Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 12
Hinn breski Meurig Bowen hefur velt
því lengi fyrir sér hvað það er við
klassíska tónlist sem mörgum finnst
leiðinlegt. Helstu ástæður sem fólk
gefur er að verkin séu of löng, því þyki
leiðigjarnt að sitja of lengi og horfa á
sömu hljómsveitina, það megi ekki
drekka áfengi á meðan á tónleikum
stendur, það fái ekki að taka myndir af
upplifuninni og því þyki einfaldlega of
dýrt að fara á sinfóníutónleika.
Bowen vildi taka á þessu. Klassísk
tónlist er að hans mati eitthvað sem
allir eiga að geta notið. Hann skipu-
leggur nú Cheltenham Music Festival í
Bretlandi og þar mun hann koma upp
sinfóníutónleikunum Classical Mix-
tape sem ganga þvert á allt það sem
telst hefðbundið þegar kemur að
klassískri tónlist. Þetta kemur fram á
vef BBC.
Gestir munu sjálfir ráða því hversu
mikið þeir borga, allt niður í 1 pund,
eða tæpar 134 krónur íslenskar. Hvert
verk verður aðeins um 6 mínútur að
lengd svo engum ætti að leiðast löng
seta. Á þremur sviðum verður fjöldi
listamanna sem munu leika mörg mis-
munandi verk og er áheyrendum þann-
ig gert kleift að hreyfa sig og labba á
milli tónleika. Það kemur í veg fyrir að
gestir þurfi að sitja of lengi.
Einnig er áheyrendum velkomið að
taka með sér drykki og þá er fólki boð-
ið að liggja á gólfinu og njóta tónlist-
arinnar, kjósi það svo. Að lokum bendir
Bowen á að fólki sé frjálst að taka eins
mikið af myndum og myndböndum og
því hugnast, ekki sé verra ef fólk
ákveður að fara í beina útsendingu á
Facebook á meðan á tónleikum stend-
ur svo hægt sé að deila tónlistinni
með sem flestum. Tónleikarnir fara
fram hinn 11. júlí næstkomandi á
Tewkesbury Abbey sem er í Glouces-
tershire á Englandi.
Hvert verk aðeins sex mínútur að lengd
Reuters
Sinfónía Hefðbundin klassísk tónlist hefur ekki alltaf höfðað til allra.
Óhefðbundnir sinfóníutónleikar
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Mörður Gunnarsson Otte-sen, talsmaður Töfra-staða, segir að á svæð-inu eigi gestir að geta
gengið um og lært af umhverfinu
með skipulögðum hætti. „Töfrastaðir
er hópur fólks sem hefur áhuga á
samfélagsuppbyggingu, vistrækt og
endurvinnslu þess sem samfélagið
lætur frá sér. Við vorum áður á
Torfastöðum þar sem Býli andans
starfar og rekur þar svitahof. Verk-
efnið nú er að koma að samfélags-
myndun og kennslu í vistrækt sem er
hönnunaraðferð þar sem hannað er í
takt við náttúruna,“ segir Mörður og
bætir við að Töfrastaðir vilji ekki
dvelja í gagnrýni á ástand umhverf-
ismála heldur vinna í lausnum.
Land að láni í tvö ár
Allt starf Töfrastaða er unnið af
sjálfboðaliðum sem flestir eru er-
lendir. „Ölfus styrkir okkur með því
að lána okkur landið. Það fyrir-
komulag er til reynslu í tvö ár. Við
höfum einnig fengið afnot af fjórum
kennslustofum hjá sveitarfélaginu.
Ölfus er að þróast í umhverfisvænt
sveitarfélag sem rekur meðal annars
grænfána leikskóla og skóla,“ segir
Mörður og bætir við draumurinn sé
að kenna grunnskólabörnum um-
hverfisvitund og koma upp kennslu-
miðstöð um umhverfismál þar sem
lögð verði áhersla á landgræðslu og
skógrækt.
Erfitt er að fá íslenska sjálf-
boðaliða til starfa að sögn Marðar.
Um 200 manns komi að verkefninu
og af þeim séu um 20 virkir.
„Umhverfisvitund á Íslandi er
Töfrastaðir byggja
Sanda suðursins
Töfrastaðir eru félagsskapur sem fékk úthlutað átta hektara landi við Þorlákshöfn
fyrir verkefnið Sandar suðursins. Verkefninu er ætlað að tengja fólk náttúrunni og
stuðla að aukinni umhverfisvitund. Í því skyni verða haldnar fræðsluhátíðir, við-
burðir og svæðið hannað til að kenna gestum á meðan þeir njóta umhverfisins. Á
kennslusvæðum verður hægt að fræðast um fjölbreyttar aðferðir við ræktun.
Talsmaðurinn Mörður Gunnarsson Ottesen, talsmaður Töfrastaða, við
ræktunarstörf á Söndum suðursins á landi sem Ölfus lánaði til tveggja ára.
Ljósmynd/Töfrastaðir
Viðburðir Laugardagsviðburðir Sanda suðursins eru opnir almenningi.
Söngkonan Bryndís Jakobsdóttir
mun koma fram á stofutónleikum
Gljúfrasteins næstkomandi sunnu-
dag 9. júlí. Þar ætlar Bryndís að
frumflytja nýtt efni ásamt vel völdum
listamönnum. Hefjast tónleikarnir
klukkan 16 og er miðaverð 2.000
krónur.
Stofutónleikar á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag
Bryndís Jakobs
heldur tónleika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árlega fer fram svokölluð Hvanneyr-
arhátíð í Borgarfirði og í ár verður
engin breyting á. Hátíðin, sem fer
fram hinn 8. júlí næstkomandi,
skartar veglegri dagskrá fyrir alla
fjölskylduna. Kvenfélagið í sveitinni
mun sjá um kaffisölu en einnig
verður boðið upp á veitingar á
veitingastaðnum Skemmunni og
Hvanneyri pub.
Fyrir þá sem vilja gera góð kaup
verður handverksmarkaður í íþrótta-
höllinni, en einnig verður haldið upp
á opnunardag samsýningar borg-
firskra listamanna og nefnist sýn-
ingin Sumarlist 2017.
Börnin fá líka eitthvað fyrir sinn
snúð en boðið verður upp á kerru-
ferðir fyrir þau, auk þess sem hús-
dýr verða á svæðinu og sýning á ís-
lenskum landnámshænum. Séra
Flóki Kristinsson mun segja sögu
Hvanneyrarkirkju og Sveinn Hall-
grímsson mun ganga með gesti um
gömlu torfuna, auk fjölda annarra
viðburða. Hvanneyrarhátíðin í Borg-
arfirði er því skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
Sumarið er tími hátíðarhalda um land allt
Sýning á íslenskum landnáms-
hænum og húsdýr á svæðinu
Morgunblaðið/Ófeygur
Fegurð Íslenska landnámshænan hefur löngum þótt mikið augnayndi.
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Útsöluverð
9.498
verð áður 18.995
stærðir 36-47
Útsöluverð
7.499
verð áður 24.995
stærðir 36-47
30-70%
afsláttur
Útsalan er hafin