Morgunblaðið - 06.07.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 06.07.2017, Síða 36
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 187. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Móðir fær ekki að vita 2. Adolf Ingi hefur sigur í máli … 3. Þekktir ofbeldismenn stofna … 4. Rúta fór í siglingu um höfnina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Teiknimyndasögur skopmynda- teiknarans Lóu Hjálmtýsdóttur verða að leiksýningu á Litla sviði Borgar- leikhússins í upphafi næsta árs í nýju íslensku verki sem hefur fengið nafn- ið Lóaboratoríum. Leikritið, sem er skrifað af Lóu sjálfri, er samvinnu- verkefni Borgarleikhússins og Sokka- bandsins. Það fjallar um fjórar konur sem búa í sama fjölbýlishúsinu í ótil- greindum þéttbýliskjarna á Íslandi og glíma allar við sín vandamál. Þær þurfa að taka á öllu sem þær eiga þegar pítsusendill festist í loftræsti- kerfi hússins með ófyrirséðum afleið- ingum. Með hlutverk kvennanna fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Friðrikka Sæmundsdóttir og María Heba Þor- kelsdóttir. Leikstjóri er Dóra Jó- hannsdóttir. Morgunblaðið/Þórður Lóaboratoríum á svið í Borgarleikhúsinu  Sumartónleikar í Skálholti hefjast á laugardag kl. 13 með erindi Karls Sig- urbjörnssonar um kirkjuglugga Gerðar Helgadóttur. Klukkan 14 flytur Hljóm- eyki undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur Ljósbrot eftir John Speight sem hann samdi 1991 í minningu Gerðar. Sumar- tónleikarnir, sem haldnir eru í 42. sinn, standa í alls fimm vikur. Á þeim tíma koma fram fjölmargir íslenskir listamenn og erlendir gestir frá m.a. Svíþjóð, Frakklandi og Ástralíu. Allar nánari upplýs- ingar eru á sumar- tonleikar.is. Sumartónleikar í Skálholti að hefjast Á föstudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og skúrir á S-verðu landinu. Hægari vindur og bjartviðri N-til, en stöku skúrir síðdegis. Á laugardag Norðan 8-13 m/s vestast, annars hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 8-13, víða rigning. Heldur hægari síðdegis og skúrir SV-lands. Hiti 9 til 17 stig. VEÐUR Guðlaugur Victor Pálsson er kominn í hóp víðförl- ustu knattspyrnumanna Íslands eftir að hann samdi í gær við svissneska félagið Zürich til ársins 2020. Sviss verður sjö- unda landið þar sem Vict- or spilar í meistaraflokki og hann er orðinn einn fimm íslenskra knatt- spyrnumanna sem hafa spilað sem atvinnumenn í flestum löndum. »2 Einn af þeim allra víðförlustu „Að sjálfsögðu þarf ég að berjast fyr- ir minni stöðu og þannig á það að vera í landsliðinu. Það eiga að koma inn sterkir leikmenn sem veita manni samkeppni og það gerir mann að betri leikmanni. Þetta er spurning um hvernig þú tekst á við þetta, hvort þú leggst í jörðina og ferð að gráta, kvarta og kenna öðrum um eða hvort þú stígur sjálfur upp og reynir að gera betur,“ segir landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir. »1 Spurning hvernig þú tekst á við samkeppni „Fyrir ýmsa þá sem ekki fylgjast mikið með körfubolta lítur út fyrir að ég sé bara að fara eitthvað út í heim til að leika körfubolta en svo er ekki. BC Ast- ana er afar þekkt félag innan körfu- boltaheimsins og leikur í mjög sterkri deildarkeppni í Rússlandi ásamt fleiri liðum frá grannlöndum Rússlands,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson sem er á leið til Kasakstans. »3 Hörður spilar bæði í Kasakstan og Rússlandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Líðandi sumar er það 28. sem Kári Kristjánsson stendur vaktina sem gæslumaður náttúru Ís- lands. Allt frá árinu 1989 hefur hann verið við störf úti á mörkinni; fyrst í ellefu sumur sem landvörður í Öskju, Herðubreiðarlindum og Hvannalindum og svo þjóðgarðsvörður í Jökuls- árgljúfrum. Seinna hafði hann umsjón með svæði sunnan jökla og Lakagígum, þá með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Svo áfram sem starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hvar Kári starfar enn. Eftirlit og eignaumsjón á hálendi er formleg lýsing á starfi hans nú; að fara vítt og breitt um þennan víðfeðma þjóðgarð til að sinna tilfallandi málum og framkvæmdum. Umgangast landið af virðingu „Vitund og áhugi á umhverfismálum hefur alltaf verið nærri mér. Þetta eru viðhorf sem ég meðtók strax sem barn og vandist að lifa sam- kvæmt,“ segir Kári Kristjánsson, sveitapiltur frá bænum Riftúni í Ölfusi. „Móðir mín, Sigfríður Einarsdóttir, hafði mikinn áhuga á öllu í náttúr- unni og af henni lærði ég að þekkja blóm og fugla og eins að landið væri auðlind sem um- gangast skyldi af virðingu. Í starfi mínu sem landvörður hef ég oft greint þessi viðhorf best meðal fólks sem kemur af landsbyggðinni eða hefur verið í sveit. Það er einfaldlega öðrum bet- ur meðvitað um náttúruna, gögn hennar og gæði.“ Meðal þeirra sem þekkja til er Kári Krist- jánsson eins konar goðsögn; vörslumaður há- lendisins og ódeigur við að segja sína skoðun þegar honum þykir gengið á náttúru landsins eða spjöll unnin. „Ætlunin var að prófa land- vörsluna kannski eitt sumar en mér líkaði strax vel og því varð ekki aftur snúið. Ég lærði tré- smíði og verkkunnátta úr faginu hefur oft komið sér vel á fjöllum, sérstaklega nú á seinni árum þegar verið er að opna skála fyrir sumarið, setja upp dælur, vatnsveitur, gangsetja rafstöðvar og símkerfi, koma upp nýrri aðstöðu og slíkt, sem eru mín helstu verkefni,“ segir Kári og heldur áfram: „Ég er núna í seinni tíð að mestu kominn út úr hefðbundnum landvörslustörfum, eins og að sjá um fræðslu, rukka fyrir tjaldsvæði, vísa til vegar eða standa í ströggli við fólk sem ekur ut- an vega. Mér finnst afskaplega sárt þegar slíkt gerist, hvort sem það er hugsunarleysi eða ásetningur.“ Leiðsögumönnum séu sett skilyrði Sú breyting er eftirtektarverð, segir Kári, að ferðamenn sem áður komu til Íslands og hann hitti inni á hálendinu voru mjög gjarnan fólk sem var vel lesið, þekkti til náttúru og sögu og var hingað komið til þess að bæta við þá þekk- ingu sína. „Svona fólk hittir maður sjaldnar í dag og ófáir virðast varla vita hvar þeir eru staddir. Það finnst mér að einhverju marki geta skýrt fjölgun slysa sem ferðamenn lenda í. Þá er takmörkuð ef nokkur menntun erlendra leið- sögumanna sem eru við störf á Íslandi umhugs- unarverð. Þar verða stjórnvöld að setja einhver skilyrði.“ Vörslu- maður öræfanna  28. sumar Kára Krist- jánssonar á hálendinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landið „Vitund og áhugi á umhverfismálum hefur alltaf verið nærri mér,“ segir Kári á heimili sínu þar sem hann hefur fallegt Herðubreiðarmálverk eftir Stefán Jónsson frá Möðrudal á stofuveggnum. Með fjölgun erlendra ferðamanna til lands- ins hefur álag á náttúruna aukist mikið, segir Kári Kristjánsson. Æ fleiri leggja líka leið sína upp á hálendið, en þó ekki í sama mæli, og fjölgunin er á vinsælustu stöð- unum niðri í byggð. „Sem betur fer; hálendið myndi ekki bera slíkt. Margir vilja ganga mjög grimmt að náttúrunni, jafnvel stöðum sem eru í mikilli hættu. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs get ég til dæmis nefnt Öskju, Hvannalindir og Lakagíga. Þar má ekkert út af bregða, svo og í Fjarðarárgljúfri sem er skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Aðrir staðir bera álagið miklu betur, til dæmis Eldgjá,“ segir Kári. Ganga grimmt að náttúrunni NOKKRIR STAÐIR Í MIKILLI HÆTTU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.