Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar
og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í
907 2003
og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið.
Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar:
0334-26-056200, kennitala 450670-0499.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, segir ekki hægt að úti-
loka að hætt verði við að leyfa lunda-
veiðar í þrjá daga í næsta mánuði,
verði niðurstaða seinna lundarallsins
jafnsvört og hin fyrri var, sem sýndi
einungis 40% ábúð lunda í Vest-
mannaeyjum.
„Við erum með þá stefnu að lundinn
njótið ávallt vafans, en við erum líka
með þá stefnu að ábyrgðina á veiðum
og valið að veiða ekki eigi ekki að taka
alfarið frá veiðimönnum,“ sagði Elliði í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Meirihluti umhverfis- og skipulags-
ráðs Vestmannaeyja, fulltrúar D lista,
ákvað á síðasta fundi sínum að heimila
lundaveiði í Vestmannaeyjum í þrjá
daga í ágúst, 11., 12. og 13. Fulltrúi E-
lista vildi fresta ákvörðun vegna þess
hve lítið hefði sést af lunda síðustu vik-
ur.
Ábúð minnkaði mikið milli ára
Fram kom í frétt hér í Morgun-
blaðinu 22. júní sl. að niðurstaða fyrra
lundaralls Náttúrustofu Suðurlands
hefði verið sú að ábúð lunda í Vest-
mannaeyjum hefði verið með léleg-
asta móti. Einungis hefði verið orpið í
um fjórar lundaholur af hverjum tíu í
Eyjum. Í fyrra hefði ábúðin þar verið
77%. Það væri einungis í Dyrhólaey
sem ábúðarhlutfallið væri lægra en í
Vestmannaeyjum eða 34%. Annars
staðar hringinn í kringum landið væri
ástandið gott eða mjög gott í lunda-
varpinu.
Tekið var fram á Facebook-síðu
Náttúrustofunnar eftir fyrra lunda-
rallið að ábúðarhlutfallið hefði verið
kannað fyrr í vor en áður. Þess vegna
gæti ábúðarhlutfallið átt eftir að
hækka, sérstaklega á Suðurlandi þar
sem varp hefði byrjað seint undan-
farin ár. Endanlegt ábúðarhlutfall þar
fengist eftir seinna lundarallið sem
yrði í lok þessa mánaðar.
Í bókun meirihluta umhverfis- og
skipulagsráðs um lundaveiðar frá því
4. júlí sl. segir m.a.: „Meirihluti ráðs-
ins telur afar mikilvægt að stýring
veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki
á öllum stundum fyrst og fremst mið
af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lög-
um er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu
frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar.
Með tilliti til stöðunnar samþykkir
ráðið að skerða veiðitímabilið um 94%
og heimila eingöngu veiðar í 3 daga af
46, frá 11. ágúst til 13. ágúst. Er um að
ræða sama dagafjölda og árin 2015 og
2016.“ Eru bjargveiðimenn hvattir „til
þess að ganga fram af varkárni við
veiðar og haga þeim með þeim hætti
að lundinn njóti ætíð vafans.“
Morgunblaðið/Ómar
Lundi Fyrra lundarallið sýndi einungis 40% ábúð lunda í Eyjum, sem þýðir
að orpið hafi verið í 4 af hverjum 10 lundaholum. Í fyrra var ábúðin 77%.
Vilja að lundinn njóti vafans
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund
gistinætur á Suðurnesjum fyrstu
fimm mánuði ársins og er það 67%
aukning frá sama tímabili í fyrra.
Þær upplýsingar fengust frá
Sýslumanninum á Suðurnesjum að
samtals séu í gildi 111 gistileyfi á
svæðinu. Þar af séu 7 á Ásbrú.
Tölur um fjölda seldra gistinátta
eru sóttar á vef Hagstofunnar.
Hjörvar Pétursson, sérfræðingur
hjá Hagstofunni, segir tölur um
fjölda gistinátta í einstökum mánuð-
um sóttar til valinna gististaða.
Hann vísaði á töflu með sundurlið-
un eftir tegund gistingar á Suður-
nesjum. Samkvæmt henni skráði
Hagstofan 31 gististað á Suðurnesj-
um í maí í fyrra. Gistileyfin eru nú
hins vegar tæplega þrefalt fleiri.
Geta ekki fylgst með öllum
Spurður út í þetta misræmi segir
Hjörvar að Hagstofan fylgist grannt
með helstu gististöðum. Hún hafi
hins vegar ekki mannafla til að skrá
umsvif allra sem hafa gistileyfi.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri á
Hótel Keflavík, telur fjölgun gisti-
staða á Suðurnesjum meginskýring-
una á fjölgun seldra gistinátta. Þá
hafi framboð á gistingu á Ásbrú og
nærri flugvellinum sitt að segja.
„Það hefur verið spenna á mark-
aðnum og margir eru tilbúnir að
nýta hvers konar gistingu sem er í
boði. Fólk leitar þangað sem hag-
kvæmara er að gista. Það losnaði um
mikið húsnæði á Ásbrú við brott-
hvarf varnarliðsins. Það húsnæði
seldist síðan ódýrt. Kaupverðið var
jafnvel langt undir byggingarkostn-
aði og gistirými á Ásbrú er eftir því
ódýrt,“ segir Steinþór en hlutfall Ís-
lendinga í gistingu á Suðurnesjum
var 12,5% fyrstu 5 mánuði ársins.
Gistinætur á Suðurnesjum 2007–2017
Heimild: Hagstofa Íslands
Janúar til maí Allt árið
Íslendingar Útlendingar Hlutf. Íslend. Fjöldi alls Breyting Fjöldi alls Breyting
2007 10.018 8.840 53,1% 18.858 –– 53.823 ––
2008 8.831 8.178 51,9% 17.009 -9,8% 58.625 8,9%
2009 4.885 13.559 26,5% 18.444 8,4% 56.603 -3,4%
2010 5.590 11.993 31,8% 17.583 -4,7% 58.217 2,9%
2011 6.230 15.301 28,9% 21.531 22,5% 67.596 16,1%
2012 4.927 17.697 21,8% 22.624 5,1% 72.643 7,5%
2013 7.204 22.902 23,9% 30.106 33,1% 90.545 24,6%
2014 7.336 27.230 4,6% 34.566 14,8% 109.684 21,1%
2015 8.820 41.094 17,7% 49.914 44,4% 145.866 33,0%
2016 11.523 49.138 19,0% 60.661 21,5% 207.371 42,2%
2017 12.673 88.512 12,5% 101.185 66,8% –– ––
Ljósmynd/Keilir/Birt með leyfi
Ásbrú Vísbendingar eru um að Suðurnes séu að festa sig í sessi sem fyrsti og síðasti áfangastaður ferðamanna.
Alls 111 með gisti-
leyfi á Suðurnesjum
Seldar gistinætur í janúar til maí voru 67% fleiri en í fyrra
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Fyrstu fimm mánuði ársins 2017
hefur sárasóttartilfellum fjölgað
talsvert umfram það sem sést hefur
síðastliðin ár. Þetta kemur fram í
fréttabréfi sóttvarnalæknis, Far-
sóttafréttir. Alls hafa 23 einstakl-
ingar á þessu ári greinst með sára-
sótt, sextán karlmenn og sjö konur.
Til samanburðar voru einungis sex
einstaklingar greindir með sárasótt
yfir sama tímabil 2014. Þá kemur
einnig fram í fréttabréfinu að fjöldi
þeirra sem greinst hafa með HIV,
lekanda og klamydíu er líkur því
sem sést hefur undanfarin ár.
Fyrstu sex mánuði ársins greind-
ist talsverður fjöldi einstaklinga
með lekanda en þeim hefur þó
fækkað frá því 2016. Karlar eru í
meirihluta þeirra sem greinast með
lekanda en alls hafa 20 karlar
greinst á þessu ári og 13 konur. Í
fréttabréfi sóttvarnalæknis er tekið
sérstaklega fram að ónæmi lekanda
fyrir sýklalyfjum sé vaxandi vanda-
mál víða en fjölónæmir stofnar lek-
andabaktería hafa enn sem komið
er ekki greinst á Íslandi.
Klamydía enn í sérflokki
Klamydíusýkingar eru enn í sér-
flokki af þeim kynsjúkdómum sem
greinast hér á Íslandi og hafa 303
karlar og 403 konur greinst með
klamydíu það sem af er árinu og er
það svipaður fjöldi og hefur verið á
síðustu tveim árum. Árið 2014
greindust hins vegar um 800 ein-
staklingar með klamydíu á fyrstu
sex mánuðum ársins og því rúmlega
100 færri einstaklingar sem grein-
ast í ár.
HIV-sýkingum fækkar
Fjöldi þeirra sem greinst hafa
með HIV-sýkingar á fyrstu sex
mánuðum ársins er minni en á
sama tímabili í fyrra. Af þeim sem
hafa greinst á þessu hafa þrír verið
samkynhneigðir, þrír fíkniefnaneyt-
endur og tveir gagnkynhneigðir.
Þrír eru af erlendu bergi brotnir og
tveir af þeim voru með þekkta HIV-
sýkingu fyrir komuna til landsins.
Þá eru karlar í miklum meirihluta
þeirra sem greinast með HIV-
sýkingu á Íslandi en sjö af þeim
átta sem greindust með HIV árið
2017 eru karlkyns. Þá voru sextán
einstaklingar greindir með HIV á
sama tímabili í fyrra eða um helm-
ingi fleiri en í ár. Hins vegar
greindust átta einstaklingar með
HIV-sýkingu á fyrstu sex mánuðum
ársins 2015 en fjórir greindust árið
2014.
Starfshópur um kynsjúkdóma
Heilbrigðisráðherra skipaði í
mars síðastliðnum starfshóp til að
stemma stigu við útbreiðslu kyn-
sjúkdóma og HIV/alnæmis á Íslandi
og hefur starfshópurinn verið í
samráði við fulltrúa HIV-Ísland,
forsvarsmenn Samtakanna 78,
ásamt aðilum sem sinna forvarna-
starfi hér á landi.
Þá er áætlað að starfshópurinn
skili tillögum sínum til heilbrigðis-
ráðherra um aðgerðir til að sporna
við útbreiðslu kynsjúkdóma á kom-
andi hausti.
Sárasótt í
sókn á Íslandi
HIV-sýkingum fækkað um helming
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Forvörn Smokkurinn er ein besta
forvörnin gegn kynsjúkdómum.