Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 6
Útgáfa landshlutablaða Óskað er eftir tilboðum í útgáfurétt eftirtalinna landshlutablaða: •Akureyri vikublað •Hafnarfjörður og Garðabær •Kópavogur •Reykjavík vikublað •Reykjanes •Vesturland •Suðri •Vestfirðir •Aldan •Sleggjan •Austurland Ofantaldar eignir eru í eigu þrotabús Pressunnar ehf. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. f.h. þrotabús Pressunnar ehf. Kristján B. Thorlacius hrl., skiptastjóri kristjan@fortislogmenn.is NeyteNdur Þeir sem kaupa jóla- gjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðk- ast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jóla- gjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kenni- tölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kort- ið. Í slíkum tilfellum getur þiggjand- inn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrir- komulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbund- inn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar við- miðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neyt- endaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vör- una á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, fram- Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Engin lög gilda um rétt neytanda til að skila vörum. Framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna segir samtökin reglulega fá erindi vegna jólagjafa. Ekki hægt að skipta gjöfum úr Costco nema hafa persónuupplýsingar um gefandann. Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. Fréttablaðið/anton brynhildur Pétursdóttir. kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neyt- endum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignar- nótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. jonhakon@frettabladid.is Hvít jól í Kænugarði Vetur konungur hefur sýnt mátt sinn og megin undanfarna daga í Úkraínu með tilheyrandi veseni. Samgöngur hafa gengið illa og var herinn kallaður út til að moka stræti höfuðborgarinnar. Sú aðgerð verður skammgóður vermir því búist er við því að áfram muni kyngja niður snjó. Þessir íbúar Kænugarðs munu því sennilega þurfa að ýta fleiri bílum næstu daga. Jólin verða því sannarlega hvít í Úkraínu þetta árið. Fréttablaðið/EPa dANMÖrK Íbúar í Kaupmanna- höfn geta lent á götunni. Þetta hefur fréttavefurinn Berlingske eftir tveimur fræðimönnum sem hafa verið í Barcelona og kynnt sér afleiðingar skammtímaútleigu íbúða í gegnum leigumiðlanir eins og Airbnb. Í Barcelona er skammtímaútleiga á húsnæði svo arðbær atvinnugrein að erfitt er fyrir almenna borgara að finna húsnæði. Nú geta heldur ekki námsmenn og aðrir með litlar tekjur tekið á leigu húsnæði í mið- borg Barcelona eins og áður var hægt. Fræðimennirnir segja Kaup- mannahafnarbúa geta hrakist burt frá borginni ef menn eru ekki á verði. – ibs Vara við Airbnb í Kaupinhafn Hafa þarf varann á vegna airbnb í Köben, segja fræðimenn. norDiCPHotoS/GEttY Fræðimenn segja Kaup- mannahafnarbúa geta hrakist burt úr borginni ef þeir eru ekki á verði. 2 0 . d e s e M b e r 2 0 1 7 M I Ð V I K u d A G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -1 E 6 0 1 E 8 E -1 D 2 4 1 E 8 E -1 B E 8 1 E 8 E -1 A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.