Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
✝ Hörður Sigfús-son fæddist á
Dalvík 2. apríl
1925. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 28. júní
2017.
Foreldrar hans
voru Sigfús Páll
Þorleifsson og Ás-
gerður Jónsdóttir.
Hörður átti fjögur
systkini og eina
uppeldissystur. Þau eru: Kristín
(látin), Hlín (látin) Kári (látinn),
Kári (býr í Reykjavík) og Ragn-
heiður Sigvaldadóttir (býr á
Dalvík).
Hörður kynntist eiginkonu
sinni Hermínu Þorvaldsdóttur
eiga þrjú börn og níu barna-
börn; Sigríður, fyrri maður
hennar var Kristján Jóakimsson
(látinn), þau ólu upp Kristján
Einar Guðmundsson, hann á
þrjú börn. Seinni maður Sigríð-
ar er Jón Sigurgeirsson; Leifur
Kristinn, kvæntur Steinunni Jó-
hannsdóttur, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn.
Hörður vann á Bílaverkstæði
Dalvíkur í rúmlega hálfa öld og
sinnti auk þess ýmsum viðgerð-
um og smíðum í bílskúrnum við
heimili sitt, ýmist fyrir sjálfan
sig eða aðra. Hann tók einnig
virkan þátt í samfélaginu á Dal-
vík með störfum sínum fyrir
björgunarsveitina og slökkvilið-
ið.
Útför Harðar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 11. júlí
2017, og hefst athöfnin kl.
13.30.
frá Víkurbakka á
Árskógsströnd (d.
18.8. 2012) á Dalvík
og gengu þau í
hjónaband 9. júní
1946. Þau hófu bú-
skap í Bjargi við
Hafnarbraut 2 á
Dalvík hjá foreldr-
um Harðar en árið
1955 byggðu þau
sér heimili að
Goðabraut 16 þar
sem Hörður bjó til dánardags.
Hörður og Hermína eignuðust
fjögur börn, þau eru: Valur,
kvæntur Sigrúnu Friðriks-
dóttur, þau eiga fjögur börn og
sjö barnabörn; Ásgerður, gift
Gunnþóri Sveinbjörnssyni, þau
Elsku afi Hörður er farinn,
sæll lífdaga. Afi var einn af
þessum „gömlu“ Dalvíkingum
sem allir könnuðust við, maður
sem lifði miklar breytingar á
samfélaginu, fæddur 1925. Afi
lifði tímana tvenna, kreppuár
og góðæri, heimsstyrjöld og
mikla tækniþróun, m.a. á bíla-
kosti landans en hann var alla
tíð á kafi í einhverju bílastússi.
Afi var einn af þeim sem tóku
þátt í ýmsum flutningum, m.a.
á mjólk úr Svarfaðardal þar
sem ófærð og vitlaust veður
reyndi á þol og kænsku afa og
samferðamanna að komast á
áfangastað, laga vélar og finna
ráð. Afi var einmitt karlinn sem
gjarnan fann ráð og leysti við-
fangsefni og gat í mínum huga
gert við allt.
Afi var einn þeirra sem ferj-
aði dráttarvélar að sunnan árið
1958 sem frægt er í sögunni og
hann rifjaði stundum upp. Afi
talaði oft um þær miklu breyt-
ingar sem hafa orðið á sam-
göngum, bílakosti og snjóruðn-
ingstækjum. Jarðgöng, brýr og
malbik komið til sögunnar. Afi
vann lengi á Bílaverkstæði Dal-
víkur, var þar verkstæðis-
formaður lengi vel og átti
marga samferðamenn sem
minnast hans og verka hans
með hlýju enda kenndi hann
mörgum að gera við bíla. Afi
keyrði og gerði við bíla allt sitt
líf og ófáar stundirnar sem ég
átti í skúrnum hjá honum er
hann dyttaði að bílum og hjól-
um eða hverju sem laga þurfti.
Afi var lengi félagi í björg-
unarsveitinni og á 40 ára af-
mæli sveitarinnar undir lok síð-
ustu aldar var afi heiðraður
fyrir mikil og góð störf í þágu
björgunarsveitarinnar. Það
mætti lengi telja upp allt það
sem afi tók sér fyrir hendur og
gerði fyrir mig, en fyrst og
fremst var hann mér einkar
góður afi, langafi barnanna
minna og tengdaafi konunnar
minnar, afi sem alltaf var gott
að vera í kringum, hlusta á frá-
sagnir hans um gamla tíma sem
og pælingar um tækniþróun. Í
Goðabrautinni hjá afa og ömmu
Hermínu sem lést 2012 var allt-
af athvarf og hlýja. Afi var góð-
ur afi og verður sárt saknað.
Hann var hress og stálminn-
ugur alveg fram á síðasta dag,
keyrði enn en eftir skamm-
vinna sjúkrahúsdvöl fékk hann
hvíldina sem hann var tilbúinn í
umvafinn afkomendum sínum.
Hvíldu í friði afi minn og
takk fyrir samfylgdina um lífið.
Gunnþór, Kristbjörg, Ása,
Ægir og Kári á Dalvík.
Afi Hörður var snillingur,
hjálpsamur, góður, fyndinn og
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
alla. Ég man eftir honum þegar
ég var krakki, alltaf með upp-
brettar skyrtuermar í prjóna-
vesti að brasa eitthvað úti í
skúr, hann var ekkert hættur
að vinna þegar hann kom heim
af Bílaverkstæðinu. Það var
alltaf hægt að fara til afa ef
eitthvað bilaði, t.d. ef keðjan
fór af hjólinu, þá skrapp maður
bara í skúrinn til afa og hann
reddaði öllu. Síðan ég man eftir
mér vann afi á Bílaverkstæði
Dalvíkur og var ég svo heppin
að fá að vinna með honum tvö
sumur, en hann afi benti mér á
að sækja um vinnu á lagernum
á Bílaverkstæðinu þegar mig
vantaði vinnu sumarið eftir 9.
bekk. Ég fékk vinnuna og var
það ótrúlega skemmtilegt sum-
ar, þar kynntist ég manninum
mínum sem ég er gift í dag –
allt afa að þakka eða að kenna,
eins og hann sagði svo oft sjálf-
ur. Mér fannst þetta mjög
skemmtilegt að geta verið
svona samferða afa og fá að
fylgjast með honum í vinnunni,
sitja með honum í kaffi og svo
framvegis.
Afi var alltaf að dytta að
öllu, húsinu, bílunum og fleiru.
Allt var snyrtilegt og fínt hjá
afa og hver hlutur átti sinn
stað, aldrei óreiða á neinu og
allra síst í bílskúrnum. Afi var
duglegur að endurnýta hluti,
ósjaldan kom hann með eitt-
hvað úr gámunum, t.d. þegar
Ari, elsti strákurinn minn, var
lítill, kom afi færandi hendi
með bláa plastdráttarvél sem
hann hafði hirt í gámunum, það
vantaði á hana stýri en afi lík-
legast reddaði stýri á vélina og
færði drengnum í sveitina og
enn er þessi vél til. Hann hafði
ótrúlega gaman af því að fylgj-
ast með langafastrákunum sín-
um og ekki skemmdi fyrir að
þeir höfðu gaman af bílum og
að skrúfa í sundur dót, fikta í
tökkum og brasa. Hann smíðaði
líka heilu fólksbílskerrurnar úr
efniviði sem aðrir voru búnir að
henda.
Sparksleðarnir eru líka ein-
kenni afa, hann er búinn að
smíða þá nokkra og erum við
svo heppin að eiga einn eftir
hann. Afi var mikill berjakarl
og nýtti hverja stund til að
komast í ber á haustin, hann
smíðaði líka berjatínur úr nið-
ursuðudósum sem hann hefði
örugglega getað sett á markað
ef hann hefði viljað. Mér fannst
dásamlegt að fá að fylgja afa
síðustu metrana og fá að kveðja
hann, en var vissulega farin að
hlakka til að heimsækja hann á
Dalbæ, þar sem hann vonaðist
eftir að eyða síðustu árunum
sínum. Ég er samt þakklát fyr-
ir það að hann fékk að fara
svona heill, með allt á hreinu
fram á síðasta dag með húm-
orinn á sínum stað og ótrúlega
hress þrátt fyrir þau veikindi
sem hann gekk í gegnum síð-
ustu dagana.
Elsku besti afi Hörður, takk
fyrir allt.
Kristín.
Þegar ég kvaddi afa Hörð
síðastliðið haust vegna vetrar-
dvalar í Kanada, átti ég alveg
eins von á að það yrði okkar
hinsta kveðja enda þessi ung-
lingur kominn á tíræðisaldur. Í
vetur áttum við síðan mörg
Skype-samtöl á laugardögum
þegar hann var í mjólkurgraut
hjá mömmu og pabba. Þessi
rafrænu samtöl voru okkar ís-
lensku hádegisfréttir, því afi
var algerlega með puttann á
púlsinum varðandi málefni líð-
andi stundar, hvort sem það
hét pólitík, veður og færð eða
fasteignamarkaðurinn á Dalvík.
Svo leið veturinn og vorið og
það var ekki fyrr en daginn
sem ég kom heim frá Kanada
sem ljóst var að hann væri á
förum.
Afi var með eindæmum
starfsamur og verklaginn. Það
lék allt í höndunum á honum og
auk þess var hann afar vand-
virkur. Ég minnist þess að eitt
sinn bauðst ég til að slá lóðina í
Goðabrautinni. Ég vandaði mig
sérstaklega, vissi að það dygði
enginn slóðaháttur. Ég lauk
slættinum og gekk heim sem
eru varla meira en 200 metrar.
Ég var ekki komin upp að
horni þegar ég heyri sláttuvél-
ina fara aftur í gang, ég hafði
ekki vandað mig nógu mikið.
Afi vann á Bílaverkstæðinu á
Dalvík í 52 ár. Þegar vinnudegi
lauk hélt hann áfram í bíl-
skúrnum fram að kvöldmat og
eftir fréttir. Á slaginu sjö var
matur en áður tók afi góðan
tíma í að þvo sér, hann var
snyrtimenni og settist aldrei
óhreinn að matarborðinu þrátt
fyrir að vinnan væri þannig að
oft væru menn skítugir upp
fyrir haus, en ekki afi.
Ég var oft í kvöldmat hjá
ömmu og afa og í minningunni
var kvöldmatartíminn allsherj-
arskilafundur á viðburðum
dagsins, þó aðallega fréttir af
mönnum og málefnum í sveitar-
félaginu. Ógjarnan voru sögur
af hrakförum bænda í Svarf-
aðardal eða Skíðadal sem komu
á verkstæðið með landbúnaðar-
tæki í lamasessi, sumir virtust
koma trekk í trekk sem skrif-
aðist ýmist á ómögulegt teg-
undarheitið, Zetor eða Ford,
eða miður laghentan bóndann.
Sumir virtust ekki kunna með
vélar að fara og það er kannski
eins gott að ég man ekki lengur
á hvaða bæjum þeir bændur
bjuggu. Ég drakk þetta allt
saman í mig óafvitandi án þess
að leggja nokkuð til málanna
en amma fussaði duglega yfir
ósköpunum. Það var ekki fyrr
en ég var orðin fullorðin og fór
að rifja upp þessa kvöldmat-
artíma að ég gerði mér grein
fyrir því hlutverki sem Bíla-
verkstæðið gegndi fyrir sam-
félagið á Dalvík á þessum tíma.
Þangað áttu flestir einhvern
tímann erindi og sumir oftar en
aðrir, þarna var lífæð sam-
félagsins ekki síður en á
bryggjunni. Á sumrin átti mað-
ur stundum erindi niður eftir,
ýmist til að biðja afa að lagfæra
hjólið eða að veiða í skurðunum
sunnan við verkstæðið og í
minningunni var ys og þys við
verkstæðið. Hurðir stóðu
gjarnan opnar því bílum var
ýmist ekið inn eða út; mjólk-
urbílar, vörubílar, dráttarvélar,
sláttuvélar og kannski ekki að
furða að afi vildi helst ekki sjá
okkur þvælast þarna niður frá
Hörður Sigfússon
Mikið hefur
verið rætt og
ritað síðustu
vikur og mán-
uði um mengun
á Suðurnesjum,
nánar í Reykja-
nesbæ og þá
sérstaklega um
mengun frá
kolaveri/-
brennslu við Helguvík. Hver
hélt að fyrir 20 árum að Íslend-
ingar færu að brenna heilu
skipsfarmana af kolum líkt og
gert var á Íslandi 1930? Og þar
að auki á nokkrum stöðum á
landinu? Þetta eru mjög mikil
mistök og það er ekki of seint
að snúa til baka og loka þessum
stöðum. Þessir aðilar fá nið-
urfellingu á sköttum og tollum,
þetta er skömm og hneisa fyrir
Ísland sem ferðamannaland og
leiðandi land á alþjóðavettvangi
sem grænt land. Það er hrylli-
legt að vita til þess að Ísland sé
mengaðasta land í Evrópu á
hvern íbúa og landið þarf að
ganga með betlistaf og kaupa
losunarheimild til að mæta
alþjóðaskuldbindingum sínum
um minnkun á losun á meng-
andi efnum frá verksmiðjum og
bílum. Það er sorglegt að heyra
að álverið á Reyðarfirði borgi
ekki tekjuskatt og arður af sölu
á orku frá Kárahnjúkum rétt
sleppi til að borga af lánum sem
tekin voru til að byggja þetta
umdeilda orkuver. Ég las viðtal
við forstjóra Landsvirkjunar
um þetta og þar kom þetta
skýrt fram.
Stóriðjufíklar á Íslandi vildu
álver við Helguvík og kolaspú-
andi verksmiðju númer tvö.
Sem betur fer hefur álver þar
verið blásið af. Trúlega endar
það sem geymsla bílaleigubíla á
mörgum hæðum, en það er
raunhæft í dag á meðan þessi
ferðamanna-
straumur er til
landsins. En mér
segir svo hugur að
Íslendingar eigi
eftir að rústa hon-
um með hárri
skattlagningu og
heimsins hæsta
matarverði. Heim-
ila þarf innflutning
matvæla, tollfrían
og án verndartolla,
þá fyrst nautakjöt,
hænsnakjöt og
svínakjöt. Þetta springur með
álögum sem nú eru. Ferða-
menn reka upp öskur er þeir
kaupa mat á veitingahúsum og
í Bónus og þó er það nú lægst
þar. Sá risi frá USA sem opnaði
í Garðabæ í vor, sýndi Íslend-
ingum hvaða okur var og er á
Íslandi. Vonandi verður það
bara byrjunin. Gott væri að fá
Walmart hingað til landsins og
Tesco frá Bretlandi. Það er lág-
mark að fólkið í landinu eigi
greiðan aðgang að matvælum á
réttu verði. Í dag er virðisauka-
skattur og okur á matvælum og
burt með verndartolla. Ég bjó í
Bretlandi og sá að virðisauka-
skattur var ekki á matvælum
og þannig verðlagningu vantar
okkur á Íslandi.
En ég hef ekki sagt skilið við
Suðurnes og mengun þar.
Ferðamannaflóðið og sú vinna
sem skapast á Keflavíkur-
flugvelli er næg fyrir Keflavík
og nágrenni, en í dag er starf-
andi erlent vinnuafl þar. Nýja
flugstöð vantar þar innan fárra
ára, terminal 2, og væri þar
möguleiki á einkavæðingu.
Einnig vantar nýja flugbraut
þar og það þarf að hefjast
handa strax því tíminn líður.
Mengun hefur alla tíð verið
til staðar á þessu svæði sl. 65
ár. Bandarísk herstöð var þar
og gífurleg mengun kom og
kemur þaðan. Allt sorp og af-
gangsolía var grafin þar. Árið
1986 kom í ljós að gífurlegt
magn af olíu hafði lekið í jörð
þar á vissum tíma, sumir töluðu
um heilu skipsfarmana. Á því
ári kom allavega í ljós að vatns-
ból frá Fitjum í Ósabotnum
voru menguð og flekkurinn
færðist hægt yfir allan skagann,
gervihnattamyndir sýndu það.
Vatn er því sótt í land Grinda-
víkur fyrir allt svæðið. Ameríski
herinn greiddi vissa upphæð
þar, en þeir viðurkenndu ekki
bótaskyldu og var þetta kallað
aðstoð „aid“.
Tíðni krabbameins hefur alla
tíð verið hæst á landsvísu í
Keflavík og Njarðvík, þar er
herstöðin í fyrsta sæti sem or-
sakavaldur. Árið 1980 ritaði
Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir í
Keflavík grein í blað um háa
tíðni fósturláta á þessu svæði og
hroðalega vansköpun á börn-
um, en Svíar höfðu ekki séð an-
að eins, nema frá Víetnam. Þá
var hennar grein talin vera af
pólitískri andúð á herstöðinni
og vegna þess að hún sat í bæj-
arstjórn fyrir Alþýðubanda-
lagið. Í blaðagrein í staðarmiðli
staðfesti Konráð, fv. yfirlæknir,
þetta, mengað vatn var talið
sökudólgurinn. Fengu foreldrar
bætur? Svarið er nei.
Krabbameinstíðni er ekki
Marlboro-manninum einum að
kenna. Sökin er herstöðvarinn-
ar. Eftir árið 2006 fór fram
hreinsun í stöðinni. Klór með
fergingu sorphauga, ruslið er
þar enn. Því er ljóst að fleiri
kolaverksmiðjur munu stór-
auka tíðni krabbameins í ná-
grenni sínu, ekki var á það bæt-
andi.
Mengun í og
við Reykjanesbæ
Eftir Virgil
Scheving
Einarsson
Virgill Scheving
Einarsson
» Tíðni krabba-
meins hefur alla
tíð verið hæst á
landsvísu í Keflavík
og Njarðvík.
Höfundur er landeigandi og
býr á Efri-Brunnastöðum,
Vatnleysuströnd.
Ugglaust ekki
allan tímann sem
athyglin er vak-
andi (ekki t.d.
þegar Morg-
unblaðið er lesið)
en margir halda
því fram að fjöldi
fólks hafi meiri
áhuga á allt öðr-
um miðlum en út-
varpi og dagblöðum. Maður
þekkir samt marga, ekki síst
auglýsingafólk sem þætti bæði
gagnlegt og fróðlegt að vita á
hvaða útvarpsstöðvar, ef ein-
hverjar, þjóðin er að hlusta
dags daglega. Ætli margir
hlustendur flakki milli jafn-
margra stöðva og ykkar ein-
lægur? Alla vega ekki mamma
sem núorðið hefur tækið sitt
eingöngu stillt á blessað Ríkis-
útvarpið, rás 1. Sjálfur hef ég
vitaskuld þá afburðarás í
fyrsta sæti fremsta vals í bíl-
tækinu. Rás 2 kemur svo næst
formsins vegna en ég hlusta æ
sjaldnar á þá vísu rás, ólíkt
Gullbylgjunni í þriðja sæti sem
endurútvarpar einnig helstu
fréttatímum Bylgjunnar. Er
nú verður undan að láta í
fjórða vali fyrir hinni fram-
sæknu útvarpsstöð sem nýlega
setti upp sendi á FM 97,3 fyrir
Reykjavíkursvæðið og er
nefnd Útvarp Suðurland FM
96,3. Afar vel heppnaður send-
ir þar varðandi
hljómgæði og
dagskráin jafnan
prýðileg, sér-
staklega á föstu-
dagskvöldum
seint, þegar mel-
ódíur og kántrý
ráða ríkjum.
Eftir sem áður
verður BBC
World Service
fimmti valkost-
urinn í tækinu
mínu – þessi frá-
bæra rás gamla heimsveldisins
sem endurvarpað er út um all-
an heim og gott að vita að við
Íslendingar erum í hópi þeirra
frjálsu þjóða sem ná útsending-
unum. Sjötta og síðasta for-
gangsrásin er svo Útvarp Saga
sem oft spilar skemmtilegustu
músíkina að mínu mati, hvað
svo sem segja má um sumt
annað útvarpsefni þeirrar
stöðvar. Blessunarlega eru auk
þess í vali aðrar sex stöðvar til-
tækar á FM sviðinu, auk fleiri
sem fyrirfinnast ef svo ber und-
ir.
Útvarp er sem sagt áberandi
í mínu lífi – og margra annarra
veit ég vel – en væri nú ekki
bæði gagn og gaman að vita
nokkuð nákvæmlega á hvaða
stöðvar þjóðin hlustar– eða
hvort hún hlustar á nokkrar út-
varpsrásir.
Morgunblaðið hefur oft í tím-
ans rás treyst félagsvís-
indadeild Háskóla Íslands til að
framkvæma skoðanakannanir
á sinn kostnað, er stundum
hafa farið furðu nærri sanni.
Er sá vettvangur hinn eini
rétti til að varpa fram spurn-
ingunni: „Á hvaða útvarps-
stöðvar hlustar þú?“ Hvenær,
hversu lengi, hvar og e.t.v.
fleira sem alvörurannsókn
gæti leitt í ljós.
Manni finnst þó að mennta-
stofnunin, hver svo sem hún
yrði, ætti að bera kostnaðinn
af framkvæmd könnunar-
innar, enda fróðlegt félags-
fræðiverkefni á ferðinni. Og
þar fyrir utan tengist Morg-
unblaðið nú útvarpsstöð er ný-
lega kom inn á markaðinn af
fádæma afli, endurnýjuð með
atvinnufólki á þessu sviði.
Mér sem slíkum dettur allt-
af í hug Háskólinn á Bifröst
þegar merkar kannanir ber á
góma en vísast er Háskólinn í
Reykjavík vænlegasti kostur-
inn þegar á allt er litið.
Núverandi mæling á
hlustun takmarkaðs fjölda út-
varpsstöðva er ekki boðleg í
nútíma samfélagi sem tekið
hefur stórfelldum breytingum
á aðeins örfáum árum. Alvöru
rannsókn á útvarpshlustun er
beinlínis brýn.
Hlustum við öll á útvarp?
Eftir Pál
Pálmar
Daníelsson
Páll Pálmar Daníelsson
» Alvörurannsókn
á útvarpshlust-
un er beinlínis
brýn.
Höfundur er leigubílstjóri.