Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 30
Skam þættirnir hafa slegið í gegn hjá unglingum um allan heim, jafnvel þótt þeir hafi ekki enn verið sýndir með enskum texta. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Kannanir sýna að margir kvíða fyrir jólaveislum. Sumir fyllast kvíða við tilhugsunina um að þurfa að skemmta sér með öðrum en vanalega og óttast að vera ekki nógu skemmtilegur eða áhugaverður félagsskapur. Aðrir óttast sífellt að gera sig að fífli og hafa sérstakar áhyggjur af því að gera eitthvað sem þeir sjá eftir undir áhrifum áfengis. En það eru til nokkur góð ráð sem geta hjálpað fólki að höndla kvíð- ann og gera sig ekki að fífli, hvort sem það er í veislu með vinum, fjöl- skyldu eða vinnufélögum. Fyrsta og mikilvægasta ráðið er að fara varlega í áfengið. Það getur gert kvíðann og óöryggið bærilegra, en það er auðvelt að fara yfir strikið og líða illa eða haga sér á óviðeig- andi hátt. Þegar líður á kvöldið getur kvíði eða aðrar neikvæðar tilfinningar líka komið aftur af auknum krafti. Það er heldur ekki hollt að reiða sig á áfengi til að komast í gegnum mannamót. Ekki fela kvíðann. Láttu einhvern annan vita að þú sért kvíðin(n), til dæmis þann sem bauð þér eða vin þinn sem ætlar líka. Viðkomandi sýnir þér líklega samkennd og nær- gætni og það getur hjálpað þér að slaka á. Ef þú ert líka hreinskilin(n) við fólk sem þú hittir í veislunni og segir því að þú eigir stundum erfitt með veislur er líklegt að fólk sýni þér samkennd og játi jafnvel að því líði eins. Það er um að gera að minnka þrýstinginn á sjálfan sig. Það ætlast enginn til að þú haldir uppi fjörinu. Vertu með félaga. Hvort sem það er til að passa að þú ofgerir þér ekki í drykkjunni eða til að smyrja sam- skipti er gott að hafa smá stuðning. Ef það er enginn á staðnum sem þú vilt halla þér að er líka stundum gott að hafa samband við traustan vin og fá hann til að segja þér eitt- hvað gott um þig. Smá auka sjálfs- traust skemmir ekki fyrir. Ekki vera feimin(n) við að taka hlé frá veislunni og fara afsíðis til að ná áttum. Vertu vakandi fyrir því þegar þú færð nóg. Þú þarft ekki að skamm- ast þín fyrir að fara snemma og það er betra að fara á meðan það er enn gaman og fá góða upplifun en að vera lengur en þig langar og fara að leiðast eða líða illa. Settu þér raunsæ markmið, eins og að kynna þig fyrir tveimur nýjum manneskjum, eða að vera að minnsta kosti klukkutíma í veislunni. Þá verður auðveldara að mæta. Undirbúðu umræðuefni. Það getur verið erfitt að spjalla við ókunnugt fólk en með því að spyrja út í áhugamál er oft hægt að finna sameiginlegan grundvöll og ef þú hefur lesið þér til um málefni líðandi stundar er hægt að ræða íþróttir, fréttir eða kvikmyndir. Ráð gegn jólaveislukvíða Nú er jólahátíðin að skella á með tilheyrandi veisluhaldi og mannamótum. Margir fyllast kvíða fyrir jólaveislur og forðast þær jafnvel alfarið en hér eru nokkur ráð til að gera þær auðveldari. Sumir fyllast kvíða við til- hugsunina um að mæta í jóla- veislu. MYND/NORDIC­ PHOTOS/GETTY Ekki flýja strax. Yfirleitt er kvíðinn verstur fyrst, en þegar þú venst umhverfinu minnkar hann fljótlega. Mættu snemma. Það er eðli- legt að fresta því að mæta ef þú ert kvíðin(n), en það getur verið mun erfiðara að komast inn í samræður þegar líður á veisluna. Mundu svo að fólki finnst þú örugglega vera indæl(l). Svo lengi sem þú ert kurteis á fólki ekki eftir að líka illa við þig eða finnast þú leiðinleg(ur). Á leiðinni heim skaltu líka vera stolt(ur) af sjálfum þér. Þú lést kvíðann og óöryggið ekki koma í veg fyrir að þú gerðir eitthvað og það er ástæða til að vera ánægð(ur) með sig. Norski unglingaþátturinn Skam er gríðarlega vinsæll víða um heim. Norsku þættirnir Skam eru umtöluðustu sjónvarps-þættir árið 2017 samkvæmt Tumblr-listanum. Þættirnir hrinda meira að segja Game of Thrones úr efsta sætinu. Þótt Skam hafi einungis verið sýndir á Norður- löndunum, í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, á Íslandi og í Finnlandi, ná þeir engu að síður miklum vinsældum á alþjóðlegum lista eins og Trumblr er. Á eftir Skam koma Game of Thrones, Stranger Things og Walking Dead. Tumblr samanstendur af 383 milljónum ólíkra bloggnotenda. Sömuleiðis er mikið rætt um Skam á Instagram. Breski miðillinn The Guardian útnefndi Skam bestu þættina fyrir samfélagsmiðlakyn- slóðina sem nú vex úr grasi. Skam þættirnir hafa ekki verið sýndir með enskum texta, en margir aðdá- endur þeirra hafa textað þá sjálfir yfir á enska tungu. Skam þættirnir voru fyrst sýndir á vef NRK og fengu strax ótrúlegt áhorf hjá unglingum. Aðdáendum þáttanna fjölgar stöðugt. Þá hafa heimsóknir á vef NRK, norska ríkissjónvarpsins, aukist umtals- vert frá því þættirnir hófu göngu sína. Metið var 9. þáttur í seríu þrjú sem fékk 1,2 milljónir áhorfenda. Á haustmánuðum 2016 flykktust danskir og sænskir unglingar inn á NRK og horfðu á þættina um leið og þeir glósuðu orðin sem þeir skildu ekki. Nú hefur verið gengið frá sýningu þáttanna í Hollandi, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Þá hefur Simon Fuller keypt réttinn á seríunni í Bandaríkjunum en hann er maðurinn á bak við marga vinsæla sjónvarpsþætti eins og Idol og fleira. Bandaríska útgáfan verður staðfærð fyrir þann markað. Skam heldur vinsældum Norsk ullarnærföt úr einstaklega mjúkri og teygjanlegri 100% merino ull SPORTÍS M Ö R K I N 6 - 1 0 8 R E Y K J AV Í K - S : 5 2 0 - 1 0 0 0 - S P O RT I S . I S Mikið úrval af hágæða vetrarfatnaði í jólapakkann! Peysa kr.11.990.- Buxur kr.10.990.- 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 E -1 4 8 0 1 E 8 E -1 3 4 4 1 E 8 E -1 2 0 8 1 E 8 E -1 0 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.