Morgunblaðið - 11.07.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.07.2017, Qupperneq 14
EM KVENNA Í FÓTBOLTA 201714 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex 1.395 Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 585 Strákústar á tannbursta verði Garðkló Garðskófla 595 1.995 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 1.995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 4.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 999 Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Sláttuorf 3.999 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er kominn mikill spenningur í hópinn en við hugsum bara um einn dag í einu eins og er,“ segir Sif Atla- dóttir, miðvörður kvennalandsliðs- ins og leikmaður sænska liðsins Kristiandstad. Þegar Morgunblaðið náði tali af Sif var hópurinn nýkom- inn til Reykjavíkur eftir að hafa dvalið við æfingar á Selfossi um ný- afstaðna helgi. Sif segir ferðina hafa nýst vel til æfinga en hafi ekki síður verið mikil- væg til þess að þétta hópinn. „Það var mjög góður undirbún- ingur að fara til Selfoss yfir helgina og ná að æfa vel. Þetta var að sjálf- sögðu líka gert til þess að þétta hóp- inn enn frekar fyrir komandi átök í Hollandi,“ segir Sif og bætir við að nú sé öll einbeiting hópsins á fyrsta leik mótsins. „Nú erum við alveg farnar að ein- beita okkur að 18. júlí þegar leikur- inn á móti Frökkum fer fram. Við er- um náttúrlega í þessu fyrir þetta enda langskemmtilegast að spila svona stóra leiki.“ Fjölskyldan kemur til Hollands Sif gerir ráð fyrir að fjölskyldan muni fylgja sér út og segist vona að tími gefist til þess að eyða tíma með henni. „Bæði fjölskyldan og tengda- fjölskyldan ætla út skilst mér, það verður ábyggilega ekki mikill frítími á meðan á mótinu stendur en von- andi nær maður að eyða einhverjum tíma með sínum nánustu.“ Spurð um hverjum beri að þakka fyrir þann mikla árangur sem stelpurnar hafa náð segir Sif ýmsa hafa stutt rækilega við bakið á landsliðinu og komið því á þann stað sem það er á í dag. „Allt starfsfólk, aðrir leikmenn, fjölskylda og fleiri. Það má í raun- inni segja að þetta sé sigur heildar- innar enda hafa allir staðið sig afar vel. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma sjúkraþjálfurunum sem eru í heimsklassa,“ segir Sif sem vill ekki gefa upp hvaða leikmenn kvarti mest undan sjúkrateyminu. „Það er engin af þeim sem kvartar enda eru þær allar grjótharðar. Það er bara alvörutöffarar í þessu liði.“ Það kemur maður í manns stað Á undanförnum misserum hefur landsliðið orðið fyrir mörgum skakkaföllum sökum meiðsla hjá lykilmönnum liðsins. Nýjasta tilvikið er meiðsli lands- liðsfyrirliðans, Margrétar Láru, og segir Sif að hún vonist til þess að aðrir leikmenn stígi inn og grípi tækifærið í hennar fjarveru. „Þetta er auðvitað ótrúlega sorglegt en það er víst þannig í íþróttunum að maður kemur í manns stað. Ég vona að þær stelpur sem stíga inn eigi eftir að nýta tækifærið og hjálpa liðinu,“ sagði Sif að lokum. Það eru bara alvörutöffarar í þessu liði  Öll einbeiting á fyrsta leik mótsins Morgunblaðið/Golli Sif Atladóttir Hún segir mikinn spenning vera í hópnum. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Ný stuðningsmannatreyja frá Hen- son fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Hollandi kemur senn í verslanir. Að sögn Halldórs Einarssonar, eiganda Henson, er unnið hart að því að af- greiða pantanir til verslana. Verða treyjunar komnar í sölu í verslunum Pennans og hjá Heim- kaupum í þessari viku. Þá hafa einn- ig sérstakir treflar og derhúfur verið framleiddar fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst 16. júlí. Halldór Einarsson, eigandi Hen- son, segir að treyjan hafi skírskot- anir til Hollands en að blái liturinn og Íslandi sé vitanlega í aðal- hlutverki. Halda uppi stemningunni Halldór segir í samtali við Morgunblaðið að það sé mikill mark- aður fyrir treyjurnar, en hann telur að á milli fimm og sex þúsund stuðn- ingsmannatreyjur hafi selst í fyrra fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Rík ástæða sé til að halda þeirri stemn- ingu uppi sem myndaðist í fyrra. „Það er ekkert vit í öðru en að sýna kvennalandsliðinu þá virðingu að leggja mikinn metnað í þessa framleiðslu. Það er engin spurning að það skiptir feiknamáli að lands- liðið finni fyrir stuðningnum og að stúkan sé vel blá á litinn,“ segir Halldór. Fátt er því til fyrirstöðu fyrir Íslendinga að klæða sig í stuðningsmannatreyjuna eða þá í landsliðsbúninginn sjálfan og mynda bláa heild á móts við hina appelsínugulu búninga sem gest- gjafarnir í Hollandi klæðast, eins og þekkt er. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tólfan Friðgeir Bergsteinsson, einn meðlima stuðningsmannasveitarinnar Tólfan, skartar hér nýju stuðnings- mannatreyjunni sem hönnuð var fyrir Evrópumótið í Hollandi. Treyjurnar eru allar merktar númerinu tólf. Henson býr til treyjur fyrir EM í Hollandi  Hátt í sex þúsund treyjur seldust fyrir EM í Frakklandi Klæðnaður Stuðningsmannatreyja Tólfunnar, auk trefils og derhúfu, fyrir EM í Hollandi. Bláklæddir Íslendingar munu vafalaust setja svip á mótið. Friðgeir Bergsteinsson, meðlimur stuðningssveitarinnar Tólfan, seg- ist í samtali við Morgunblaðið vera mjög sáttur með útkomu stuðnings- mannatreyjunnar fyrir Evrópu- mótið í Hollandi. Hann segir stemninguna innan Tólfunnar vera mjög góða. Það megi meðal annars sjá á heimasíðu Tólfunnar þar sem ítarlegir pistlar hafa verið skrifaðir um mótið sem framundan er. Þá er hann viss um að sú stemning sem myndaðist á landinu síðasta sumar við EM í Frakklandi haldi áfram í Hollandi. „Stelpurnar eiga það líka einfald- lega skilið.“ Að sögn Friðgeirs hefur fylgj- endum Tólfunnar fjölgað umtals- vert síðustu ár. „Þetta hefur stækk- að frá nokkrum einstaklingum í það, miðað við hvernig þetta var í Frakklandi, að þjóðin er orð- in að heilli Tólfu, finnst mér. Það vinna allir saman í heild.“ Aðspurður hve langt hann telji íslenska liðið geta náð á mótinu, segir Friðgeir það vera erfitt að spá um það. Hann vilji frekar spyrja að leikslokum og segist treysta þjálfurum og leikmönnum landsliðsins fullkomlega til að skila góðum árangri í Hollandi. axel@mbl.is Stemningin mjög góð hjá Tólfunni Friðgeir Bergsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.