Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 29

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 29
MOLAR Evrópuþingið mót- mælir langflutning- um á búfé Meirihluti Evrópuþingsins krefst þess að embættismannaráð ESB felli niður um- deilda styrki til flutninga á búfé. Styrkirnir eru forsenda þessara flutninga til Ltbanon og Egyptalands. Dýraverndunarsamtök víðs vegar í ESB hafa krafist þess að þessir styrkir verði felldir niður. Fyrr á þessu ári komust mót- mælin inn á borð hjá Evrópuþinginu þar sem 368 þingmenn undirrituðu þau. Embættismannaráð ESB hefur um árabil reynt að fella niður þessa styrki en lönd sem hagnast hafa á þeim, svo sem írland og fleiri lönd, hafa varið þá. Á hverju ári eru um 200 þúsund gripir sendir til þessara landa í allt að 10 daga ferðalag og styrkur evrópskra skattborgara við þessa flutninga nemur 11 milljónum evra á ári. Landbúnaðarstjóri ESB, Mariann Fischer Boel, hefur lýst því yfir að þessir styrkir verði þeir fyrstu sem komi til endurskoðun- ar, þegar styrkjakerfi ESB við landbúnaðinn verður endurskoðað. Það getur þó tekið allt að fimm ár að leysa málið, en vitað er að önnur lönd, svo sem Brasilía, eru tilbúin að yfirtaka þennan markað. (Landsbygdens Folk nr. 32/2005). ESB leyfir ræktun á umdeildum erfða- breyttum maís Embættismannaráð ESB hefur veitt leyfi fyrir ræktun á umdeildu afbrigði af erfða- breyttum maís, sem nefnist MON863, en það er erfðatæknifyrirtækið Monsanto sem sett hefur það á markað. Leyfilegt er að flytja það inn og rækta í löndum ESB en einungis til fóðurframleiðslu. Fjórtán lönd ESB lögðust þó gegn því að veita þessa heimild. Það sem greinir þetta afbrigði frá hefð- bundnum maís er að það myndar eitur sem ver það gegn skordýrum. Umhverfisverndarsamtök eru andvíg innflutningnum og vísa til þess að rann- sóknir á því bendi til að eitrið raski starf- semi lifrarinnar í rottum. Matvælayfirstjórn ESB, Efsa, heldur því hins vegar fram að þetta maísafbrigði sé jafn öruggt og hefð- bundinn maís og metur umræddar auka- verkanir sem ólíklegar. Meirihluti landa ESB lagðist gegn leyfis- veitingunni en fjöldi þeirra náði ekki þeim aukna meirihluta sem þarf til að stöðva málið. Þar með kom til kasta embættismanna- ráðsins sem tók lokaákvörðunina um að rækta megi afbrigðið til fóðurframleiðslu en ekki til matvælaframleiðslu. Fjórtán lönd greiddu atkvæði gegn leyf- isveitingunni, sjö voru meðmælt, en fjögur sátu hjá. Leyfið gildir í tíu ár en nk. haust munu landbúnaðarráðherrar ESB taka af- stöðu til hvort nota megi þetta afbrigði til matvælaframleiðslu. Ákvörðun þeirra verð- ur afgerandi fyrir framtíð afbrigðisins í Evr- ópu, en innflutningur þess verður fyrst leyfður eftir að fyrir liggur samþykki land- búnaðarráðherra ESB. (Landsbygdens Folk nr. 32/2005). Aukning í einka- merkjum fyrirtækja á vörum í sænskum verslunum Svíþjóð er það vestrænt land þar sem mest aukning á sér stað í einkamerkjum mat- vöruverslana, þ.e. þar sem fyrirtæki selja vörur í eigin umbúðum. Vörutegundir í eigin umbúðum verslana hafa þrefaldast að fjölda sl. fjögur ár, jafn- framt þvl sem markaðshlutdeild þessara vara hefur aukist um 8,5%. Mest hefur aukningin orðið í lágvöru- verslunum og þar munar mest um að þýska verslanakeðjan Lidl hefur haslað sér völl í Svíþjóð. Það eru einkum gosdrykkir, kartöfluflög- ur og matarolía sem seld eru í þessum um- búðum en Lidl hefur einnig sett á markað mjólk undir eigin vörumerki. Matvælakeðj- urnar hafa ekki meira upp úr þessari sölu, frekar hið gagnstæða, en merkin þjóna þeim tilgangi að vekja athygli á fyrirtækinu og að ná niður verði til framleiðanda. Það er einnig mikilvæg ástæða fyrir því að mjólkursamvinnufyrirtækið ARLA hefur barist gegn einkamerkingu fyrirtækja á mjólkurvörum. ALLT FYRIR HESTAMENNSKUNA OG MEIRA TIL BÚÐIN MR BÚÐIN LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 29 FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.