunar- starfi á nokkrum stöðum hér á landi á síðustu rúmum tveimum áratugum. Þessi erfðagalli fékk talsverða útbreiðslu, aðallega á Suðurlandi við notkun á Hyl 75- 947 frá Berghyl. Fullljóst var að gallinn eins og hann erfðist frá honum stjórnaðist alveg af ein- földum víkjandi erfðavísi. Á ára- tugnum eftir notkun Hyls kom þessi galli fram á mörgum þekktustu ræktunarbúum á Suðurlandi í kjölfar á notkun úr- valshrúta undan Hyl. Allir brugðust við til að útrýma gall- anum en eins og með dulinn erfðaþátt, sem fengið hefur nokkra útbreiðslu, kemur hann til með að blunda lengi í fjár- stofninum. Stakkur 79-975 frá Berghyl var sammæðra Hyl og var hrútur sem var mikið notað- ur I sæðingum um árabil og hafði áhrif um allt land. Fullyrða má að frá honum erfðist ekki bógkreppa sem einfaldur víkj- andi erfðagalli. Hins vegar virð- ist mega finna nokkur dæmi þess að rekja megi þennan galla til afkomenda hans, eins og eig- inleikinn hafi á einhvern hátt FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.