Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 13

Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 13
sem heitir Ingibjörg Ásdís Sveins- dóttir, en hún er bókmenntafræð- ingur og sagnaþula og fer á milli deilda hjá okkur til að segja börn- unum sögur. Hún hannaði mynd- irnar á vegginn,“ segir Sigrún en á meðal mynda á veggnum eru Geit- urnar þrjár, Álfadrottningin, Krummi í klettagjá, Fiskarnir Gunnar og Geir, Rauðhöfði og Skotta úr ömmu og draugunum. „Myndirnar á veggnum eru úr þeim sögum og ævintýrum sem við höfum verið að vinna með hérna í skólanum,“ segir Sigrún. En hvernig skyldi þessi hugmynd hafa kviknað? „Starfsmenn hjá okkur, þær Íris Ósk Kjartansdóttir íþróttakennari og Ingibjörg Ásdís (Imma) eru í raun konurnar á bak við tjöldin með þetta allt saman. Þær hönnuðu og útfærðu hug- myndina. Þetta er rosalega skemmtileg hugmynd og fléttar saman starfið okkar hérna í Urðar- hóli. Við fórum bara af stað og ákváðum að láta af þessu verða,“ segir Sigrún. Að hennar sögn hafa bæði foreldrar og krakkar tekið nýja veggnum mjög vel. „Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með krökkunum, hvernig þorið eykst hjá þeim, frá því að fara í fyrsta þrepið og svo upp í það næsta. Það fer að sjálfsögðu mikið eftir aldri þeirra, þroska og hreyfi- færni hversu hátt þau treysta sér.“ Að sögn Sigrúnar er veggurinn ekki í notkun á sumrin. „Við erum ekki með þetta opið yfir sumartím- ann því þá nýtum við íþróttasalinn sem eina deild. Við hlökkum því mikið til að taka hann í notkun aft- ur næsta vetur.“ Á heimasíðu leikskólans segir að með hreyfingu sé átt við að auka vitneskju barna um líkama sinn, styrkja sjálfsmynd þeirra, stuðla að betri hreyfifærni, auð- velda samskipti og læra hugtök. Þá er listsköpuninni sömuleiðis ætlað að örva sköpunargleði barnanna, auka hugmyndaflug þeirra, kynn- ast og meðhöndla mismunandi efnivið og skynja fegurðina í um- hverfinu allt í kringum sig. Það er því ljóst að Ævintýraveggurinn er mikil og góð viðbót við Urðarhól sem á eftir að nýtast börnunum þar vel um ókomna tíð. Klifrað Sigrún segir gaman að fylgjast með hvernig þor krakkanna í Urðarhóli eykst með hverju skrefi. Ofurhugar Krakkarnir í Urðarhóli njóta góðs af nýja klifurveggnum sem gerir þeim kleift að auka hreyfingu sína og bæta sjálfstraust. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Enski rithöfundurinn Jane Austen er einn þekktasti rithöfundur síns tíma en flestir þekkja bók hennar Hroki og hleypidómar. Í dag mun fara fram upp- boð í Lundúnum á bréfi sem Austen sendi uppáhalds frænku sinni, Önnu Lefroy. Bréf þetta þykir sérstakt vegna þess hversu hispurslaust Austen talar um skáldsöguna Lady Maclairn, the victim of Villainy eftir rithöfundinn Rachel Hunter. Austen er ekki þekkt fyrir að hafa sest í sæti gagnrýnanda og því þykir þetta bréf hennar sýna dálítið aðra hlið á henni en almennt þekkist. Lýsti Austen bókinni sem frekar leiðinlegri og lausri við ímyndunarafl. Síðar í bréfinu virðist hún þó viður- kenna að bókin hafi verið einkar skemmtileg vitleysa. Gamalt bréf varpar nýju ljósi á rithöfundinn fræga Reuters Rithöfundur Jane Austen er meðal annars þekkt fyrir skáldsögu sína Hroki og hleypidómar. Nú sýnir bréf hennar hana í öðru og skemmtilegu ljósi. Gagnrýnandinn Jane Austen Talnablinda eða dyscalculia er af svipuðum toga og lesblinda, en þó er hið síðara mun þekktara hugtak. Talnablinda getur birst í ýmsu formi og því er talið að hið hefðbundna kennsluform, að læra utanbókar, henti þeim sem haldnir eru þessum kvilla afar illa. Einkenni talnablindu geta verið af- ar mismunandi en um það bil sex pró- sent fullorðins fólks eru haldin þess- um kvilla. Sumir snúa tölum á hvolf, aðrir eiga í erfiðleikum með óhlut- bundin hugtök yfir tíma og geta af þeim sökum verið mjög óstundvísir, og enn aðrir eiga í erfiðleikum með að finna út hvað eigi að gefa mikið til baka í viðskiptum. Fólki sem haldið er þessum kvilla er bent á að efla sjónminni sitt því það getur reynst mikilvægt vopn í baráttunni við talnablindu, að geta séð stærðfræðidæmi sjónrænt fyrir sér. Þá hefur mörgum reynst gott að notast við mismunandi liti eftir dæm- um. Lítt rannsakað hugtak innan fræðasamfélagsins Morgunblaðið/ÞÖK Reikningur Tölur geta reynst mörg- um hin mesta kvöð en til eru lausnir. Einkenni talnablindu geta átt sér mörg birtingarform en þess má geta að meðal safn- muna hans er upp- runalegt pappírs- líkan Gabriels af byggingunni. „Í hönnun Gabriels speglast fagurt jafnvægi, sem sést ekki í byggingum sem auðugir bankamenn reistu á 19. öldinni. Þegar ég kom til Parísar sem lítill drengur sat ég oft í Tuileries-garðinum, horfði á Crillon og sagði við sjálfan mig hversu yndislegt væri að gista þar,“ rifjaði Lagerfeld upp. Eftir því sem næst verður komist kostar nótt í herbergi minnst 139 þúsund íslenskar krónur, en hátt í 900 þúsund í svítu. Svíta Lagerfeld segir fölgráu tónana bergmála silfurskær ljós Parísar. Baðherbergi Marmari í hólf og gólf í baðherberginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.