Fréttablaðið - 20.12.2017, Page 2

Fréttablaðið - 20.12.2017, Page 2
Veður Í dag er útlit fyrir allhvassa suð- vestanátt með þéttum éljagangi, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti um frostmark. sjá síðu 24 Kjaramál Flugvirkjar fá í kvöld kynningu á nýjum kjarasamningi við Icelandair sem undirritaður var í fyrri- nótt. Samningurinn verður kynntur á félagsfundi þar sem jafnframt verður útskýrt hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn. Óskar Einarsson, formaður Flug- virkjafélagsins, segir að atkvæða- greiðslan fari fram rafrænt en ekki sé búið að tímasetja hana. Hann segist sáttur við niðurstöðuna. „Við getum orðað það þannig að ég tel þess virði að skrifa undir hann og bera hann undir félagsmenn.“ Óskar segir að tekist hafi að ná fram hækkun á grunnkaupi. „Það eru kjarabætur í honum eins gerist og gengur í kjara- samningnum,“ segir Óskar. – jhh Fá kynningu á samningi stjórnmál Ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12.-15. desember. Þannig sögðust 66,7 prósent svarenda könnunarinnar styðja ríkisstjórnina. Um er að ræða meiri stuðning en nokkur ríkisstjórn hefur notið frá hruni en athygli vekur einnig að mun færri, eða rúm 48 prósent, segjast myndu kjósa ríkis- stjórnarflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða 23,2 prósent en mæld- ist með 24,4 prósenta fylgi í síðustu könnun MMR. Samfylkingin mælist með næstmest fylgi eða 16,8 prósent samanborið við 16 prósent í síðustu könnun. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,7 prósenta fylgi og bæta við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun þegar þau mældust með 13 prósenta fylgi. Píratar mælast nú með 14,1 pró- senta fylgi og mældust með 9,9 pró- sent í síðustu könnun sem lauk þann 17. nóvember. Þá mælist Miðflokkurinn með 8,7 prósenta fylgi samanborið við 10,5 prósent í síðustu könnun. Fram- sóknar flokkurinn mælist nú með 8,5 prósenta fylgi samanborið við 9,5 prósent í síðustu könnun og þá mælist Viðreisn með 5,7 prósent en var með 6,5 prósent í síðustu könnun. Flokkur fólksins missir mest fylgi og mælist nú með 3,7 prósent saman- borið við 8,4 í síðustu könnun. – hh Ríkisstjórnin með 67 prósent stuðning Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Heilbrigðismál Sigþrúður Mar- grét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuð- borginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sig- þrúður Margrét nú eftir því að mað- urinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostn- aðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í sam- tali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæð- ing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjón- ustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingar lækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekju- tapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verð- andi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjöl- skyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. sveinn@frettabladid.is Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir á von á tveimur stelpum í byrjun næsta árs. Hún býr á Ísafirði en er gert að flytja til Reykjavíkur. Aðstöðumunur kvenna mik- ill þegar kemur að áhættufæðingum að mati einu ljósmóðurinnar á Vestfjörðum. Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. Fréttablaðið/anton brinK Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill. Erla Rún Sigur- jónsdóttir, ljós- móðir á Ísafirði Stuðmennirnir Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson sungu af nýjasta afkvæmi sveitarinnar, sem er ekki í formi geisladisks eða plötu, heldur er svokallaður astraltertukubbur, safn laga á USB-lykli. Í bakgrunni má sjá fyrrverandi Stuðmanninn Röggu Gísla ásamt Birki Kristinssyni og plötusnúðinn Andreu Jóns, svo einhverjir séu nefnir. Fréttablaðið/antonbrinK  Jólastuð á Stuðmönnum 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m i ð V i K u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 D -F 6 E 0 1 E 8 D -F 5 A 4 1 E 8 D -F 4 6 8 1 E 8 D -F 3 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.