Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 52
Hrútur
Hrútar eru orkumiklir og
drífandi, athafnasemi er
þeirra bensín í lífinu.
Hrúturinn kemur hlut-
unum af stað og þarf áskoranir, því
er tilvalið að senda hann á þyrlu-
skíði, eða á köfunarnámskeið í
Karíbahafinu. Vilji maður gefa
hrútnum skartgripi eða fatnað er
frumskilyrði að það sé litríkt og
glitrandi. Enginn demantur er of
stór fyrir hrútinn.
Naut
Nautið er gæflynt og jarð-
bundið en það er einnig
mikill nautnabelgur og
elskar lúxus. Hér dugar
ekkert ódýrt glingur og kassavín.
Súkkulaði af betri gerðinni,
kampavín og kavíar og auðvitað
eitthvað lítið og dýrt (helst glitr-
andi) er á óskalista nautsins.
Tvíburi
Tvíburinn dvelur ekki í
kyrrstöðu, hann er
mannblendinn og hefur
gaman af því að tjá sig og
vera í samskiptum við annað fólk.
Hvað er betra en nýr sími fyrir mál-
glaða og fjöruga tvíburann, iPhone
X eða álíka galdragripur er tilval-
inn í jólapakkann.
Krabbinn
Hin ljúfa og hæverska
krabba kló þarf eitt-
hvað mjúkt og fallegt.
Það skiptir krabbann
miklu máli að hugur fylgi máli og
að gjöfin sé persónuleg. Fallegur
mjúkur baðsloppur og náttföt í stíl
ættu að gleðja krabbann þessi
jólin.
Ljón
Ljónið er konungur dýr-
anna og það ekki að
ástæðulausu. Ljónið þarf
eitthvað litríkt og glitr-
andi, því meira glimmer því betra.
Skærlitir treflar, marglitir sokkar
og glitrandi hálsmen ættu að gleðja
hjarta þess. Þegar kaupa á gjöf fyrir
ljón þarf að hugsa stórt. Gjöfin þarf
að vera áberandi og undirstrika
mikilfengleika persónuleikans.
Meyjan
Fátt gleður hina tækni-
sinnuðu og nákvæmu
meyju meira en sniðug
tæki og dót sem má fikta
í. Það allra nýjasta á eldhústækja-
markaðnum er Sous vide eldunar-
tæki með bluetooth-tengingu,
freisting sem allar meyjur munu
falla fyrir. Nógu margir takkar og
þykkur leiðbeiningabæklingur er
draumur allra meyja.
Vogin
Því fleiri gjafir sem
vogin fær því betra.
Slepptu þér lausum í
búsáhaldadeildinni í
IKEA og kauptu sett af nýjasta og
flottasta postulíninu, og pakkaðu
inn hverju fyrir sig. En gættu að
jafnvæginu, bollarnir verða að vera
átta en ekki sjö því annars fer
vogin á hliðina. Vogin hefur næmt
auga fyrir stíl og því mikilvægt að
velja af kostgæfni og taka enga
áhættu, stílbrot er algjörlega
óleyfilegt.
Sporðdrekinn
Dularfullur og seiðandi,
þessi dreki er ekki opin
bók. Þú getur gleymt
því að setja glitrandi
einhyrningspeysu í jólapakkann –
því yrði ekki vel tekið. Skelltu þér í
Costco og fjárfestu í Ray Ban sól-
gleraugum, það fellur vel kramið
og sporðdrekinn heldur kúlinu.
Sporðdrekinn elskar það sem er
ögrandi og fer leynt, því er kjörið
að gefa honum dót fyrir fullorðna
– eitthvað sem er alveg bannað
börnum.
Bogmaður
Stöðnun er ekki til í orða-
bók bogmannsins, innra
með honum er bullandi
ævintýraþrá sem bíður eftir því að
brjótast út. Góð ferðabók sem
fjallar um framandi áfangastaði
ætti að henta vel í jólapakkann í ár,
jafnvel góð bók um Rússland. Bog-
maðurinn er bjartsýnn og stórhuga
og þarf mikla fjölbreytni og þess
vegna er kjörið að gefa honum ferð
á HM í Rússlandi – HÚH.
Steingeitin
Blessuð Steingeitin er
seinþreytt til vandræða,
hún er varkár og skipu-
lögð og því er tilvalið að
gefa henni fallega dagbók. Stein-
geitin er jarðbundin og hrifin af
náttúrulegum efnum, það stoðar
ekkert að gefa henni fjöldafram-
leidda lundabrúðu, gefðu henni
frekar námskeið í náttúrufræði.
Steingeitin kann að meta það ef
einhver gerir eitthvað fyrir hana og
hún yrði þakklát fyrir gjafabréf í
nudd.
Vatnsberinn
Til að gleðja
vatnsberann þarf
eitthvað óhefð-
bundið og öðru-
vísi. Ef þú finnur verðmætan safn-
grip á eBay þá er það rétta gjöfin.
Það sem er venjulegt er leiðinlegt.
Vatnsberinn kann að meta per-
sónulega gjöf sem er sérstaklega
valin með hann í huga, blekpenni
merktur honum eða síðasti geir-
fuglinn myndi klárlega slá í gegn.
Fiskar
Fiskurinn er viðkvæmur
og rómantískur, og virki-
lega þakklátur fyrir þær
gjafir sem hann fær. Allt
sem tengist vatni er tilvalin gjöf
fyrir fiskinn ljúfa, baðsölt og ilm-
olíur og jafnvel krúttleg baðönd
gæti slegið í gegn. Fiskurinn kunna
að meta rómantíska kvöldstund á
huggulegum veitingastað eða ljúfa
helgi á friðsælu sveitahóteli þar
sem hann getur svamlað um í nota-
legheitum.
astahrafnhildur@frettabladid.is
Það getur verið flókið mál að velja réttu gjöfina
fyrir ástvin en ein leið til að komast hjá vand-
ræðum er að velja gjöf út frá stjörnumerkinu.
Jólagjafir og
stjörnumerkin
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
VERÖLD HVÍLDAR – BETRA BAK LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI
FRÁBÆR JÓLATILBOÐ
Verð frá: 16.990 kr
LÚXUS BAÐSLOPPAR
TILVALIN JÓL AGJÖF
2x5
Þú þarft ekki myndlykil til þess að
horfa á fjölbreytta dagskrá allra
sjónvarpsstöðva 365, tímaflakkið,
Frelsið og Stöð 2 Maraþon Now.
Nánari upplýsingar í síma 1817 eða á 365.is
HEILL HEIMUR
ÁN MYNDLYKILS
2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U d A G U r36 l í f I Ð ∙ f r É T T A b l A Ð I Ð
2
0
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
8
E
-1
9
7
0
1
E
8
E
-1
8
3
4
1
E
8
E
-1
6
F
8
1
E
8
E
-1
5
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K