Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 5

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 5
SAUÐFJÁRRÆKT Mynd 4. Einfðld gjafagrind utan um ferbagga. Ærnar slæddu um 20-25% af heyinu. hálmstíunnar með plastdúk. Á tímabilinu 11.- 19. mars var meðal lágmarkshiti -5°C. Á mynd 6 má sjá hvernig þróun lágmarks- hita dagsins var á þessu tímabili en frostið fór niður í -11°C 17. mars en hitinn undir plastdúknum fór lægst niður í ríflega -4°C. Að jafnaði hélst 5-6°C hærri hiti undir dúknum en utan hans. Ærnar nýttu sér tals- vert að liggja undir dúknum enda blotnaði fljótlega upp í hálminum undir dúknum vegna þess að loftrakinn jókst og eins skitu ærnar meira þar. ÆRNAR Það var ekki áberandi munur á ánum sem voru í hálmstíunni eða þeim sem voru í fjár- húsunum. Ærnar á hálminum voru alveg hreinar og klaufaheilsa þeirra var góð. Um mánaðamót mars- april voru mældar klaufir á ánum og voru þær ekki lengri heldur en áa sem gengu á öðrum gólfefnum. Eins var mjög áberandi að allar ærnar, sem gengu á hálminum, voru með rétta fótstöðu og klaufirnar voru áberandi mjúkar. Við vigtun í lok mars eftir snoðrúning þá þyngdust ærn- ar á hálminum dálítið misjafnt og það var greinilegt að þær þoldu kuldann misvel. Þegar komið var fram í apríl var þessi munur ekki lengur greinilegur og þær höfðu náð upp mismuninum frá mánuðinum á undan. ÚTMOKSTUR Hálmdýnunni var mokað út seinnipartinn í maí. Þá var dýnan orðin 50-60 cm þykk. Var um að ræða 22 m3 af hálmi/taði eða 0,57 m^/kind. Hálminum var mokað út með dráttarvél með ámoksturtækjum og skóflu, gekk það bærilega. Það væri til stórkost- legra bóta að hafa skóflu eða gaffal með kló til að moka hálminum sérstaklega ef um meira magn er að ræða. Hálmurinn var haugsettur á mel þar sem hann verður lát- inn brjóta sig og stefnt er að því að dreifa honum á tún eftir eitt eða tvö ár. HÁLMMAGN í töflu 1 má sjá það hálmmagn sem var not- að í þessar stíu. Þetta er töluvert minna en notað var í annarri athugun á Hesti 2003 en þá var notað 0,26 kg/kind/dag (Sigurður Þór Guðmundsson, 2004). Stafar þessi mis- munur af því að slæðingurinn var svo mikill þennan vetur. Skýrt hefur verið frá hálm- verði upp á 4,0 kr (Bjarni Guðmundsson o.fl., 2004). Tafla 1 Hálmmagn Dags fj. rúlla kg 20. des 2 230 20. mar 1 105 6. apr 1 96 samtals hálmur431 38 ær í 141 dag - 0,08 kg/kind/dag AÐ LOKUM Það er varla hægt að bjóða fé betra undir- lag til að liggja á heldur en hálm ef undan er skilin gróin jörð. Útbúa má hálmstfur á einfaldan máta vfða og nú þegar hafa verið byggð fjárhús þar sem gert ráð fyrir því að fé gangi á hálmi. Höfundur þessarar grein- ar hefur ekki reynt að láta fé bera á hálmi en það er sjálfsagt vandalaust en líklega þarf að bera meira undir ærnar á sauðburði. Innréttingar í hálmhúsum þurfa að vera þannig útbúnar að annað hvort þoli þær að sökkva í skítinn eða að hægt sé að lyfta þeim upp annað slagið. Útmokstur á hálmi er það erfiður að menn skyldu aldrei gera ráð fyrir öðru en að moka hann með vél. ÞAKKIR Sigvaldi Jónsson, bústjóri Hesti og samstarfsmenn hans. Guðmundur Hallgrímsson, bústjóri, Hvanneyri. HEIMILDIR Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Hallgríms- son, (2004). Kornræktin á Hvanneyri. Freyr; 1, 30-33. Boe, K.E., (2002). Framtidens sauehus: Oslo: Norsk kjotsamvirke. Eiríkur Blöndal, (2000). Hálmfjós á Kanastöðum - Húsvist nautgripa. Greinasafn Landbúnaður.is. Jóhannes Sveinbjörnsson, (1997), Sjálffóðrun sauðfjár á rúlluböggum. Freyr; 10-12, 409-412. Sigurður Þór Guðmundsson, (2004). Fjárhúsgólf - samanburður sex gólfgerða. B.S.-90 Lokaverk- efni. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Freyr 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.