Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 10
Hugvit „Út frá sjónarhorni mínu sem skákmaður þá er þetta einhver ótrúlegasti viðburður sem ég hef séð í skáksögunni,“ segir alþjóðlegi skák- meistarinn Björn Þorfinnsson um skákforrit Google, Alpha Zero. Segja má að forritið hafi pakkað saman einu öflugasta skákforriti heims, Stockfish 8. Forritunum var att saman í 100 skákum, þar sem Stockfish vann ekki eina einustu skák. Alpha Zero vann 28 skákir en 72 lyktaði með jafntefli. Björn segir að viðburðurinn sé á allra vörum í skákheiminum, bæði hérlendis og ytra. Hann segir að þetta hafi komið mönnum í opna skjöldu en 5. desember birti Google, án fyrir- vara, skýrslu um Alpha Zero, þar sem einvígi þessara véla var krufið. „Þetta er dagurinn sem allt breytist,“ segir Björn og hlær. Það magnaðasta við AlphaZero er að forritið er sjálfnuma. Skaparar þess kenndu því mannganginn en afgang- inn lærði það með að tefla við sjálft sig. Að sögn Björns reiknar Stockfish út 70 milljón niðurstöður á sekúndu en Alpha Zero „ekki nema“ 80 þúsund á sama tíma. Munurinn sé hins vegar sá að Stockfish eyði tíma í að reikna út niðurstöður allra leikja, líka þeirra sem engu skili. „Þegar ég tefli fæ ég hugmyndir um þrjá til fjóra leiki og reyni svo að velja þann sem leiðir til bestu niðurstöðunnar. Alpha Zero beitir svipaðri aðferðafræði og eyðir bara kröftum sínum í það sem máli skiptir. Aðferðin er í senn skilvirkari og mannlegri,“ segir hann en bætir við að forritið finni inn á milli leiki sem stórmeistara myndi aldrei detta í hug. Dæmi um slíkan leik sé að finna í fimmtu skákinni milli tölvuforritanna þar sem Alpha Zero leiki biskupi beint í dauðann í leik númer 21. „Þar er um að ræða stöðu sem sterkustu tölvur hafa verið látnar reikna út. Þær skilja ekki leikinn. Ekki nokkrum lifandi manni myndi detta í hug að tefla á þennan hátt,“ segir Björn. Smám saman leiði skákin þó hugsunina að baki leiknum í ljós. Hann segir að einhver hafi komist þannig að orði að Alpha Zero léki eins og geimvera. Um hríð hefur skákheimurinn að sögn Björns litið svo á að ákveðinni fullkomnun hafi verið náð á sviði skákforrita. Geta forritanna hafi nán- ast verið stöðnuð og enginn hafi séð fyrir sér að bylting gæti átt sér stað. „Þetta eru glæsilegar skákir. Menn héldu að það væri ekki hægt að vinna tölvu svona. Venjulega, ef þú missir peð gegn ofurtölvu, þá geturðu nán- ast bókað tap. En Alpha Zero vinnur með því að fórna peðum og jafnvel riddurum og biskupum miskunnar- laust. Rauði þráðurinn er sá að Alpa- Zero reynir að hefta virkni manna andstæðingsins og tekst það yfirleitt á ótrúlegan hátt,“ útskýrir Björn. Það sé því miklu skemmtilegra að fylgjast með Alpa Zero tefla en hefðbundnum skákforritum. „Það eru allir alveg dol- fallnir yfir þessu.“ Skákin hefur að sögn Björns lengi verið prófsteinn á gervigreind. Um skák gildi fastmótaðar reglur en mannlegt innsæi þurfi til að ná árangri. Þess vegna hafi skákin lengi verið „hið heilaga gral í gervigreind“. Hann segir að í kjölfar þessarar upp- götvunar séu menn farnir að spá því að tæknina megi nota til þess að leysa mikilvægari mál, til dæmis uppgötva nýjar stjörnur eða leita að lækningum við sjúkdómum. Björn tekur undir þau sjónar- mið sem heyrst hafa að Google hafi sennilega engan áhuga á að búa til skákforrit heldur noti skákina til þess að hrifsa til sín frumkvæðið í gervigreindarkapphlaupi stórfyrir- tækja. Hann segir það hins vegar ekki draga úr gildi þessa einvígis, sem skákheimurinn allur hafi hrifist af. „Maður er búinn að dást að afrekum Magnúsar Carlsen [ríkjandi heims- meistara í skák, innsk. blm.] í rúman áratug en þetta óvænta útspil Google er eiginlega stærra en það.“ Aðspurður hvernig Carlsen myndi farnast gegn Alpha Zero þá er svarið afdráttarlaust: „Alpha Zero myndi rústa Magnúsi Carlsen, líklega 100-0.“ baldurg@frettabladid.is Skákheimurinn dolfallinn eftir vaska framgöngu Alpha Zero Skákforrit sem byggir á gervigreind á vegum Google hefur sett skákheiminn á hliðina. Forritið lærði skák af sjálfsdáðum. Alpha Zero tefldi hundrað skákir við öflugasta skákforrit heims án þess að tapa. Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson segir að Magnús Carlsen ætti ekki minnsta möguleika gegn Alpha Zero. RafbílaR „Á meðan rafbílaeigendur eru ekki í vandræðum með að fá hleðslu þá horfum við fram hjá þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Í Facebook- hópnum Rafbílar VFÍ hafa reglulega verið birtar myndir af bensínbílum sem lagt hefur verið í stæði sem ætluð eru þeim sem þurfa að hlaða rafbíla. Einnig hafa birst myndir þar sem rafbílaeigendur leggja í stæðin án þess að hlaða. Á það er bent að stæðin við hleðslustöðvarnar séu ekki langtímastæði fyrir rafbíla. Nokkrar myndir hafa verið birt- ar af stæðum við IKEA, en við versl- unina eru 50 hleðslustöðvar fyrir viðskiptavini – og raunar önnur tíu fyrir starfsfólk. Á meðfylgjandi myndum má sjá bensín- og dísil- bíla í stæðunum sem auðkennd eru með grænum lit. Þórarinn hefur orðið var við umræðuna en segist ekki fá kvartanir á sitt borð. „Menn geta alveg sleppt því að móðgast fyrir mína hönd. Það er skortur á stæðum á svæðinu og sá dagur er enn ekki runninn upp að öll hleðslustæðin séu nýtt,“ segir hann. Framkvæmdastjórinn hefur því skilning á því að hleðslustæðin, sem séu mjög nálægt innganginum, geti freistað viðskiptavina þegar kalt er í veðri. „Þetta minnir pínulítið á hvernig fólk hagaði sér einu sinni gagnvart stæðum fyrir fatlaða,“ segir hann. Í því samhengi tekur hann fram að við IKEA sé að finna sérstakt stæði fyrir fatlaða rafbíla- eigendur. „Það er svolítið sárt að sjá menn misnota það.“ – bg Skilur vel að hleðslustæðin freisti Mikið er um að hleðslustæði fyrir rafbíla séu notuð af bílum sem ekki þurfa á hleðslu að halda. Hér eru fjórir slíkir bílar. Mynd/RagnaR EyþóRsson Björn hefur rýnt í skákir alpha Zero og hrifist af, sérstaklega af hinum stórfenglega 21. Bg5!! sem sést á stöðumyndinni. fRéttaBlaðið/anton BRink feRðaþjónusta Borgaryfirvöld hafa nú til meðferðar fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja 446 herbergja hótel á Hlíðar- enda undir Öskjuhlíð. Samkvæmt fundargerð skipulagsfulltrúa yrði húsið kjallari og fjórar hæðir og herbergjahlutinn gerður úr tilbún- um einingum. Ekki kemur fram hver umsækjandinn er en eigandi lóðar- innar sem um ræðir, Hlíðarenda 16, er félagið O1 ehf. – gar Hótel með 446 herbergjum DanMÖRK Flóttamenn og aðrir ein- staklingar frá löndum utan Evrópu- sambandsins ganga nú í meiri mæli í störf Pólverja og annarra Austur- Evrópumanna sem haldið hafa heim frá Danmörku. Samtímis ríkir ágreiningur milli stjórnvalda og Danska þjóðarflokksins um hvort senda eigi flóttamenn úr landi. Hagfræðingar benda á að danski vinnumarkaðurinn  sé háður erlendu vinnuafli. – ibs Flóttamenn í stað Pólverja nOReguR Kaupmenn í Svíþjóð við landamæri Noregs senda rútur til nágrannalandsins eftir norskum vi ð s k i p t avi n u m . S a m k væ m t norskum tollayfirvöldum freistast margir Norðmenn til að koma með of mikið af kjöti heim en það er einkum sú vara sem freistar þeirra. Sænska ríkisútvarpið hefur það eftir Norðmanni að kílóið af rifjasteik, sem gjarnan er á borðum Norðmanna um jólin, kosti um 200 norskar krónur í Noregi. Í Svíþjóð sé kílóið á 29 krónur. Tugir sænskra langferðabifreiða sækja Norðmenn í hverri viku til að þeir geti verslað í Svíþjóð. Norð- menn mega taka með sér 10 kg af kjöti yfir landamærin. Þeir kaupa hins vegar oft miklu meira og dæmi eru um að norski tollurinn hafi lagt hald á eitt tonn af kjöti í einni rútunni. Sjálfir fara Svíar með langferðabif- reiðum til Þýskalands til að kaupa ódýrt áfengi. – ibs Senda rútur á eftir kúnnunum norðmenn ferðast langar leiðir til að kaupa kjöt í svíþjóð. noRdiCPHotos/gEtty 28 skákir vann AlphaZero í 100 skáka einvígi við Stockfish. AlphaZero reiknar út mun færri niðurstöður fyrir hvern einasta leik en hefð- bundið skákforrit. 2 0 . D e s e M b e R 2 0 1 7 M i ð v i K u D a g u R10 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -2 D 3 0 1 E 8 E -2 B F 4 1 E 8 E -2 A B 8 1 E 8 E -2 9 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.