Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.2005, Blaðsíða 6
VIÐTAL í sambýli við feiknskap náttúrunnar VIÐTAL VIÐ JÓN HELGASON í SEGLBÚÐUM, FYRRI HLUTI Jón Helgason í Seglbúðum í Landbroti er kunnastur fyrir opinber störf sín. Hann var alþingismaður fyrir Suðurlandskjördæmi á árunum 1974-1995 og jafnframt landbúnaðarráðherra frá 1983 til 1988 og dómsmálaráðherra 1983-1987, en forseti Alþingis var hann á árunum 1979-1983. Þá var hann formaður Búnaðarfélags íslands og forseti Búnaðarþings 1991-1995. Árið 1998 var Jón kosinn á Kirkjuþing og á fyrsta þingi þar á eftir jafnframt forseti þess og gegnir því starfi enn. Hefur enginn annar maður gegnt öllum þessum þremur forsetastörfum. Jón hefur látið af umfangsmestu félagsmála- störfum sínum og býr nú í Seglbúðum, ásamt konu sinni, Guðrúnu Þorkelsdóttur, en þau halda þó jafnframt heimili í Reykjavík, þar sem hann hefur enn ýmsum störfum að gegna. Við búinu í Seglbúðum hefur tekið systursonur Jóns, Erlendur Björnsson, og fjölskylda hans. ÆTT OG UPPRUNI Jón er fyrst beðinn um að segja á sér deili. Ég er fæddur árið 1931 í Seglbúðum, yngstur fjögurra systkina, en eldri eru systurnar Margrét, Ólöf og Ásdfs. Foreldr- ar okkar voru Helgi Jónsson frá Seglbúðum og Gyðríður Páls- dóttirfrá Þykkvabæ í Landbroti. Föðurforeldrar mínir voru Jón Þorkelsson frá Eystra-Hrauni ( Landbroti, f. 1857, d. 1906, og Ólöf Jónsdóttir f. 1860, d. 1953. Foreldrar Ólafar, Jón Jónsson frá Heiðarseli og Katrín Pálsdóttir frá Hunkubökkum, hófu búskap sinn á því að fá leyfi frá eigendum Kirkjubæjar- klausturs til að byggja sér kofa innst í Klaustursheiði. Var býlið kallað í Stórhól. Hokruðu þau þar í eitt ár, en fluttu þá út í Mýrdal, þar sem þau bjuggu þangað til þau komu frá Höfða- brekku að Seglbúðum 1866. Búskap lauk hins vegar I Stórhól tveimur árum eftir að þau fóru þaðan, en þar sjást enn tófta- brot rétt við veginn inn að Laka, skammt sunnan við Eintúna- háls. Það heiðarbýli var byggt árið 1828 og búið þar til 1934. Móðurforeldrar mfnir voru Páll Sigurðsson, f. 1870, d. 1939, og Margrét Elíasdóttir, f. 1871, d. 1922, f Þykkvabæ syðri í Landbroti. Hann var frá Eystri-Dalbæ f Landbroti, en hún frá Syðri-Steinsmýri f Með- allandi. Skólaganga þín ? Ég var fyrst í heimangöngu- skóla í Þykkvabæ efri. Skólastof- an var byggð við íbúðarhúsið þar árið 1914 en þáverandi bóndi, Helgi Þórarinsson, sem var mikill framfara- og framkvæmdamað- ur, var hvatamaður að bygging- unni og greiddi sjálfur helming kostnaðarins. Ég fylgdi yngstu systur minni, Ásdísi, í skólann, hún var þá tíu ára en ég átta. Þetta var um 40 mínútna gangur hvora leið. FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.