Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Fyrirtæki og verslanir
Sumarleikföng í úrvali
www.danco.is
Heildsöludreifing
45 cm boltar
Flottir á
trampólín
arBolt
Kútar
Sá kúl rpu u
Vatnsbyssur
Fötur
YooHoo
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fulltrúar á vegum Matvælastofnun-
ar fóru í rúmlega eitt þúsund eft-
irlitsheimsóknir í matvæla-, búfjár-
og fóðurfyrirtæki í fyrra vegna eft-
irlits með matvælum og fóðri. Í um
25% tilvika voru atriði ekki í lagi og
gerðar kröfur um úrbætur. Alvarleg
frávik frá þeim kröfum sem gerðar
eru voru 108 talsins á 32 starfsstöðv-
um.
Þetta kemur fram í starfsskýrslu
Matvælastofnunar (MAST) fyrir
seinasta ár, sem er nýkomin út.
Niðurstöður frammistöðuflokkun-
ar benda þó til þess að staða fyrir-
tækja sem framleiða matvæli úr
dýraríkinu sé almennt góð.
Eftirlit og sýnatökur til að kanna
hvort leifar af varnarefnum yfir
leyfilegu hámarki finnast í ávöxtum
og grænmeti leiddu m.a. í ljós að af
232 sýnum sem tekin voru reyndust
átta innihalda leifar varnarefna sem
voru yfir því hámarksgildi varnar-
efna sem reglur kveða á um. „Það
voru epli, sætuhnúðar og spínat frá
Bandaríkjunum, vínber frá Indlandi,
hnúðsilla frá Hollandi, vatnsmelónur
frá Kostaríka, íslensk steinselja og
frosin jarðarber frá Kína. Í öllum til-
fellum var málinu fylgt eftir með
stöðvun á dreifingu og var framleið-
anda eða innflutningsaðila gefinn
kostur á að staðfesta niðurstöðu með
nýju sýni,“ segir í skýrslunni.
Bent er á að síðasta ár var „óvenju
mikið um að leifar greinist yfir há-
marksgildi. Það á sér m.a. skýringar
í því að hér er í raun mjög lítill mark-
aður og viðbúið að sjá miklar sveifl-
ur milli ára. En nú hefur einnig
fjölgað mjög þeim efnum sem skim-
að er fyrir hjá rannsóknastofu Matís
sem greinir sýnin“.
581 ábending um velferð dýra
Mjög hefur fjölgað ábendingum
frá almenningi um illa meðferð á
dýrum. Í fyrra barst alls 581 ábend-
ing þar sem grunur var um illa með-
ferð á dýrum, flestar eða 156 voru
vegna hrossa, 209 vegna hunda og 59
vegna sauðfjár.
Fulltrúar MAST fóru í 983 heim-
sóknir á 747 býli og aðrar starfs-
stöðvar í fyrra vegna eftirlits með
dýravelferð og komu í ljós alvarleg
frávik frá kröfum um velferð dýra á
84 bæjum. Í eftirlitsferðum á ali-
fuglabú voru skráð alvarleg frávik á
11 starfsstöðvum af alls 62 búum.
„Dæmi um alvarleg frávik vegna
dýravelferðar er ófullnægjandi loft-
ræsting, of mikill þéttleiki og skort-
ur á eigin innra eftirliti með fugl-
unum,“ segir í skýrslunni. Þá kemur
fram að í fyrra voru tekin um 90 sýni
úr fiskeldisstöðvum, bæði úr seiðum
og sláturfiski, og reyndust öll sýnin
laus við lyfjaleifar og án nokkurra
aðskotaefna. Farið var í eftirlit á um
þriðjung starfsstöðva með hrossa-
hald í fyrra eða 233. Alvarleg frávik
frá velferð hrossa komu fram í 20 til-
vikum (9%), í flestum tilfellum vegna
holdafars/vanfóðrunar.
108 alvarleg frávik komu í ljós
Alvarleg frávik frá kröfum um velferð dýra á 84 bæjum í fyrra skv. ársskýrslu MAST
Átta sýni ávaxta og grænmetis innihéldu leifar varnarefna sem voru yfir hámarksgildi
Tölur MAST
» Útflutningur hrossa jókst í
fyrra er flutt voru út 1.474
hross, flest til Þýskalands eða
626.
» 33.670 jólatré voru flutt til
landsins í fyrra, mun fleiri en á
umliðnum árum skv. starfs-
skýrslu MAST.
Innflutningur hunda og katta 2003–2016
250
200
150
100
50
0
Hundar Kettir
2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
217
232
4946
114
26
125
Heimild: Matvælastofnun
Eftirlit með matvælum og fóðri
Heimild: Matvælastofnun
Starfsgrein Fjöldi starfsstöðva Alvarleg frávik
Fjöldi eftirlits-
heimsókna með
alvarleg frávik
Fjöldi starfs-
stöðva með
alvarleg frávik
Lagarafurðir 318 43 22 19
Búvörur 73 38 15 6
Fóður 67 27 8 7
Samtals 458 108 45 32
Alvarleg frávik 2016
Innflutningur á hundum til
landsins jókst mjög í fyrra en þá
voru fluttir inn 217 hundar af 67
mismunandi tegundum og frá
33 löndum. Hafa ekki verið
fluttir inn fleiri hundar til lands-
ins á einu ári frá 2006.
Flestir hundarnir eða 21 eru
af tegundinni Labrador retriev-
er en einnig voru m.a. fluttir inn
sjö franskir bolabítar, sex lang-
hundar, sex tíbeskir spaniel-
hundar og fimm ástralskir fjár-
hundar.
Innfluttir kettir voru 49 tals-
ins, alls átta tegundir frá 15
löndum. Heimiliskettir eru flest-
ir í þessum hópi en einnig voru
fluttir inn fimm persneskir kett-
ir, sex norskir skógarkettir, tveir
abyssiníukettir og einn síbersk-
ur köttur.
Flestir hundar og kettir sem
fluttir eru til landsins koma frá
Bandaríkjunum (49), Noregi
(34), Danmörku (27) og Svíþjóð
(27).
Langhundar
og abyssiníu
kettir
INNFLUTT GÆLUDÝR
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Marktækur munur var á upplifun
starfsmanna af hávaða á milli mæl-
inga sem voru gerðar sem hluti af til-
raunaverkefni sem Akureyrarkaup-
staður, Heilbrigðiseftirlit Norður-
lands eystra, Kennarasamband
Íslands, Samband íslenskra sveitar-
félaga, Umhverfisstofnun og Vinnu-
eftirlitið fóru af stað með haustið
2015. Ráðist var í verkefnið í þremur
leikskólum á Akureyri, Krógabóli,
Lundarseli og Naustatjörn, til að
kortleggja hvað í starfsumhverfi
leikskóla ylli mestum hávaða og hvað
væri best að gera til að draga úr hon-
um.
Úrbætur skiluðu árangri
Gerðar voru mælingar haustið
2015 og í kjölfar þeirra var ráðist í
úrbætur, svo sem á húsnæði, skipu-
lagi starfsins og efnt var til fræðslu
um hljóðvist, hávaða, rödd og radd-
heilsu fyrir starfsfólk og börn leik-
skólanna. Haustið 2016 var mælingin
svo endurtekin.
Umbætur á húsnæði og aðbúnaði
skiluðu sér mjög vel að mati starfs-
fólks. Eftir breytinguna upplifði það
minni hávaða í matsal, á matartíma, í
frjálsum leik, af húsgögnum og þá
upplifði starfsfólkið minni glymj-
anda í húsnæðinu. Breytingar á
skipulagi matartíma, útiveru og á
frjálsum leik leiddu til að starfsfólk
kvartaði minna undan hávaða á þeim
tímum dagsins.
Mat starfsfólks á eigin raddheilsu
versnaði á milli 2015 og 2016. Líkleg
skýring á því þykir vera sú að í milli-
tíðinni hafði það verið frætt um lík-
amleg einkenni sem fylgja raddveilu.
Þá kom fram að starfsfólk leikskól-
anna þriggja fann helst fyrir streitu í
miklum hávaða þegar unnið var með
stóra hópa barna í frjálsum tímum.
Lögðu flestir starfsmenn til að fækk-
að yrði í hópum til að draga mætti úr
hávaða.
Ánægja með verkefnið
„Verkefnið er til eftirbreytni,“
segir varaformaður Félags leik-
skólakennara, Fjóla Þorvaldsdóttir,
en hún er afar ánægð með samvinn-
una, framkvæmd verkefnisins og
niðurstöðuna. Verkefnið verður
kynnt á málþingi sem til stendur að
halda í haust fyrir leik- og grunn-
skóla og bæklingar séu nú þegar til-
búnir á vefsíðu Kennarasambands
Íslands. Vonast hún til að sveitar-
félögin sýni verkefninu áhuga, það
og niðurstöðuna sé í raun hægt að
nota í hvaða skóla sem er og á hvaða
vinnustað sem er til að bæta vinnu-
umhverfi fullorðinna og barna.
Finna þarf orsakir hávaðans, úr-
bætur á umhverfi bera árangur,
skipulag og kennsluhættir geta
dregið úr hávaða, auka þarf þekk-
ingu á raddvernd og hávaða og efla
fræðslu um málaflokkinn, með það
að markmiði að bæta öryggi, líðan og
starfsumhverfi í leik- og grunnskól-
um, er niðurstaðan.
Streita og raddveila
hrjá leikskólastarfsfólk
Tilraunaverkefni um hávaða í leikskólarými lokið Mark-
tækur munur eftir úrbætur sem voru hluti af verkefninu
Morgunblaðið/Eggert
Leikskólabörn Það er skemmtilegt hjá þessum prúðu börnum en stundum
getur þó hávaðinn farið úr böndunum þegar mörg eru saman komin.