Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 9
VIÐTAL Enn sjást leifar af járni sem Bjarni Runólfsson í Hólmi selflutti úr fjörunni og heim að Hólmi. Hér stend- ur Jón við járnplötur sem hafa verið meitlaðar í sundur svo auðveldara reyndist að flytja þær. og tók að sér að fylgja tunnun- um eftir yfir ósinn, en sjaldan var nema höfuð hans upp úr. Hvar var svo slátrað í þetta skipti? Bændur sameinuðust um að slátra á bæjum þar sem aðstaða var best, einkum í Þykkvabæ og Klaustri. Þrátt fyrir þessi úrræði var tjón bænda í Sveitunum milli sanda af völdum Kötlugossins gífurlegt en opinber aðstoð sáralítil. Um veturinn var kjötið flutt á ís suður að Skaftárósi og skipað þar út í Skaftfelling á ein- mánuði um leið og komið var með síld og mjöl til hjálpar í fóð- urskortinum. Þá voru Skaftfell- ingar búnir með mikilli sam- stöðu að stofna samnefnt hluta- félag, sem lét smíða skipið í Kaupmannahöfn til flutninga austur með söndunum frá Vík austur í Öræfi. Við Skaftárós var svo verslun- arstaður Kaupfélags Skaftfell- inga næstu tvo áratugina fyrir nágrannasveitir. Leiðin þangað ofan af Síðu og Landbroti lá hjá túngarðinum í Seglbúðum. Ég minnist síðustu ferðanna þang- að með ullina á hestvögnum og bílum, en nauðsynjavörur heim- ilanna til baka. Sláturféð varð hins vegar áfram að reka til Víkur. Þó var gerð tilraun með nokkra slátrun í Seglbúðum 1933, sem tókst vel að öðru leyti en þvf að salt- kjötið var þá að falla í verði mið- að við fryst kjöt. Þess vegna var gripið til þess ráðs árið eftir að reka sjö fjárrekstra úr þessum sveitum á þann markað í Reykjavík. Síðast var rekið til Víkur 1935 og minnist ég þess að morgni haustdags, þegar hestvagnalestin kom heim með slátrið þaðan, þar sem það var ekki söluvara, en þetta var nær 100 km leið. Þá tók við mikil lota að rista ristla og vefja lundabagga, svíða hausa og lappir og gera lifrarpylsu og blóðmör, en blóðið var flutt í brúsum. Þetta var mikið og kær- komið búsflag. Faðir minn byggði rafstöð 1926 til Ijósa, upphitunar og eldunar. Hins vegar stóð ennþá uppi gamalt hlóðaeldhús sem hafði fylgt gömlum bæ sem var notaður fram undir aldamótin 1900. ( þessu gamla eldhúsi voru hlóðir og undirblástur. Sláturpottarnir voru olfutunna úr járni, sem var tekin í sundur í miðju, sett á hlóðir og kynt und- ir með taði. Slátrið var svo geymt í sýrukeröldum í kjallara, en eftir slátursuðuna var eldhús- ið notað sem reykhús fyrir kjöt af heimaslátruðu. Árið 1936 urðu þær miklu framfarir að Bjarni Runólfsson í Hólmi byggði frystihús heima hjá sér og í kjölfarið reisti Kaup- félag Skaftfellinga lítið sláturhús við það svo að ekki þurfti leng- ur að reka sláturlömb til Víkur. í Hólmi var slátrað til 1942, en þá byggði Sláturfélag Suðurlands nýtt og stærra sláturhús á Klaustri. Á Klaustri var þá einnig reist ný rafstöð við vatn frá Systra- vatni, en úr rörunum var einnig tekið vatn á aðra túrbínu, sem knúði frystivélina beint. Mun það hafa verið nýlunda hérlend- is. Faðir minn varð sláturhús- stjóri á Klaustri eins og hann hafði verið í Hólmi. Bjarni í Hólmi átti sér merka sögu? Já, hann var einstakur maður, bæði fyrir hugvit sitt og dugn- að. Árið 1913 var hann til að- stoðar við að reisa rafstöð í Þykkvabæ hjá Helga Þórarins- syni. Halldór Guðmundsson, raffræðingur, bróðir Eyjólfs á Hvoli í Mýrdal, hafði það verk með höndum, en hann hafði lært raffræði í Þýskalandi. Bjarni lærði af honum að annast viðhald á rafstöðinni. Um 1920 byrjaði hann svo með frumstæðum verkfærum að smíða túrbínu og byggja rafstöð í Hólmi. Efnið í túrbínuna sótti hann í skipsflök við ströndina. Hvernig bútaði hann niður járn- ið? Hann byrjaði með hamar og meitil. Bjarni eignaðist fyrsta bíl- inn á þessum slóðum, árið 1926. Honum var skipað upp i fjöruna við Skaftárós, þar sem Bjarni sest upp í hann og keyrir um vegleysurnar heim að Hólmi. Nú er það algjörlega óskiljanlegt að hann skyldi kom- ast þessa leið eftir sandi og bleytum og öðrum torfærum. En þetta tókst og eftir það var farið að nota bílinn við uppskip- un og aðra flutninga. Hann not- aði líka bllinn þegar ísar voru á haldi á veturna til að flytja smíðajárn úr skipsflökunum. Stundum selflutti hann það fyrst heim undir bæ í Seglbúðum þar sem enn sjást leifar af þeim flutningi. Kunnastur varð Bjarni fyrir það að reisa rafstöðvar i flestum sýslum landsins og smíða flestar túrbínurnar i Hólmi. Sigfús H. Vigfússon á Geirlandi á Síðu reisti rafstöð í Seglbúðum árið 1926, en Bjarni smíðaði nýja túrbinu í hana árið 1935. Eiríkur Björnsson í Svínadal í Skaftár- tungu var líka einn brautryðj- andanna við rafvæðinguna. Hann náði háum aldri, dó árið 1998, nær 98 ára. Tækni i búskapnum? Þegar ég man eftir mér voru komnar heima tvær hestasláttu- vélar, McCormick og Deering, önnur var notuð á túnin en hin á mýrina. Svo var líka komin rakstrarvél. Ég var ekki hár í loftinu þegar faðir minn lét mig slá með sláttuvél á engjunum. Það voru þarna miklar áveituengjar sem afi minn, Jón Þorkelsson, hafði byrjað að gera um aldamótin, eins og nágrannar hans í Þykkvabæ og síðan fleiri. Með því jókst heyfengurinn mjög mikið fyrstu áratugina. Áfram var þó haldið að heyja í flóðum meðfram Grenlæk og Land- brotsvötnum, þar sem stórvaxin stör óx í hnédjúpu vatni eða meira. Fram yfir 1920 rann Skaftá þangað svo að jökulvatn- ið jók sprettuna. Á næstu árum fór farvegur Skaftár að breytast og hún hafði útfall í Veiðiós. Stórvaxnasta stararflóðið var annars Hlaupatagl á Steinsmýri í FREYR 08 2005 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.