Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 25
SAUÐFJÁRRÆKT
þau hafi þar orðið fasta bú-
setu. Reiknuð dilkakjötsfram-
leiðsla er að jafnaði 38,9 kg hjá
þeim 218 ám sem voru á búinu
en þær skiluðu að jafnaði 1,82
lambi til nytja haustið 2004.
Næst ( röðinni kemur hópur
búa á Vatnsnesi; Sauðadalsá,
Sauðá, Gröf og Bergsstaðir, að-
eins búið á Lundi á Völlum nær
að skjótast inn í þessa röð.
Ástæða er til að vekja athygli á
einstakri frjósemi ánna á
Sauðadalsá og Sauðá en á
þessum búum báðum eru að
koma til nytja haustið 2004
fast að tveim lömbum eftir
hverja á. Þau bú, sem hér eru
talin, eru öll löngu landsþekkt
fyrir frábæra sauðfjárrækt og
búrekstur og eru merkisberar
sauðfjárræktar í landinu eins
og hún er best rekin. Um leið
og það er sagt er einnig
ástæða til að leggja áherslu á
þá ánægjulegu þróun síðari ára
að flokkur búa, sem er að ná
frábærum árangri í sauðfjár-
ræktinni á hverju ári, fer sí-
stækkandi.
Til viðbótar þeim búum, sem
hér hafa verið gerð að um-
ræðuefni, er ætíð mikill fjöldi
lítilla hjarða þar sem næst feiki-
lega mikil framleiðsla eftir
hverja kind. Þar voru haustið
2004 mestar afurðir og þá um
leið afurðahæsta bú landsins
það árið hjá Laufeyju og Erni í
Húsey en hjá þeim voru átta ær
sem framleiddu að meðaltali
44,1 kg af dilkakjöti, en hver
þeirra skilaði til nytja rúmlega
tveimur lömbum til jafnaðar.
ULLIN
Eins og löngu hefur komið fram
( hliðstæðum greinum er skrán-
ing bænda á upplýsingum um
ullarmagn ánna nær engin. Að-
eins eru um 400 ær með slíkar
upplýsingar og er meðaltalið
fyrir þær 2,63 (2,56) kg af ull.
Skýringin á því að þessi fram-
leiðsla sýnir litlar sveiflur frá ári
til árs er að sjálfsögðu sú að það
eru sömu bú sem skila þessum
upplýsingum á hverju ári.
VETURGAMLAR ÆR
Að lokum skal vikið nokkrum
orðum að örfáum fjölda- og
meðaltalstölum sem fram
koma í skýrslunum um fram-
leiðslu hjá veturgömlu ánum.
Eins og fram hefur komið fjölg-
ar þeim á milli ára hlutfallslega
heldur minna en fullorðnu án-
um í skýrsluhaldinu. Samtals
eru skýrslur um 55.139 vetur-
gamlar ær. Ásetningsgimbrarn-
ar haustið 2003 virðast hafa
verið öllu vænni en haustið áð-
ur, þær sem hafa sllka skrán-
ingu eru 42,4 (41,1) kg og þær
þyngjast að meðaltali um 11,4
(12,1) kg yfir veturinn eða held-
ur minna en árið áður. Alger
hliðstæða er í tölum um þunga
og þungabreytingar á milli ára
hjá fullorðnu ánum og geml-
ingunum.
Vorið 2004 fæðast að meðal-
tali 0,82 (0,83) lömb eftir hvern
gemling og til nytja koma að
jafnaði 0,67 (0,69) lömb. Þegar
upplýsingar um frjósemi eru
greindar nánar sést að 8.463
gemlingum eða 15,44
(13,72)% var ekki haldið. Af
þeim sem áttu að eiga lömb
voru 8.091 geldur eða 17,45
(19,22)%, einlembdir voru
31.429 eða 67,79 (65,69)%,
tvílembdir voru 6.800 eða
14,67 (14,98)% og 40 voru þrí-
lembdir eða 0,09 (0,11)%.
Þegar þessar tölur eru bornar
saman milli ára skýrist örlítið
minni frjósemi 2004 en 2003 af
því að nokkru fleiri gemlingum
var haldið frá hrúti en árið áð-
ur, en frjósemi þeirra sem áttu
að eiga lömb vorið 2004 er í
raun heldur meiri en var hjá
gemlingunum vorið 2003, fyrst
og fremst vegna þess að
nokkru lægra hlutfall þeirra var
gelt vorið 2004 en 2003. Hér
kann að vísu að gæta einhvers
misræmis í skráningu á því
hvort gemlingar áttu að vera
lamblausir eða reyndust geldir.
Ástæða er til að hvetja menn til
að vanda til þeirrar skráningar
vegna þess að fyrstu upplýsing-
ar um frjósemi ánna verða, eðli
síns vegna, ætíð þær verðmæt-
ustu sem við fáum í hendurnar
og skiptir því máli að hafa þær
sem réttastar.
Fram kemur hjá lömbunum
undan veturgömlu ánum hlið-
stæður örlítið minni fallþungi
en árið áður eins og hjá lömb-
unum undan fullorðnu ánum.
Reiknað kjötmagn eftir hverja
veturgamla á, sem skilaði lambi
til nytja haustið 2004, var
þannig 16,9 (17,4) kg og eftir
hvern gemling sem lifandi var (
sauðburðarbyrjun fengust að
meðaltali 10,2 (10,8) kg af
dilkakjöti um haustið.
Mynd 3 gefur yfirlit um fram-
leiðslu eftir hverja veturgamla á
haustið 2004, flokkað eftir hér-
uðum. Þetta er að vonum um
margt lík mynd og áður. Munur
milli héraða er mjög mikill,
þannig eru afurðir eftir hverja
veturgamla á nær helmingi
meiri í Strandasýslu en gerist í
Norður-Þingeyjarsýslu. Það fer
tæpast á milli mála, þegar
þetta yfirlit er skoðað um langt
árabil, að á þeim svæðum þar
sem kollótt fé er í meirihluta er
framleiðsla veturgömlu ánna
yfirleitt talsvert meiri en á þeim
svæðum þar sem hyrnda féð er
ríkjandi. Ég hygg að þarna ráði
einhverju örlítið mismunandi
frjósemisferill hjá þessum
tveimur meginstofnum af fé.
Kollóttu ærnar komast yngri í
hámarks frjósemi en fara einn-
ig að slaka á um frjósemi fyrr
en þær hyrndu. Haustið 2004
skiluðu veturgömlu ærnar í
Strandasýslu að meðaltali 14,3
kg af dilkakjöti sem er nokkru
meira en jafnöldrur þeirra á
svæðinu árið áður gerðu. í
Vestur-Húnavatnssýslu, sem er í
öðru sæti um þennan saman-
burð, er meðaltalið 12,7 kg af
dilkakjöti eftir ána.
Hverfandi litlar upplýsingar
eru um ullarmagn hjá vetur-
gömlu ánum en þær takmörk-
uðu upplýsingar sýna nánast
sama meðaltal og árið áður eða
2,20 (2,19) kg að meðaltali.
FREYR 08 2005