Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 24
„Ef ég á að nefna markmið þá viljum við ná svipaðri sölu og Bláa lónið. Þetta er markmið næstu tíu til fimmtán ára en þá yrðum við samt lítið súkkulaðifyrirtæki í hinum stóra heimi,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og einn eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom úti á Granda. Æskuvinirnir Óskar og Kjartan Gíslason matreiðslumaður áttu hug- myndina að stofnun fyrirtækisins árið 2012 en sá síðarnefndi vildi þá opna bakarí sem myndi framleiða sitt eigið súkkulaði. Nú fimm árum síðar framleiðir fyrirtækið um 20 tegundir, selur vörur til um 500 versl- ana erlendis, og í apríl síðastliðnum ákvað svissneski fjárfestingasjóður- inn Quadia að nýta kauprétt sinn á bréfum í félaginu og á nú 30 prósenta hlut. Til marks um metnað þeirra félaga þá nam velta Bláa lónsins í fyrra um tíu milljörðum króna. „Ég var á ákveðnum krossgötum í mínum viðskiptum þegar Kjartan leitaði til mín og það var kominn tími til að breyta til. Við fórum að ræða þetta nánar og mér leist ekki alveg nógu vel á þessa hugmynd um bakaríið. En ég sé nú kannski eftir því í dag eftir velgengni Brauð & Co sem kom í kjölfarið,“ segir Óskar og hlær. „Ég fór til New York og heim- sótti fyrirtækið Mast Brothers sem eru frumkvöðlar í því að framleiða á þessum minni skala. Ég varð ást- fanginn af þessu og sagði Kjartani að ég væri til. Þá fór boltinn að rúlla og við keyptum litlar vélar og gerðum prufur heima í eldhúsi hjá honum og sáum mjög fljótt að við gátum gert gott súkkulaði. Við vissum að við þyrftum flottar umbúðir utan um vöruna enda mikilvægt atriði í markaðssetningu. Þá höfðum við samband við André Úlf Visage, vin Kjartans [og fyrrverandi hluthafa í fyrirtækinu], og níu mánuðum eftir að við byrjuðum að pæla hófst fram- leiðslan eða í nóvember 2013,“ segir Óskar. Byrjuðu í 100 fermetrum Framleiðsla Omnom hófst í gamalli bensínstöð Skeljungs við Austur- strönd á Seltjarnarnesi. Þar var fyrir- tækið rekið á um 100 fermetrum en það framleiðir súkkulaði beint úr kakóbauninni og flytur ekki inn kakómassa ólíkt öðrum fyrir- tækjum í sömu grein. Óskar lýsir því á skemmtilegan hátt hvernig þeir Kjartan hafi sest niður á kaffihúsinu Reykjavík Roasters þar sem fyrstu súkkulaðiplötur þeirra voru seldar. Fylgdust þeir spenntir og ánægð- ir með þegar erlendur ferðamaður keypti súkkulaðið með kaffibollan- um. Eftir það var reksturinn að sögn Óskars ævintýri líkastur þar sem þeir kepptust við að koma vörunum inn í stórar verslanir hér heima. Stórt skref var svo stigið þegar þær urðu fáan- legar í Leifsstöð og allt gerðist þetta fyrir áramótin 2013. „Við vorum með kaffistofuna niðri í kjallara bensínstöðvarinnar og lag- erinn var rosalega lítill og það bjarg- aði okkur í rauninni hvað allt seldist hratt. Það náðist aldrei að setja inn á lager því við vorum alltaf að selja inn í pantanir. Þar byrjuðum við að taka á móti hópum og einu sinni tókum við á móti 60 manns. Þetta leiddi til þess að við fluttum í núverandi hús- næði,“ segir Óskar og heldur áfram: „Ástæðan fyrir því að við kom- umst inn í þessar verslanir svona fljótt var sú að undirbúningsvinnan var góð og gæðin sömuleiðis. Við vorum alltaf að kaupa nýjar vélar og fjármögnuðum þetta sjálfir eða þar til Arion banki hjálpaði okkur í lok 2014. Síðan sáum við að þetta myndi ekki ganga mikið lengur og fengum lánsfjármagn frá bankanum til að flytja starfsemina í núverandi húsnæði í júlí 2016. Þá fórum við í framkvæmdir hérna og fjárfestingar í nýjum tækjum og vélum og það fór auðvitað langt fram úr áætlun eins og gengur og gerist. Það að komast inn í Leifsstöð hefur hjálpað okkur gríðarlega í þessum vexti en þetta er búin að vera 30-40 prósenta og upp í 100 prósenta aukn- ing milli mánaða og ára uppi í Leifs- stöð. Ef ég er hreinskilinn þá var ekki til neitt rosalega stórt plan um hvað við ætluðum að gera. Við vildum bara gera góða vöru og þessi sala og dreifing hefur einhvern veginn þróast af sjálfu sér. Það var síðan haft samband við okkur fljótlega frá Rocky Mount- ains hluta Whole Foods verslana- keðjunnar og þar í rauninni hefst útflutningur okkar til Bandaríkjanna. Við fengum þá dreifingaraðila til að byrja í litlum búðum en erum ekki enn farnir að selja í Whole Foods. Við erum í sirka 250-300 búðum í dag í Bandaríkjunum og gríðarlega mikill áhugi alls staðar að. Þar skiptir máli bæði samfélagsmiðlarnir sem hafa hjálpað okkur og einnig Leifs- stöð enda varan að fara þaðan út um allan heim. Það tók aftur á móti á að komast hingað. Bæði fjárhagslega og ákveðin stefnumótun og þá breytt- ist hluthafahópurinn og við keyptum út tvo hluthafa sem voru hér áður,“ segir Óskar og svarar að Omnom hafi þurft að segja nei við verslana- keðjuna Whole Foods í um þrjú ár. Vörur fyrirtækisins séu nú að mestu leyti seldar í litlum smásöluversl- unum á víð og dreif um Bandaríkin. Þeim Kjartani hafi verið ráðlagt að byrja þar áður en sala í Whole Foods myndi hefjast. „Það er auðvitað algjör risi sem getur verið erfitt að eiga við og við þurfum þá að geta boðið rétta verðið því í dag erum við kannski aðeins of dýrir fyrir Whole Foods til að vera sjálfbærir þar inni. Við höfum verið á bremsunni varðandi útflutning enda haft augun á að gæðin séu mikil og það er hugsanlegt að við förum í einhverjar Whole Foods verslanir á næsta ári.“ Dorrit að þakka Óskar segir að stuttu eftir að breyt- ingin varð á hluthafahópnum hafi núverandi stjórnarformaður Omnom, Svisslendingurinn Eric Christian Archambeau, gengið inn um dyrnar. Hann var þá á ferðalagi hér á landi og hafði heyrt af Omnom í gegnum breskan kaupsýslumann sem flytur súkkulaðið inn til Bret- lands. Sá hafi komist í kynni við fyrir- tækið í gegnum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Nokkrum mánuðum síðar hafi Quadia, sem hefur aðsetur í Genf, ákveðið að fjár- festa í fyrirtækinu og er nú annar stærsti hluthafi þess. Quadia rekur skrifstofu í London og sérhæfir sig að sögn Óskars í fjárfestingum í sjálfbærri matvælaframleiðslu og umhverfisvænni orku. „Á bak við sjóðinn standa aðilar sem við vitum aðeins hverjir eru en það er hópur sem á eftir að hafa mikil áhrif á hvað þetta fyrirtæki mun gera og verða í framtíðinni. Það var aðallega tvennt sem fylgdi þeim og Omnom vill ná sölutölum Bláa lónsins Framkvæmdastjóri súkkulaðigerðarinnar Omnom á sér það markmið að tekjur fyrirtækisins vaxi í átt að veltu Bláa lónsins. Tveir æskuvinir standa að fyrirtækinu sem selur vörur til 500 verslana erlendis. Svissneskur fjárfestingasjóður keypti 30 prósenta hlut. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri og hluthafi í súkkulaðigerðinni Omnom, er búinn að vera í fyrirtækjarekstri meira og minna frá átján ára aldri. FréttaBlaðið/antOn Brink Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS FRAMTÍÐARLAUSN Í BÓKHALDINU FJÁRHAGUR VIÐSKIPTAVINIR LÁ NA DR OT TN AR VERKBÓKHALD BIRGÐIR LA UN AB ÓK HA LD ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U d A G U r4 markaðurinn 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -3 7 1 0 1 E 8 E -3 5 D 4 1 E 8 E -3 4 9 8 1 E 8 E -3 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.