Morgunblaðið - 06.07.2017, Qupperneq 4
Sektir fyrir notkun
farsíma undir stýri
í Evrópulöndum
Heimild: FDM
Fimm hæstu sektirnar
Eistland 400¤
Holland og Skotland 230¤
Danmörk og Slóvenía 200¤
Ítalía 160¤
Noregur 140¤
Fimm lægstu sektirnar
Makedónía 45¤
Ísland og Serbía 40¤
Búlgaría 25¤
Tyrkland 20¤
Lettland 15¤
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Samgöngustofa fagnar því að hreyf-
ing sé komin á þetta mál,“ segir Þór-
hildur Elínardóttir, samskiptastjóri
hjá Samgöngustofu, en ríkissaksókn-
ari hefur gert þá tillögu til dómsmála-
ráðherra að sekt fyrir notkun farsíma
án handfrjáls búnaðar verði 40 þús-
und krónur. Þetta er áttfalt á við nú-
verandi sekt, en ökumenn sem nota
farsíma undir stýri eru í dag sektaðir
um fimm þúsund krónur. Sektin hef-
ur ekki hækkað síðan árið 2006.
„Samgöngustofa hefur lengi hvatt
til þess að sektarupphæðin verði end-
urskoðuð. Núverandi sektarfjárhæð
er gengin sér til húðar fyrir löngu og
hefur núorðið lítinn fælingarmátt
enda hefur upphæðin verið sú sama í
16 ár. Við sjáum að alltof margir öku-
menn nota símann við akstur eða í
stuttu stoppi á rauðu ljósi. Það er orð-
ið löngu tímabært að taka þetta fast-
ari tökum,“ segir Þórhildur en Ísland
er eitt þeirra Evrópulanda þar sem
umferðarsektir eru hvað lægstar.
Undir ökumönnum komið
„Í rannsóknum lögreglu og Rann-
sóknarnefndar samgönguslysa hafa
komið tilfelli þar sem leiddar hafa
verið líkur að því að alvarleg slys og
banaslys hafi átt sér orsakir í notkun
síma undir stýri,“ segir hún en bætir
við að farsímanotkun sem orsakavald-
ur slysa sé að líkindum mjög van-
skráð. Árlega eru um 500 ökumenn
kærðir fyrir notkun farsíma undir
stýri, en mest hafa rúmlega 900 verið
kærðir á einu ári fyrir brotið.
Þórhildur segir að Samgöngustofa
hafi á undanförnum árum staðið fyrir
herferðum gegn farsímanotkun við
akstur og vinni að því að hvetja fólk til
að haga sér í samræmi við það sem
það veit að er rétt. Hugmyndir um að
fastar verði tekið á þeim undantekn-
ingum sem eru á því séu af hinu góða,
því farsímanotkun undir stýri sé
hættuspil og alls ekki einkamál þeirra
sem það stunda.
„Bílstjórar nota farsímana af því
þeir gera ráð fyrir því að sleppa af því
þeir hafa alltaf sloppið. Ef þeir geri
það ekki skipti það svo litlu máli. Það
þarf að gera gangskör að því að upp-
ræta þetta, í þágu umferðaröryggis,“
segir Þórhildur og bætir við að lykill-
inn sé samvinna í fræðslu, forvörnum
og löggæslu.
„Yfirleitt er það þannig að ef slys
verður og lögreglumaður áttar sig á
því að ökumaður hefur ekki haft at-
hyglina á veginum þá er hann spurð-
ur hvar athyglin var áður en slysið
varð. Sumir viðurkenna að hafa verið
í farsímanum, aðrir kannast ekki við
það en þá eru oft vitni sem geta sagt
hvað gerðist,“ segir Ómar Smári Ár-
mannsson, yfirmaður umferðardeild-
ar lögreglunnar.
„Sektir hafa ekki hækkað í áratug
og það er löngu kominn tími til þess.
Það þarf að vera þannig að fólk hugsi
sig tvisvar um áður en það ákveður að
brjóta af sér.“
Lítill fælingarmáttur í sektinni
Ríkissaksóknari leggur til að sektin verði áttfölduð Ísland eitt af þeim Evrópulöndum þar sem um-
ferðarsektir eru með þeim lægstu Árlega um 500 ökumenn kærðir fyrir notkun farsíma undir stýri
Morgunblaðið/Ómar
Sekt Í dag er sekt fyrir að nota far-
síma undir stýri 5.000 krónur.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is
Áratuga reynslaÖrugg þjónusta
Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum,
barmmerkjum og hlutamerkjum og fleira
Stimplar eru okkar fag
það eru skiltin líka
Algengt er að fólk hirði ekki um að ganga þannig frá
sorpi að það komist í grenndargáma og er það þá
gjarnan skilið eftir í reiðileysi. Op grenndargáma eru
höfð þröng til að börn fari sér ekki að voða í þeim. Fólk
þarf því að gefa sér tíma til að minnka umfang umbúða
eða hluta stærri umbúðir niður til að þær komist í gám-
ana. Eitthvað hefur safnast upp af rusli við grenndar-
gáma við Háaleitisbraut en skv. upplýsingum frá
Reykjavíkurborg er það þó hirt reglulega. Þessa dag-
ana séu margir starfsmenn borgarinnar í sumarleyfi og
því geti draslið safnast upp til óprýði í borginni.
ernayr@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Rusl í reiðileysi þegar illa er gengið frá
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, mun óska
eftir því að innri endurskoðun borg-
arinnar yfirfari aðdraganda að lokun
brautar 06/24, svonefndrar neyðar-
brautar, á Reykjavíkurflugvelli.
Eins og fjallað hefur verið um í
Morgunblaðinu hefur stjórnskipun-
ar- og eftirlitsnefnd óskað eftir því
að Ríkisendurskoðun rannsaki að-
draganda þess að neyðarbrautinni
var lokað. Með þeirri beiðni fylgdi
ítarleg tímalína í málinu frá árinu
2005 og var hluti hennar endurbirtur
hér í blaðinu í gær.
Halldór segir beiðni þingnefndar-
innar gefa tilefni til sambærilegrar
athugunar hjá borginni.
„Ég mun óska eftir því að sam-
bærileg tímalína verði unnin af hálfu
borgarinnar og málið allt skoðað á
sama hátt og nefndin bað Ríkisend-
urskoðanda að gera. Það er mikil-
vægt að eiga þetta samandregið af
hálfu borgarinnar. Það þarf að yfir-
fara athafnir borgarinnar og hvort
eitthvað sé ekki samkvæmt reglum
eða heimildum. Það er mjög mikil-
vægt að fá þetta fram. Það eru enda
að minnsta kosti tveir málsaðilar í
þessu leikriti,“ segir Halldór og vísar
til borgar og ríkis.
Athugi úthlutun lóða
Hann rifjar upp að þegar aðal-
skipulag borgarinnar var samþykkt
2013 hafi það verið staðfest af hálfu
Skipulagsstofnunar með fyrirvara,
af hálfu ráðherra, varðandi Reykja-
víkurflugvöll. „Það væri t.d. áhuga-
vert að kanna hversu ríkur sá fyrir-
vari er. Fór borgin fram úr sjálfri sér
með úthlutun lóða þegar ekki var bú-
ið að loka brautinni?“ spyr Halldór
og vísar til brautar 06/24.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
baðst undan viðtali.
Jón Gunnarsson samgönguráð-
herra segir það munu taka tíma að
endurmeta valkosti fyrir innanlands-
flug. Tillögur nefndar, undir forystu
Rögnu Árnadóttur, dugi þar ekki. Að
sama skapi séu hugmyndir um að
loka vellinum innan fárra ára „al-
gjörlega út úr myndinni og óraun-
hæfar“.
„Við verðum að ná einhverri mál-
efnalegri umræðu um þessi mál. Það
var vitnað mikið í vinnu Rögnu-
nefndarinnar. Ég tel að sú vinna hafi
verið algerlega ófullnægjandi, sam-
anber þær upplýsingar sem hafa
verið að koma fram um þann valkost
sem nefndin taldi vænlegastan til að
þróa, Hvassahraun, að þar sé mögu-
lega vatnsupptökusvæði Suður-
nesja,“ segir Jón og bætir því við að
eins hafi nefndin vanreifað öryggis-
hlutverk vallarins. Þorgeir Pálsson,
fv. flugmálastjóri, sé að vinna
skýrslu um þá hlið málsins.
Brynjar Harðarson, framkv.stj.
Valsmanna hf., sagði málið varða ríki
og borg. Það væri Knattspyrnufélag-
inu Val óviðkomandi.
Fari yfir lokun
á neyðarbraut
Oddviti Sjálfstæðisflokks vill athugun
innri endurskoðunar í borginni á málinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr lofti Reykjavíkurflugvöllur.
Var aðeins tímabundið
» Haft var eftir Njáli Trausta
Friðbertssyni, þingmanni Sjálf-
stæðisflokkins og flugumferð-
arstjóra, í Morgunblaðinu í gær
að stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis telur að nú sé
komið fram að flugbraut 06/
24 hafi aðeins verið lokað
tímabundið þegar fram-
kvæmdir hófust á Hlíðarenda.
Vegagerðin hefur kynnt drög að
tillögu að matsáætlun vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda á Vest-
fjarðavegi um Dynjandisheiði og á
Bíldudalsvegi frá Bíldudals-
flugvelli að Vestfjarðavegi á Dynj-
andisheiði.
Markmið framkvæmdarinnar er
að opna heilsárshringveg um Vest-
firði með því að bæta samgöngur
um Vestfjarðaveg milli norðan- og
sunnanverðra Vestfjarða og um
Bíldudalsveg milli Bíldudals og
Vestfjarðavegar.
Núverandi Vestfjarðavegur er
41,1 kílómetra langur en gert er
ráð fyrir að nýr vegur verði 35,4-
39,2 km langur, háð leiðarvali.
Áætlanir eru um að meta umhverf-
isáhrif þriggja veglína. Núverandi
Bíldudalsvegur er 29,1 km langur
en gert er ráð fyrir að nýr vegur
verði aðeins styttri.
Hægt er að gera athugasemdir
við áætlunina til 31. júlí 2017.
Drög að matsáætlun
fyrir Vestfjarðaveg