Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.12.2017, Qupperneq 8
Dómsmál „Niðurstaðan er fengin, hún er skýr og afdráttarlaus. Dóms- málaráðherra braut gegn lögum,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, umsækj- andi um dómarastöðu í Landsrétti. Hæstiréttur dæmdi honum og Ást- ráði Haraldssyni hvorum 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ákvörð- unar Sigríðar Á. Andersen dóms- málaráðherra um að sniðganga þá við skipan dómara. Hæstiréttur telur málsmeðferð ráðherra hafa brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga. Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjanda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. Ráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á lista nefndarinnar og sniðgekk þannig meðal annarra Jóhannes og Ástráð sem stefndu ríkinu. Kröfðust þeir ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningar á skaðabótaskyldu og miskabóta. Hæstiréttur hafði áður  vísað frá dómi aðalkröfum þeirra um  ógild- ingu þannig að eftir stóðu kröfur þeirra um  bótaskyldu og miska- bætur. Hæstiréttur taldi Jóhannes Rúnar og Ástráð ekki hafa lagt fram fullnægjandi gögn til sönnunar því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar ráðherra og var viður- kenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar var fallist á miskabóta- kröfur þeirra og þeim dæmdar 700 þúsund krónur í bætur. Hæstiréttur telur að Sigríði hafi mátt vera ljóst að gjörðir hennar gætu bitnað á orð- spori mannanna og orðið þeim að meini. Íslenska ríkið þarf líka að greiða málskostnað tvímenninganna sem nam einni milljón króna hjá hvorum. Jóhannes kveðst sáttur við niður- stöðuna. „Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Það er sérstaklega tekið fram í dómn- um að embættið heyrir ekki undir boðvald ráðherrans og því ástæða til að fara enn varlegar en ella.“ Jóhannes segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur að fá efnis- lega umfjöllun dómstóla um máls- meðferð og ákvörðun ráðherra og Alþingis. Sigríður kveðst fegin að málinu sé nú  lokið áður en Landsréttur tekur til starfa.  Hún mun bregðast við niðurstöðunni með því að setja reglur innan ráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, líkt og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum. „Það mun ekki breytast. Þetta kallar hins vegar á endurskoðun á fyrirkomulaginu við skipan dómara.“ Sigríður kveðst ósammála dómn- um um að hún hafi brotið stjórn- sýslulög. „Mér er fullkunnugt um reglur stjórnsýsluréttarins. En ég ætla ekki að deila við dómarana. Þetta kallar á breyttar reglur, breytta framkvæmd og  er sjálfsagt að bregðast þannig við þessari niðurstöðu. Ég er ekki fyrsti ráðherrann og örugglega ekki síðasti sem er aðili að máli þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að reglur hafi verið brotnar. Ég stend með þessari ákvörðun minni alveg eins og Alþingi hefur gert og hefur verið staðfest af Hæstarétti sem vísaði frá kröfu um ógildingu á þessari skipun. Það stend- ur.“ mikael@frettabladid.is Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. Sigríður Á. Andersen kveðst ósammála dómnum en boðar nýjar reglur í ráðuneytinu. Sigríður Á. Andersen kveðst standa með ákvörðun sinni og er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. FréttAblAðið/Ernir Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlög- maður stjórnsýsla Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Gunnari Einarssyni bæjarstjóra að „mótmæla ein- hliða ákvörðun Vegagerðarinnar um yfirfærslu á veghaldi Álftanes- vegar“. V e g a g e r ð i n v í s a r t i l ákvæða vegalaga þar sem fjallað er um sameiningu sveitarfélaga. „Þegar sameining sveitarfélaga hefur þau áhrif að vegur færist úr flokki stofnvega í flokk sveitar- félagsvega skuli Vegagerðin halda veginum í að hámarki fimm ár frá sameiningu. Að þeim tíma loknum skal vegurinn afhentur sveitarfélaginu að fullu,“ segir í bréfi Vegagerðarinnar til Garða- bæjar. Eins og kunnugt er sameinuð- ust Garðabær og Álftanes eftir íbúakosningar haustið 2012 og tók sameiningin gildi 1. janúar 2013. „Því er ljóst að Vegagerðin hefur ekki heimild til að halda veginum við lengur en til næst- komandi áramóta,“ segir Vega- gerðin. „Garðabær annast að fullu og ber ábyrgð á veghaldi Álftanes- vegar frá 1. janúar 2018.“ Um sé að ræða 4,1 kílómetra langan veg- kafla með tveimur hringtorgum frá Hafnarfjarðarvegi að Bessa- staðavegi. Vegagerðin óskar eftir fundi með Garðbæingum sem fyrst til að ræða nánar málefni vetrarþjónustu og viðhald Álftanesvegarins. Bæjaráð- ið bendir hins vegar á að yfirfærsla vegarins eigi að gerast á grundvelli samnings milli aðila. Meðal annars þurfi að tryggja fjármagn til sveitar- félagsins vegna breytingarinnar. – gar Garðabær neitar að taka við Álftanesvegi nema með fjárframlagi Garðabær annast að fullu og ber ábyrgð á veghaldi Álftanesvegar frá 1. janúar 2018. Úr bréfi Vegagerðarinnar til Garðabæjar þórshöfn „Þetta er ákvörðun sem á að taka með faglegum rökum en ekki með pólitík,“ segir Siggeir Stefáns- son, fulltrúi minnihluta U-listans í sveitarstjórn Langanesbyggðar, sem lagt hefur fram lista með nöfnum 30 prósenta kjörbærra íbúa í sveitar- félaginu með áskorun um að kosið verði um staðsetningu nýs leikskóla. „Greinilegt er að íbúar vilja taka þátt í ákvörðuninni um staðsetningu nýs leikskóla og hefðu íbúar Langa- nesbyggðar þá möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri,“ segir í bókun U-listans í málinu. Húsnæði núverandi leikskóla á Þórshöfn er illa farið og eining um að nýtt húsnæði þurfi. Meirihluti N-lista og L-lista vilja byggja við núverandi húsnæði nærri heilsu- gæslunni en fulltrúar U-listans vilja byggja nýjan  leikskóla áfastan við Grunnskóla Þórshafnar. Þeir vitna til ráðgjafar Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við kennaradeild Háskóla Íslands. Ingvar hafði áður  stutt að leik- skólinn  yrði  byggður við grunn- skólann og sagt fyrir því bæði fagleg og rekstrarleg rök. Hann  kveðst í umsögn  hafa í aðdraganda íbúa- fundar um málið gert könnun á því hvernig samskipan leikskóla og grunnskóla hefur gengið annars staðar og fengið svör frá níu skóla- stjórum. Niðurstaðan hafi verið sú að kostir væru miklu fleiri en gallar. „Fyrir lítið sveitarfélag er afar skynsamlegt, bæði af rekstrarlegum og faglegum ástæðum, að hafa leik- og grunnskóla í sömu byggingu, sé þess nokkur kostur. Margt bendir líka til þess að virðisaukinn af þessu fyrirkomulagi sé mestur þegar bæði stigin lúta sömu stjórn,“ segir í umsögn Ingvars. Það sé afar miður að  meirihluti sveitarstjórnar vilji ekki skipta um skoðun. „Við fögnum öllum góðum áskorunum en þetta er fullt seint í rassinn gripið því þetta verk er komið á framkvæmdastig,“ segir Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti. Fyrsta skóflustunga hafi verið tekin fyrr í þessum mánuði og verið sé að undirbúa útboð á verkinu. „Það var ekki farið eftir lögum og reglum við þessa undirskriftasöfnun þannig að hún er í raun ómarktækt plagg. Undirskriftalistarnir hafa þess utan ekki verið afhentir mér vitanlega.“ gar@frettabladid.is Of seint í rassinn gripið segir oddviti um undirskriftir Dómsmál Karlmaður var fyrir helgi dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefn- um inn á Litla-Hraun. Refsingin er bundin skilorði til tveggja ára. Brot mannsins, sem hann játaði fyrir dómi, átti sér stað 1. ágúst á þessu ári. Maðurinn ætlaði að heimsækja fanga sem vistaður var í fangelsinu. Við skoðun fyrir heim- sókn fundust í nærbuxum hans 298 einingar af LSD, 42 töflur sem inni- héldu búprenorfín og 13 töflur sem innihéldu metýlfíndat. Auk refsingarinnar var maðurinn, sem ekki hefur áður gerst brotlegur við lög, dæmdur til að sæta upp- töku á efnunum og til að greiða allan sakar kostnað. Hann nam 250 þúsund krónum. – jóe Reyndi að smygla efnum á Litla-Hraun Grunnskólinn er norðarlega en leikskólinn meira miðsvæðis. FréttAblAðið/PjEtur 2 0 . D e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -3 2 2 0 1 E 8 E -3 0 E 4 1 E 8 E -2 F A 8 1 E 8 E -2 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.