Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu ekki smámuni fara í taug-
arnar á þér. Reyndu að láta orð fylgja at-
höfn svo allt falli í ljúfa löð. Nauðsynlegt
er að sýna gott fordæmi.
20. apríl - 20. maí
Naut Stundum er þetta spurning um að
vera réttur maður á réttum stað á réttum
tíma. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Vertu
félagslynd/ur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þið kynnist einhverjum ókunnug-
um gesti og eigið svolítið bágt með að
átta ykkur á honum. Notaðu hrósið sem
þú fékkst, en passaðu þig á að sá sem
hrósaði þér þekki ekki þann sem þú hrós-
ar!
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er eitthvert valdatafl í gangi í
kringum þig svo þér er skapi næst að gef-
ast upp. Hikaðu ekki við að deila leynd-
armálum þínum með einkavinum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sagt hefur verið að heimilislíf drepi
rómantíkina, en þú gætir sannað hið gagn-
stæða. Sýndu tillitssemi og reyndu að
skemma ekki fyrir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu þér ekki detta í hug að þú
verðir að láta af öllum skoðunum þínum
þótt þú lendir í einhverjum barningi með
þær. Ekki sjá eftir neinu því þú munt fljótt
finna frelsi og frið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Enginn leysir vandamál betur en þú.
Mundu samt að þú átt að ráða slíku sjálfur
en ekki hlaupa eftir óskum annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Oft er haft á orði að maður
geti ekki neytt neinn til þess að elska sig.
Láttu ekki fólk fara í taugarnar á þér held-
ur sýndu því skilning.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Allt hefur sinn vanagang, en
virðist samt öðruvísi. Sýndu fyrirhyggju og
gerðu áætlanir um framtíðina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Undanfarið hefurðu keppst við
að taka til og skipuleggja heima við og í
vinnu. Maður gengur einungis í einum
frakka í einu, eins og tekið er til orða.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að stíga skrefið til fulls
ef þú vilt að hjólin fari að snúast þér í hag.
Vandinn er bara að vita hvað þú vilt og
grípa gæsina þegar hún gefst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Notaðu daginn til þess að flagga
dyntum þínum. Mundu bara að leyna eng-
um staðreyndum sem skipta máli.
Ólafur Stefánsson hefur orð áþví á Leir að það sér verið að
gera veður út af því hvort forsætis
hafi gránað eitthvað skyndilega,
eins og það skipti þjóðina einhverju
máli, eða hvort verið sé að hrekkja
hana. Nær væri að gera sér áhyggj-
ur út af því hve tryggt stjórnar-
samstarfið væri og í hvað stefndi
með haustinu. – „ Það hafa ekki all-
ir trú á að hún lifi árið út, stjórnin:“
Um gránað hár sér gera rell,
en gæta síður að hinu,
að stefnir í með stóra hvell
á stjórnarheimilinu.
Friðrik Steingrímsson bætti við:
Sumir fara sí í hringi
sjá ei fyrir næsta skref,
aðrir vona að hún springi
eru til í stjórnarþref.
Ármann Þorgrímsson sagði að
sér sýndist þetta allt í besta lagi, –
„samfellt sólskin“:
Sólin hyllir Bjarna Ben.
birtu ljær
og ekki spillir Andersen
öðru nær.
Helgi R. Einarsson skrifaði út af
þessu með „brennivínið í búð-
irnar“. – „Það er rétt að Helgi Selj-
an orti ekki limruna, sem ég sendi
þér um daginn en hún hefði ekki
orðið til ef hans hefði ekki notið
við. Nú reyni ég að setja mig aftur í
hans spor.
Búðir með brennivín
fyrir bjórlegin fyllisvín
er hættuleg þróun,
heimska og sóun,
en alls ekkert græskulaust grín.
Og þessa lét Helgi fylgja með
með yfirskriftinni „Steypa“:
Um borgarbraginn er slagur.
(Að byggja er allra hagur.)
Burt með allt grænt,
gróið og vænt.
Lífið er dásamlegt, Dagur.
Páll Imsland heilsaði leirliði und-
ir svefninn:
Sævaldur Sævar- á enda
úr sjóróðri var nú að lenda
með slatta af ýsu
og slöttung af hnísu
og kokkshræðu þó nokkuð kennda.
Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum
reið burtu frá drykkjuskála. Þá
varð honum að orði:
Héðan glaður held ég frá
húsi mammonsvina
skuldafrí og skelli á
skeið um veröldina.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af stjórnarheimilinu
og borgarbragnum
Í klípu
MAGGA ÁTTI VIÐ HRÚGU AF VANDAMÁLUM
AÐ STRÍÐA, Á VINNUSTAÐ ÞAR SEM ALLT
VAR „SPIKK OG SPAN“.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HEF EKKI ÁHYGGJUR. EF ÉG ER EKKI
NÓGU GÁFAÐUR TIL ÞESS AÐ FÁ GÓÐA
VINNU GET ÉG ALLTAF FARIÐ AÐ KENNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
... að breyta tölvupóst-
unum og sms-unum
ykkar í úrklippubók.
Grettir
HRÓLFUR… VARÐ-
TURNINN ÞARNA ER
AÐ SÆRA MENNINA
OKKAR!
HANN GERÐI ÞAÐ, EN
NÚNA SENDIR HANN
OKKAR MÖNNUM SKEYTI!
ÉG HÉLT AÐ
ÓVINURINN HEFÐI
KLÁRAÐ ÖRVARNAR?
ANDLITIÐ
ÞITT LÆTUR
LAUK FARA
AÐ GRÁTA!!
ÞETTA
ER SÁR
T
ÉG HEF MARGT AÐ
BJÓÐA HEIMINUM
EN HEIMURINN
VILL ÞAÐ EKKI!
HVAÐ
SAGÐIRÐU?
SPURÐU
HEIMINN Víkverji nær varla upp í nef sér afbræði vegna bikarleiks KR og
Stjörnunnar síðastliðinn sunnudag.
Fyrsta mark þess leiks kom úr ólög-
legri upphafsspyrnu og hefði aldrei
átt að fá að standa. Til þess að bíta
höfuðið af skömm dómarans kom
jöfnunarmark KR síðan úr víta-
spyrnu sem líklega hefði aldrei talist
brot úti á velli. Stærsti leikur átta
liða úrslitanna í næststærstu fót-
boltakeppni hér innanlands mark-
aðist því talsvert af nánast ófyrirgef-
anlegum dómaramistökum. Það að
dómarinn hafi hallað jafnt á bæði lið
er ekki afsökun.
x x x
Ýmislegt annað í leiknum orkaðitvímælis fyrir bæði lið, en eftir
stendur að dómari, tveir aðstoðar-
dómarar og varadómari gátu ekki
framkvæmt upphafsspyrnu þessa
mikilvæga leiks skammlaust. Hér
hefur áður verið bent á það að leik-
menn sem standa sig ekki enda oft-
ast á bekknum, og þjálfarar sem
ekki ná viðunandi árangri mega oft-
ar en ekki taka pokann sinn. Dóm-
arar, sem nánast eyðileggja knatt-
spyrnuleiki með röngum ákvörð-
unum, mæta hins vegar oftast
galvaskir og keikir í næsta leik eins
og ekkert hafi ískorist, jafnvel með
nokkra illa dæmda leiki í röð.
x x x
Því veltir Víkverji þessu fyrir sérað hann var tiltölulega nýbúinn
að lesa viðtal við Guðna Bergsson,
formann KSÍ, á fótbolta.net, þar
sem sá var spurður hvers vegna
mætingu á leiki í íslensku deildinni
hefði hrakað svo mjög sem raun ber
vitni á síðustu árum. Hann nefndi
þar ýmsa þætti, eins og mikið fram-
boð af beinum útsendingum eða það
hvort bæta þyrfti aðstöðuna á vell-
inum. Þá gæti jafnvel verið að miða-
verðið væri of hátt, eða samanburð-
urinn við fótboltann úti í heimi
óhagstæður Íslandi.
x x x
Þetta eru allt saman góðar og gild-ar skýringar. Víkverji leggur þó
til eina enn, sem er að hugsanlega sé
fólk ekki spennt fyrir því að fara á
völlinn til þess að sjá lélega dómara
setja svip sinn á leikinn.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harmlj. 3:24)
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk | Sími 551 5979 | lebistro.is
Gypsy Jazz
Með Gunnari H
ilmarsyni og ge
stum
Alla föstudaga
og laugardaga
kl: 22:00
HAPPY
HOUR
eftir kl
. 22:00
Django Nights