Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 50
Ég held að til að heimili geti verið virkilega góð varðandi stemningu, þá þurfi að hugsa vel út í lýsingu. Það skiptir höfuð máli, of mikið lýst eða of lítið lýst rými geta virk- að mjög fráhrindandi þótt að öðru leyti sé allt eins og það á að vera,“ segir hönnuðurinn Auður Gná spurð út í hver galdurinn á bak við góða stemningu sé. „Lampar eru oft á tíðum eins og litlir skúlptúrar og margir hverjir alveg tímalausir, þannig að það skiptir miklu máli að eiga falleg ljós. Án réttrar lýsingar er erfitt að ná hlýlegu andrúmslofti, þannig að hún er alltaf grunnurinn að mínu mati.“ Bækur eru áberandi heima hjá Auði Gná, henni þykir nefnilega ómissandi að hafa fallegar bækur í kringum sig. „Mér þykir vænt um bækurnar mínar og finnst gott að grípa í þær þegar ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að útfæra, sama hvort það er varðandi innanhússarkitektúr eða vörurnar mínar frá Further North. Jafnvel matreiðslubækur … sem verður að játast að á mínu heimili eru ekki mikið notaðar til að elda upp úr þótt það standi alltaf til,“ segir Auður sem fær innblásturinn víða að. Púðar, teppi og myndlist gera gæfumun Púðar, gærur og hlý teppi setja svip á sófa Auðar. „Ég verð að eiga góð ullarteppi, án þeirra gæti ég ekki lifað,“ segir Auður sem hannaði sjálf dúskateppið sem prýðir sófann hennar. Þau fást í Rammagerðinni. „Það var frábært að Rammagerðin skyldi sýna þessu áhuga sem var nú ekki sjálfgefið, þar sem teppin eru langt frá því að teljast hefðbundin ullarteppi. Þau eru í grunninn dökk að lit og svo lét ég útbúa úr lopa frá- bæra dúska sem festir eru á teppin, átta dúskar á hvert teppi,“ segir Auður. Gærurnar í sófanum lét Auður svo súta og lita fyrir sig fyrir norðan en hún hefur notað gærur mikið í hönnun sína. Hún hefur lagt áherslu á að fylgjast vel með vinnuferlinu í kring- um gærurnar. „Það hefur ákveðið gildi fyrir mig að vita næstum upp á hár hvaða aðili sá um að vinna skinnin. Mér þykir vænt um að vita hvað það tók mörg handtök að vinna skinnin og þekkja fólkið sem kom að því.“ Punkturinn yfir i-ið er svo öll myndlistin sem prýðir heimili. „Myndlistarverkin mín eru mér kannski kærust, örugglega af því að þau eru svo einkennandi fyrir mitt heimili. Það er einmitt það góða við myndlist, hún býr til sérkenni á heimili fólks ef verkin er ekki að finna á neinu öðru heimili,“ útskýr- ir Auður sem þykir mikilvægt að styðja við myndlistarfólk. Hún segir myndlist einmitt vera tilvalda í jóla- pakkann. „Það er um að gera að gefa myndlist í jólagjöf, sérstaklega ungu fólki. Þannig kviknar áhuginn og getur orðið að alvarlegri söfnunar- áráttu,“ segir hún glöð í bragði. gudnyhronn@frettabladid.is Galdurinn á bak við notalega stemningu Auði Gná Ingvarsdóttur, fagurkera og hönn- uði Further North, hefur tekist að skapa afar notalega stemningu heima hjá sér. Lífið kíkti í heimsókn og fékk góð ráð um hvernig má gera rými notaleg og kósí. Auður hefur náð að blanda nýju og gömlu saman á smart hátt. „Ég er dálítill „second hand-isti“ í þeim skilningi að ég verð sjaldan glaðari en þegar ég finn fallegt notað en vandað húsgagn sem hefur staðist tímans tönn.“ Auður Gná gefur lesendum góð ráð um hvernig má skapa kósí stemningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Auður skreytir með fallegum bókum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKMunir úr ýmsum áttum sem Auður hefur safnað á ferðalögum. Lýsing er númer eitt, tvö og þrjú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Dúskateppið í sófanum er hönnun Auðar. „Dúskarnir eru gerðir í svokall- aðri dúskavél hjá Varma, sem hljómar eins og eitthvert ótrú- lega spennandi leik- fang í mínum eyrum.“ „Kaffivélin mín er altari heimilisins, ég þakka fyrir hana í huganum á hverjum morgni þegar ég bý til fyrsta bollann,“ segir Auður Gná sem þykir ómiss- andi að geta útbúið sér góðan kaffibolla heima. Verð frá Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina Sogavegi 3 Höfðabakka 13.600 kr.kg Súpuhum a r Stór hum a r & 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U d A G U r Lífið 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 E -2 D 3 0 1 E 8 E -2 B F 4 1 E 8 E -2 A B 8 1 E 8 E -2 9 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.