Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 14
Spánn Síðasti dagur kosningabarátt- unnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsi- spennandi. Samkvæmt meðaltali skoðana- kannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúbl- ikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þing- mönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni. Boðað var til kosninga í október- lok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálf- stæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbarátt- unni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurning- una. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, for- maður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálf- skipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkis- stjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskiln- aðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sam- bandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einn- ig á milli flokka innan sömu fylk- ingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fang- elsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“ thorgnyr@frettabladid.is Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráð- herra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. Aðskilnaðarsinnar skjóta föstum skotum hverjir á aðra í baráttunni. „Puigdemont, okkar forseti,“ stendur á þessu plakati í Barcelona, höfuðborg Katalóníu. Gengið verður til kosninga á morgun og er mjótt á munum á milli aðskilnaðarsinna og sambandssinna í spænska héraðinu. NordicPhotos/AFP Sádi-ArAbíA Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar eru í forsvari fyrir gegn Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, skaut niður eldflaug sem stefndi á Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu, í gær. Frá þessu greindu ríkismiðlar þar í landi. Engan sakaði en sjá mátti fjölda mynda af reykjar- mekkinum á samfélagsmiðlum. Eldflaugin stefndi á fund sádi- arabískra leiðtoga í al-Yamama- höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. Á meðal þeirra sem sóttu fundinn var krón- prinsinn Mohammed bin Salman en í al-Yamama eru skrifstofur kon- ungsfjölskyldunnar. Um var að ræða eldflaug af gerð- inni Burkan-2 og sagði sjónvarps- stöðin frá því að skotið væri „svar við svívirðilegum glæpum sem Bandaríkjamenn og Sádi-Arabar hafa framið í Jemen“. Talsmaður ríkisstjórnar Sádi- Arabíu sagði eftir árásina að hún sannaði áframhaldandi stuðning íranskra stjórnvalda við Húta. Sá stuðningur bryti gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ógnaði stöðugleika og friði á svæðinu. Íranar og Sádi-Arabar eiga í eins konar köldu stríði. Borgarastyrj- öldin í Jemen er talin leppstríð þar sem Sádi-Arabar og bandamenn þeirra berjast við Húta sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda. Íranar hafa þó neitað því að þeir sjái Hútum fyrir vopnum. Aðgerðir hernaðarbandalagsins gegn vopnasmygli til Jemens voru hertar eftir svipað eldflaugaskot þann 4. nóvember síðastliðinn. Sameinuðu þjóðirnar hafa þó varað við aðgerðunum þar sem þær hamla matvælaflutningum til landsins. Jemen er nefnilega á barmi hungurs- neyðar sem gæti orðið sú mesta og alvarlegasta í heiminum í áratugar- aðir. Að minnsta kosti 8.670 hafa látið lífið frá því borgarastyrjöldin hófst árið 2015 og 49.960 hafa særst sam- kvæmt SÞ. – þea Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Ef aðskilnaðar- sinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sínar niður sýnir það van- virðingu þeirra fyrir lýð- ræðinu. Carles Puigdemont, formaður JxCat hart hefur verið barist í Jemen undanfarin tvö ár. FréttABlAðið/EPA bAndAríkin Dow Jones-hlutabréfa- vísitalan hefur hækkað um 5.000 stig á einu ári í fyrsta skipti í 121 árs sögu vísitölunnar. Þessu fagnaði Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, innilega á Twitter í gær. „Dow hækkar um 5.000 stig á sama ári í fyrsta skipti í sögunni. Gerum Bandaríkin stórkostleg á ný,“ tísti Trump, í hástöfum þó. Sagði hann jafnframt að virði hlutabréfa myndi halda áfram að aukast eftir að skattalagafrumvarp hans verður samþykkt. „Mesta skattalækkun og umbætur SÖGUNNAR. Njótið, og skapið Fagnar mestu hækkun í sögu Dow Jones-vísitölunnar donald trump, forseti Bandaríkj- anna. NordicPhotos/GEtty fjölda gullfallegra starfa,“ hélt for- setinn áfram. Á mánudag hafði vísitalan aldrei verið hærri og var það í sjötugasta skipti á árinu sem það met er slegið. – þea 5.000 stiga hækkun, rúmlega, hefur verið á Dow Jones á árinu. LESUM UM DÝRIN OG HEYRUM ÞAU TALA Hvað segir köּמurinn? Og hvað segir krummi? Þessi skemmtilega bók gerir börnunum kleiﬞ að lesa um dýrin og heyra þau tala á sinni eigin tungu. 2 0 . d e S e m b e r 2 0 1 7 m i Ð V i k U d A G U r14 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A Ð i Ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -0 5 B 0 1 E 8 E -0 4 7 4 1 E 8 E -0 3 3 8 1 E 8 E -0 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.