Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 36
Markaðurinn Miðvikudagur 20. desember 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur Pressumál af minni hálfu er ekki flókið mál. Ég og fleiri töpuðum talsverðum fjármunum á félaginu og ekkert sem við getum gert í því nema séð eftir þátttökunni. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen 19.12.2017 Gleðileg jól og farsælt komandi ár PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is Reykjavík | Akureyri | Húsavík | Hvolsvöllur | Selfoss | Reykjanesbær Fjárfestingafélagið KEA hefur keypt átta pró- senta eignarhlut í framtakssjóðnum TFII slhf. sem er í umsýslu Íslenskra verðbréfa. Sjóður- inn er þrír milljarðar að stærð og var settur á laggirnar fyrr á árinu og er ætlað að fjárfesta í óskráðum milli- og meðalstórum fyrirtækjum. Verður aðaláherslan lögð á fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins. Frá þessu er greint á heimasíðu KEA. Hlut- hafar framtakssjóðsins, sem eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar, eru átján talsins. Kaup KEA á hlut í TFII voru gerð samhliða því að félagið seldi allan 22 prósenta eignarhlut sinn í Hreinsitækni fyrir skemmstu. Kaupandinn að þeim hlut var TFII og á sjóðurinn rúmlega helming hlutafjár í Hreinsitækni eftir við- skiptin. Stefnt er að því að framtakssjóðurinn TFII verði fimm milljarðar króna að stærð. Fjárfest- ingatímabil er þrjú ár frá fyrstu lokun og leitast verður við að selja allar fjárfestingar sjóðsins innan 5 ára frá lokun fjárfestingatímabils. – hae kEa kaupir átta prósenta hlut í TFii Athyglisvert er að lesa um risa- kaup Disney á tilteknum eignum Twentieth Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Banda- ríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta stærsta gagn- sókn hefðbundins fjölmiðlafyrir- tækis gegn nýmiðlunum til þessa. Disney er að hasla sér völl gegn aðilum á borð við Netflix sem byggja veldi sitt á framleiðslu á eigin efni sem þeir streyma gegnum internet- ið. Raunar fylgir sögunni að Disney líti einnig á bæði Facebook og YouTube sem keppinauta. Það gefur góða vísbendingu um þankagang þeirra sem stýra Disney-skútunni. Með í kaupunum fylgir fjöldinn allur af kvikmynda- og sjónvarps- stúdíóum, sem framleiða allt frá Hollywood-stórmyndum, þátta- röðum eins og Simpsons og bresku efni á borð við Broadchurch. Hlutur Fox í efnisveitunni Hulu fylgir með en einnig hefur verið gefið út að Disney ætli að setja á laggirnar tvær streymiþjónustur til viðbótar. Skilaboðin eru skýr. Disney ætlar að eiga bæði efnið og dreifileiðina. Þessu til viðbótar á Fox tæplega 40% í breska sjónvarpsrisanum Sky, og hefur gert yfirtökutilboð í það sem upp á vantar. Innan Sky er sennilega mesta sérþekking á íþróttaefni sem fyrirfinnst. Líklegt er að Sky ætli sér stóra hluti á því sviði einnig. Í öðru lagi þá er merkilegt að bera kaup Disney á Fox saman við nýleg kaup Vodafone á sjónvarps- og fjar- skiptarekstri 365 miðla hér á landi. Þar er hugsunin vafalaust svipuð þeirri hjá Disney, en gott að sjá að innlendir aðilar virðast fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Athyglisvert verður að fylgjast með stjórnendum Vodafone kynna kaupin betur fyrir markaðnum á nýju ári. Loks marka kaup Disney á Fox þáttaskil á breskum og bandarískum markaði að því leyti að Rupert Murdoch, sem verið hefur valdamesti maður heims að sumra mati gegnum eignarhald sitt á fjölmiðlum, dregur nú verulega úr umsvifum sínum. Murdoch hefur iðulega verið réttum megin sögunnar þegar kemur að sviptingum á fjölmiðlamarkaði og því veit á gott fyrir Disney að hann verði nú meðal stærstu eigenda sam- einaðs félags. Murdoch veit sínu viti hvað sem mönnum kann að finnast um hann að öðru leyti. Breytt landslag 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 E -3 7 1 0 1 E 8 E -3 5 D 4 1 E 8 E -3 4 9 8 1 E 8 E -3 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.