Morgunblaðið - 06.07.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.07.2017, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival var fyrst haldin vestur á Snæfellsnesi fyrir átta árum og hefur verið haldin víða um land og jafnvel úti í heimi. Þetta árið verð- ur hátíðin haldin á sex mismun- andi stöðum í Reykjavík og hefst í dag með tónleikum í Lucky Rec- ords og í Mengi, en fjörið stendur svo fram á sunnudag 9. júlí. Fram kemur mikill fjöldi innlendra og erlendra listamanna, Mixmaster Morris, Courtesy, Christoper Chaplin, Studnitzky, Jónas Sen, Jón Ólafsson & Futuregrapher, Gyða Valtýsdóttir, Stereo Hypnos- is, Reptilicus, Tonik Ensemble, Mikael Lind, SiGRÚN, Poco Apollo (Halldór Eldjárn) og fleiri. Helsti gestur hátíðarinnar að þessu sinni er þó hljómsveitin The Orb, sem er ein áhrifamesta og þekktasta rafhljómsveit heims, en hún leikur á tónleikum á Húrra á laugardagskvöld. Ein áhrifamesta hljómsveit danstónlistarsögunnar Breska hljómsveitin The Orb er ein áhrifamesta hljómsveit dans- tónlistarsögunnar, allt frá því fyrsta lag sveitarinnar, „Tripping on Sunshine“ kom út 1988. Fyrsta starfsár Orb naut sveitin tals- verðra vinsælda í Bretlandi, átti lög á vinsældalistum og seldi plöt- ur í bílförmum, en minna hefur farið fyrir henni síðustu ár. Síðustu tvo áratugina hafa þeir Alex Paterson og Thomas Fehl- mann skipað Orb en Paterson stofnaði hana árið 1988 með Jimmy Cauty, sem þá var í KLF. Cauty hætti fljótlega til að sinna KLF, en Paterson hefur rekið Orb síðan með ýmsum samstarfsmönn- um og þá helst Fehlmann sem stýrði einmitt upptökum á fyrsta lagi Orb á sínum tíma. Meðfram sveitinni hefur Paterson starfað sem plötusnúður, kom meðal ann- ars hingað til lands í ágúst 1999 og spilaði á Gauki á Stöng. Hann hefur líka verið afkastamikill í endurhljóðblöndun og þannig vél- að um verk svo ólíkra listamanna sem Big Audio Dynamite, Primal Scream, Mike Oldfield, Lisa Stansfield, Yellow Magic Orc- hestra, U2, The Cranberries, Kill- ing Joke, Can, Nine Inch Nails og Serge Gainsbourg. Breytingar eru mikilvægar Í spjalli segir Alex Paterson að samstarf við aðra tónlistarmenn og einnig það að sýsla með verk annarra sé sveitinni mjög mikil- vægt. „Það hefur líka verið rauður þráður í starfi okkar í gegnum ár- in. Breytingar eru mikilvægar og tónlist getur breytt lífi þínu. Þeir sem smíða hljóð mega ekki setja sér nein takmörk. Það hefur alltaf skipt mig miklu að fylgjast með því sem er að ger- ast í kringum mig, að heyra hvað aðrir eru að gera. Undanfarin ár hefur Thomas [Fehlmann] verið mjög önnum kafinn við önnur verkefni en ég gert plötur með ýmsum, The Dream, sem kom út 2007, vann ég með Youth [bassa- leikara Killing Joke] og Tim Bran [úr Dreadzone] og Metallic Sphe- res, sem kom út 2010, með David Gilmour [úr Pink Floyd] og Youth.“ Náttúru- og umhverfishljóð Áður en lengra er haldið með viðtalið má skjóta inn að Fehl- mann var aftur kominn á fullt með sveitinni 2012 þear þeir félagar tóku upp efni á tvær (frábærar) breiðskífur með Lee „Scratch“ Perry, The Orbserver in the Star House og More Tales from the Orbservatory sem komu úr 2012 og 2013. Moonbuilding 2703 AD kom svo út 2015 og COW / Chill Out, World! á síðasta ári, en sú skífa var meðal annars merkileg fyrir það hvernig þeir nýttu upp- tökur af náttúru- og umhverfis- hljóðum, margar úr fórum Pater- sons, sem efnivið, en hann segist hafa skráð tónleikaferð sveitar- innar um heiminn með farsíma og hljóðnema og síðan hefðu þeir sýslað með hljóðin jafnharðan. Lög af þeirri skífu segir hann að verði líka áberandi á tónleikunum á Húrra. Paterson segir að þeir félagar séu nú í óða önn að vinna að næstu skífu, nú í samvinnu við þá Roger Eno, [ítalska tónlistar- manninn Daniele] Gaudi og Jah Wobble. „Það liggur því í augum uppi að mér finnst samstarf mikil- vægt. Ekki alltaf, en í það minnsta núna,“ segir Paterson. Í framhaldi af þessu rifja ég upp að hann sagðist vera alæta á tónlist þegar ég tók við hann viðtal fyrir átján árum og hann segir að það hafi ekkert breyst: „Hlustaðu bara á útvarpsstöðina mína, www.- WNBC.london sem sendir út allan sólarhringinn.“ – Þú komst fyrst hingað sem plötusnúður 1999 og Thomas Feld- mann til að troða upp á Iceland Airwaves 2008. Hvað manstu eftir Íslandsferðinni? „Ég hugsa til hennar með hlýju, þetta var mjög skemmtileg og fjöl- breytt ferð. Eitt af því sem ég man vel eftir er að fljúga út á land í smárellum og að hafa komið fram á hiphopkvöldi í samkomusal skóla – man einhver eftir því?“ Extreme Chill Festival hefst í kvöld með tónleikum í Lucky Records og Mengi, eins og áður er getið. Á morgun verður kvikmynd- in Lunar Orbit: The Orb Movie sýnd í Bíó Paradís og þá eru tón- leikar á Húrra um kvöldið. Tón- leikar verða í Miðgarði – Center Hotels og Húrra á laugardags- kvöld og lokatónleikar hátíðar- innar í Fríkirkjunni á sunnudag. Frekari upplýsingar má sjá á www.extremechill.org. Raftónlist í Reykjavík  Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag  Raftónlist á sex stöðum í Reykjavík  The Orb, ein þekktasta rafhljómsveit heims, helsti gestur hátíðarinnar Félagar Þeir Alex Paterson og Thomas Fehlmann hafa starfað saman í nærfellt þrjá áratugi. Kitty Kovács kemur fram á Alþjóð- legu orgelsumri í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efnisskránni er Passa- caglía og fúga í c-moll eftir J.S. Bach og verk eftir Zsolt Gárdonyi. Kitty Kovács er fædd í Gyor í Ung- verjalandi 1980 og útskrifaðist 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István- háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. „Eftir út- skriftina starfaði hún sem undir- leikari í Gyor og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Búdapest,“ segir í til- kynningu. Hún hefur starfað sem píanókennari og organisti hér- lendis frá 2006. Undanfarin fjög- ur ár hefur hún stundað orgel- nám við Tón- skóla þjóðkirkj- unnar og lauk í vor kantorsnámi þaðan. Hún hefur verið kirkjuorganisti við Landa- kirkju í Vestmannaeyjum og kenn- ari við Tónlistarskóla Vestmanna- eyja frá 2011. Leikur verk eftir Bach og Gárdonyi Kitty Kovács Myndlistarsýn- ingin #276331054 – Story Provided If Wanted verður opnuð í dag kl. 18 í Listastofunni að Hringbraut 119. Á henni sýna saman þau Kolbrún Inga Söring og Mu- stafa Boga sem er tyrkneskur. Sýn- ingin er sögð viðbragð innan stærra hugtaks með titlinum The Fouth Culture – A Micro Nation og að það viðbragð fjalli um andleg og líkamleg mörk, setji spurningarmerki við þau, tilveru þeirra og áhrif á líf okkar í samtímanum. Koblrún Inga og Boga hafa skapað saman verkið „The Fourth Culture – A Micro Nation“ sem er rými sem heldur utan um gagnrýna sýn á samfélagið, skv. til- kynningu. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna á Facebook. Andleg og líkam- leg mörk könnuð Kolbrún Inga og Mustafa Boga Bryndís Hafþórs- dóttir listfræð- ingur heldur er- indi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld kl. 20 sem ber yfirskriftina „Íslensk list, af því hún er til“. „Galleristar og aðrir sem sjá um kynningu á íslenskri myndlist á er- lendri grundu hafa lagt áherslu á að list íslenskra myndlistarmanna eigi erindi út fyrir landsteinana burtséð frá bakgrunni þeirra, að hún sé hvorki séríslensk né stað- bundin. Í fyrirlestri sínum mun Bryndís Hafþórsdóttir halda öðru fram. Hún telur að list Ragnars Kjartanssonar sem sé einmitt af- sprengi samruna þess staðbundna, hins íslenska bakgrunns, við hið al- þjóðlega,“ segir m.a. í tilkynningu. Skiptir bakgrunn- urinn máli? Bryndís Hafþórsdóttir Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Skiptu um lit! iGreen V4.02.005 umgjörð kr. 14.900,- Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið þá litasamsetningu sem þú vilt. TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.