Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Gleymum því heldur ekki að það er vel hægt að halda í sína guðstrú, iðka hana og rækta, þótt þjóðkirkjan hafi verið yfir- gefin. Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræð-unni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fá inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðu- neyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuð- borgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skamm- tímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Koma svo SSH! Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG í Suðvestur­ kjördæmi Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðan- lega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðis- vandanum. Vinir kvaddir Lögregla og tollayfirvöld greindu frá einu stærsta fíkniefnabrota- máli á blaðamannafundi í fyrra- dag. Árangurinn var afrakstur af löngu samstarfi íslenskra lögreglu- og tollayfirvalda við löggæslustofnanir í Evrópu. Greinilegt er að þeir Íslendingar sem komu að verkefninu una vel sínum hag, því þegar fréttastofa 365 hafði samband við lögreglu- embættið á höfuðborgarsvæðinu í gær til að fá frekari upplýsingar um málið, fengust þau svör að eftir langan dag hefðu þeir lögreglumenn sem komu að aðgerðinni kvatt erlenda sam- starfsmenn sína í fyrrakvöld og hugsanlega yrði ekki unnt að ná í þá fyrr en á hádegi næsta dag. Harði pakkinn til biskups Það var rausnarlegt af ríkis- stjórninni að samþykkja að veita samtals 4,6 milljónir króna í viðbótargreiðslur til hælisleit- enda og hjálpa þeim að halda gleðileg jól. Gjöfin er þó ekki jafn rausnarleg og gjöfin sem Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, fékk frá kjara ráði. Nýr úrskurður kjararáðs hljóðar upp á nær 18 prósenta hækkun launa hennar. Hækkunin er afturvirk um eitt ár og fær biskup rúmar 3,3 milljónir í eingreiðslu. Rúmlega tvo þriðju af því sem 518 hælisleitendur fengu samanlagt í tilefni af jól- unum. Vonandi getur Agnes nú haldið gleðileg jól. jonhakon@frettabladid.isJárn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Það er einhver grundvallarvitleysa í til-veru, starfsemi og ákvörðunum kjara-ráðs. Eitthvað sem gengur ekki upp og veldur því að himinn og haf eru á milli þjóðarinnar sem borgar launin sem kjara ráð ákvarðar og þeirra sem þau þiggja. Kjararáð er sjálfstætt ráð en skipað af þeim stéttum sem síðan þiggja þau laun sem ráðið ákvarðar. Laun æðstu embættismanna ríkisins, stjórnmálamanna og svo einnig kirkjunnar vegna þess að hún er víst enn þá ríkisstofnun þrátt fyrir allt. Í þessu fyrirkomulagi samtryggingar liggur hundurinn grafinn. Þetta er dálítið eins og starfsfólk fyrirtækis setti á laggirnar kjararáð á meðal starfsmanna og annarra sem það treysti til þess að ákveða kaup sitt og kjör en eigendur og rekstraraðilar fengju ekkert um það að segja. Hlutverk þeirra væri að borga launin sem ráðið væri á því að þau teldust sanngjörn fyrir alla þessa vinnu og ábyrgð, svona auk þess að halda jólaboð og passa upp á móralinn. Það er hætt við að slíkur rekstur færi ekki vel. Og nú er komið að kirkjunnar þjónum að fá sitt. Fá launahækkun sem er langt umfram það sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum splæsir kjar- aráð eins og svo oft áður í að hafa þetta afturvirkt. Þannig fær biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, launahækkun upp á 271.000 kr. á mánuði eða sem nemur umtalsvert meira en mánaðargreiðslu lífeyr- isþega sem býr einn. Kjarabótin er afturvirk um eitt ár og því á biskup von á eingreiðslu upp á 3.252.000 kr. fyrir skatt. Þetta slagar upp í sömu upphæð og ríkisstjórnin er svo kát með að vera búin að redda öllum hælisleitendum á Íslandi. Enn eru ótaldar allar hinar hækkanirnar og heildarkostnaðurinn. Dýrt er drottins orðið segir í Sögu Ólafs hins helga í Biskupasögum og það stendur greinilega ekki til að gefa neinn afslátt þrátt fyrir að sífellt fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni. Hvað þá að hafa í huga að kannanir benda til þess að meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kirkjunnar fólk og kjararáð ættu kannski að hafa í huga að þeim mun færri sem eru innan safnaðarins, þeim mun færri standa straum af þessum kostnaði og þar með eykst hlutur þeirra sem vilja ekkert með þjóðkirkjuna hafa. Gleymum því heldur ekki að það er vel hægt að halda í sína guðstrú, iðka hana og rækta, þótt þjóðkirkjan hafi verið yfirgefin. Fjölmargir Íslendingar hafa einmitt valið að yfir- gefa þjóðkirkjuna á síðustu árum og þá ekki síst á þeim forsendum að þetta ríkisfyrirkomulag sé bullandi tímaskekkja og breikkandi gjá sé á milli siðferðisvitundar þeirra og stjórnenda kirkjunnar. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að kjararáð standi frammi fyrir viðlíka afstöðu þjóðarinnar enda löngu tímabært að gjörbreyta skipan þess og starfsemi. Því þessi sjálftaka ráðandi embættisstétta er ekki lengur þjóðinni bjóðandi eða á vetur kjara- samninga á almennum launamarkaði setjandi. Tímaskekkja 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U d A G U r16 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -0 0 C 0 1 E 8 D -F F 8 4 1 E 8 D -F E 4 8 1 E 8 D -F D 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.