Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 10
VIÐTAL
Ný rafstöð var reist í Seglbúðum á árunum 1954-1956 í stað þeirrar eldri sem byggð var árið 1926.
Meðallandi, þar sem kýrnar
hurfu í störina og börn sem
sóttu þær þurftu að halda prik-
um á lofti svo að til þeirra sæ-
ist.
Ég komst aðeins í að slá i
flóðunum með orfi og greiðu á
Ijánum, svo að heyið safnaðist í
skára, sem síðan voru dregnir á
þurrt með löngum vað sem
hestur dró. Sums staðar var þá
hægt að breiða það til þurrk-
unar, en annars var það bundið
í litla bagga, kallaðir votaband,
og flutt á hestvögnunum heim
á tún eða beint i votheysgryfju.
Engjarnar gengu úr sér með
tímanum, fúnuðu, svo að
sprettan minnkaði og hestarnir
lágu á kviði í keldunum með
heyvagnana. Yfir verstu keld-
urnar var reynt að búa til
bryggjur, sem kallað var, þ.e.
þær voru hlaðnar upp úr
sniddu, með sama hætti og
fyrstu vegabæturnar hér um
slóðir á gömlu aðalreiðleiðinni,
„hringveginum". En þá mynd-
aðist gjarnan ný kelda við end-
ana.
Engu að síður notaði ég
fyrstu Ferguson dráttarvélina,
sem kom að Seglbúðum 1949,
til að slá engjarnar og flytja
heyið heim, en þá þurfti að
setja spyrnur, þ.e. járnvinkla
með litlum skóflum, á aftur-
hjólin. Auk sláttuvélar fylgdu
dráttarvélinni einnig plógur,
herfi og lítil ýta og leystu sams
konar hestaverkfæri af hólmi. (
kjölfarið margfaldaðist tún-
ræktin svo að engjaheyskapur
heyrði sögunni til.
Við hvað var búið?
Það var aðallega fjárbú, um
300 fjár. Af þeim átti Jóhann
Jónsson, sem ættaður Var frá
heiðarbýlinu Blesahrauni, 40-
50 kindur, en hann réðst vinnu-
maðurtil föður míns 1930. Það
voru vinnumannslaunin. Mjólk-
urkýr voru fjórar, enda 12-15
manns í heimili. Sala á heima-
smjöri byrjaði þó á strfðsárun-
um. Hross voru um 15, þar af 4
dráttarhestar fyrir vagna, sláttu-
vél, plóg, herfi og einnig sleða,
sem notaðir voru til flutninga
frá ströndinni þegar ísar komu.
Amma mfn hirti um alifuglana,
endur og gæsir, sem voru í litl-
um kofum skammt frá bænum
og úti, þegar veður leyfði, en
hænsnin voru fyrst í búri í fjós-
inu, en síðar byggður kofi fyrir
þau. Byrjað var að selja hænu-
egg um svipað leyti og smjör.
Garðyrkja var stunduð eins
og hægt var. Kartöflugarðar
voru það stórir að þegar vel
spratt var hægt að miðla öðr-
um og gulrófur voru ræktaðar
eins og heimilið þurfti. Móðir
mín var mikil garðyrkjukona og
fyrstu reyniplönturnar fékk hún
úr Bæjarstaðarskógi, þegar
hún kom að Seglbúðum 1918.
Blómaræktin var mikil bæði
inni f stofu og úti í garði. Til
matar voru ræktaðar flestar
þær tegundir, sem stóðu til
boða; blómkál, hvítkál, græn-
kál, salat, spínat, hreðkur,
rauðkál, rauðrófur auk rabar-
bara. Ýmsu fræi sáð inni f
gluggum, síðan sett út í vermi-
reiti undir gleri og loks plantað
út í beð, sem sífellt var verið að
reyta, svo að sumum fannst
nóg um.
Faðir minn var grenjaskytta
og leitaði grenja og lá á þeim,
bæði f byggð og á afrétti á
hverju vori. Fáum árum fyrir
stríð fékk hann silfurrefi til eldis
og réð þá annan vinnumann,
Sigurð Einarsson frá Efri-
Steinsmýri, til að hirða um þá.
Skömmu síðar var minkum
einnig bætt við, en botninn
datt úr því öllu á strfðsárunum.
Á þessum árum vann faðir
minn að ýmsum verkefnum ut-
an búsins, auk vinnu við slátur-
húsið, m.a. endurskoðun reikn-
inga Kaupfélags Skaftfellinga,
formennsku f fasteignamats-
nefnd o.fl.
Hvar gekk sauðféð á sumrin?
Á Síðumannaafrétti, en vest-
asti hluti hans er kallaður Land-
brotsafréttur. Féð var rekið um
mánaðamótin júnf-júlí og tók
ferðin rúman sólarhring. Göng-
ur voru fjóra daga, þ.e.a.s. einn
dagur fór í að komast inn á af-
réttinn og þrír dagar að smala,
en réttardagur var sá fimmti. Ég
fór oftast í þrennar göngur á
hverju hausti í tvo áratugi.
Hvenær eignaðist heimilið bíl?
Faðir minn keypti fyrsta bílinn
eftir stríðslok með Sigurði
vinnumanni, sem ók honum.
Það var Dodge Weapon herbíll
með spili, sem var lengdur og
breytt í lítinn vörubíl með palli.
Þetta var fyrsti bíllinn, sem ég
ók.
Vorið 1945 var byrjað á að
byggja nýtt íbúðarhús og lokið
við það fyrir jólin árið eftir. Var
bfllinn þá mikið notaður í ýmsa
aðdrætti og síðar settar grindur
og segl yfir pallinn og hann not-
aður til ballferða og annarra
mannflutninga svo að ferðalög
á hestum lögðust að mestu af
við annað en fjármennsku.
Árið 1948 var fjósið endur-
byggt og reist við það stærri
hlaða þar sem bíllinn kom enn
að góðum notum og einnig ár-
ið eftir, þegar verkfærageymsla
var steypt upp.
Sama sagan endurtók sig á
árunum 1954-1956, þegar ég
reisti nýja rafstöð á bænum.
Fékk ég Sigfús á Geirlandi til að
sjá um það verk. Kom hann að
líta á aðstæður og af sinni
glöggskyggni og með aðstoð
hallamælis benti hann mér á þá
staði þar sem ég skyldi grafa
skurð, reisa stíflur og byggja
stöðvarhús. Kom gamli bíllinn
sér enn vel, þar sem ég reyndi
sjálfur, með aðstoð góðra
granna og fleiri, að vinna sem
mest að mannvirkjagerðinni að
öðru leyti en vélbúnaði. Og
verkið lofar enn útsjónarsemi
Sigfúsar því að rafstöðin skilar
nú tvöföldu því afli sem lagt var
upp með.
Það var fyrst þegar sá fyrir
endann á því að nýja rafstöðin
færi að snúast, sem ég lét
gamla bílinn frá mér og fékk
annan, sem hentaði betur til
ferðalaga, enda fóru þá að
koma stærri dráttarvélar með
öflugri búnaði, sem mættu bet-
ur þörfum búrekstrarins heima
fyrir.
/ME
FREYR 08 2005