Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 13
SAUÐFJARRÆKT Vanskapað lamb með stuttan efri skolt, snúna fætur og mikinn belg. Snúningur um kjúkur er greinilegur. Ljósm. Ágúst Jensson. Vansköpun á haus. Efri skoltur er óeðlilega stuttur og samankýttur. Ljósm. Sigurður Sigurðarson. brotist þar úr fjötrum. Þessa vitneskju er rétt að hafa í huga með hliðsjón af þeim erfðagalla sem ræddur er hér á eftir. Nokkrir synir Hyls voru á sínum tima notaðirá sæðingastöðvun- um og voru þeir allir taldir laus- ir við erfðavísinn fyrir bóg- kreppu, þó að vísbendingar hliðstæðar þeim sem fram komu hjá afkomendum Stakks virðist mega finna. Sterk vísbending kom fram um að Baukur 98-886 frá Borg- arfelli bæri þennan erfðagalla og var hann því tekinn úr notk- un strax eftir eins árs notkun á stöð. Á síðasta ári kom greini- lega í Ijós að Kunningi 02-903 frá Ytri-Skógum erfði frá sér bógkreppu og var hann því felldur eftir mikla notkun í eitt ár á stöð. Allra síðustu ár hefur komið fram vansköpun í lömbum á bú- um víða um land, aðallega samt á Suðurlandi, sem allt bendir til að sé erfðagalli. Hefur hann fengið vinnuheitið „transeyði og snúnir fætur". í lokaverkefni sínu við Landbúnaðarháskólann skoðaði Oddný Steina upplýs- ingar um lömb með þessa van- sköpun og gerði tilraun til að gera sér grein fyrir erfðum eigin- leikans. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir lýsir þessum eiginleika þannig: „Lömbin eru með kreppta kjúkuliði og snúna inn á við og neðri skoltur er lengri, transeyði. Lömbin eru belgmikil og blæðir mikið frá naflastreng eftir burð." Að öðru leyti er vís- að til mynda með greininni. Lömbin fæðast oftast lifandi en drepast fljólega, eða yfirleitt inn- an nokkurra klukkutíma frá fæðingu. Skoðun upplýsinga gerði ekki mögulegt að greina erfðir þessa eiginleika með vissu. Ákveðnar vísbendingar eru samt um að hér muni vera flóknari erfðir en einfaldar víkjandi erfðir. Þennan galla virtist greinilega mega tengja ákveðnum sæðingahrút- um einkum Vin 99-867 frá Voð- múlastöðum og sérstaklega af- komendum hans, þar á meðal Kunningja 02-903. Nánari skoðun á ætternisupp- lýsingum um þessi vansköpuðu lömb gefur sterkar vísbendingar um að fyrir hendi séu einhver erfðaleg tengsl á milli þessa eig- inleika og bógkreppunnar. I gögnunum koma fram sterkar vísbendingar um að Þéttir 91- 931 frá Oddgeirshólum tengist eiginleikanum sem sameiginleg- ur forfaðir. Margir þekkja að faðir Þéttis var hrútur sem var arfberi fyrir bógkreppu en Þéttir sjálfur var rækilega prófaður áð- ur en kom til notkunar I sæðing- um og virðist eftir þá prófun og notkun hans á stöð um fjölda ára mega fullyrða að hann erfði ekki frá sér bógkreppu sem ein- faldan víkjandi eiginleika. Mjög mikilvægt virðist vera að geta gert sér grein fyrir því sem fyrst hvernig erfðir liggja að baki þessum nýja erfðagalla. Ætlunin er þess vegna að reyna að kanna það frekar á næstunni. ( því sambandi er mjög mikil- vægt, ef einhverjir lesendur teldu sig hafa upplýsingar eða vísbendingar um að þessi galli hafi komið fram, að þeir setji sig í samband við höfunda greinar- innar. Eftir því sem meiri og betri upplýsingar fást aukast líkurnar á að greina megi erfðir þessa eiginleika. í framhaldi af því er hægt að setja fram tillögur um hvernig best verði brugðist við þessum galla. Ákaflega mikil- vægt er að geta brugðist við áð- ur en útbreiðsla hans í sauðfjár- stofni landsmanna verður of mikil. FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.