Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 21
enda hættur á hverju strái og
öryggi var afa ávallt efst í
huga.
Nú er vinnudegi afa lokið.
Vinnulúnar hendur hvíla í
kjöltu og hann farinn í sína
fyrstu og einu langferð.
Kveðjur út í bláan buskann,
Hermína.
Ég man eftir heimsóknum í
Goðabrautina til langömmu og
langafa. Það var alltaf eitthvað
matvænt á eldhúsborðinu sem
maður nældi sér í áður en allur
krakkahópurinn hljóp upp í
leikkompuna og skiptist á að
rugga sér á ótrúlega spennandi
rugguhesti. Ég man eftir lang-
afa á sínum stað úti í bílskúr
með pípu í munnvikinu. Af og
til skottaðist ég þangað en þar
sem áhugi minn á bílum var af-
ar takmarkaður entust þær
heimsóknir ekki lengi.
Afi var ekki maður mikilla
orða. Amma Hermína sá heldur
betur um þá deild! Það var ekki
fyrr en ég var vaxin upp úr
unglingsárunum sem ég kynnt-
ist langafa almennilega að mér
fannst.
Hann bjó yfir algjörri stó-
ískri ró og í hvert sinn sem ég
hitti hann dáðist ég að skörpu
minni hans. Það voru alltaf ein-
hverjar nýjar sögur sem við
fengum að heyra með ís og
berjum. Það voru að sjálfsögðu
sögur úr Dalvíkurbyggð því
langafi var heimakær. Það kom
oft vinalegur hneykslunarsvip-
ur á hann þegar ferðalög mín
eða annarra fjölskyldumeðlima
bárust í tal.
Áður en við fjölskyldan flutt-
um til Hollands man ég eftir
því að hafa flogið ein frá Ak-
ureyri til Egilsstaða að heim-
sækja frænku mína. Ég var sjö
ára og einhverra hluta vegna
skutlaði afi Hörður mér inn á
völl.
Ég man ekkert eftir þeirri
bílferð en á mjög sterka minn-
ingu af því hvernig langafi
fylgdi mér út í vél, spennti sæt-
isbeltið mitt og þrengdi vel að.
Hann yfirgaf ekki vélina fyrr
en á síðustu stundu. Umhyggja
fyrir barnabörnunum sínum er
það sem einkenndi afa í mínum
huga.
Hann þurfti ekki að segja
það beinum orðum. Á hverjum
„mjólkurgrautar-laugardegi“
horfði hann á alla krakka-
gríslingana þeytast um og hló
hljóðlega þótt þau stæðu í
miðju frekjukasti.
Langafi Hörður skilur eftir
sig skarð í fjölskyldunni á Dal-
vík. Fögnum langlífi hans og
heilsu – ég mun minnast hans
með hlýju í hjarta.
Árný Arnarsdóttir.
Sólin skein skært í Svarf-
aðardal, blússandi þurrkur og
bændur kepptust við heyskap,
vélar og tæki um öll tún. Sveit-
in og Víkin við sandinn voru í
blóma og allt iðaði af lífi. Kaup-
félagið allt í öllu og ekki síst
Bílaverkstæðið á Dalvík sem
virkaði sem nokkurs konar mið-
stöð fyrir alla starfsemi byggð-
arlagsins.
„Við þurfum að koma þess-
um blöndungi til Dalvíkur á
bílaverkstæðið,“ heyrði ég föð-
ur minn eitt sinn segja, „og ég
vil að Hörður Fúsa taki þetta
að sér, enginn annar“. Þarna
strax skynjaði ég sem ungur
drengur að þessi Hörður hlyti
að vera einhver snillingur, því
faðir minn var afar kröfuharður
á handbragð og alúð manna við
iðju sína.
Þetta var ekki í fyrsta og
eina skiptið sem ég heyrði föð-
ur minn fara með þessa tölu,
Hörður Fúsa var sá sem átti að
leysa málið.
Seinna á lífsleið minni æxl-
uðust hlutir þannig að ég giftist
dótturdóttur Harðar og við
fyrstu kynni okkar Harðar
gerði ég mér strax grein fyrir
kröfu föður míns frá fyrri ár-
um, Hörður var einstakur verk-
maður á allan máta svo að ekki
var annað hægt en að dást að.
Einhvern veginn lék allt í
höndum hans og með einstakri
þolinmæði og stóískri ró náði
hann ávallt að leysa það sem lá
fyrir hverju sinni og gilti þá
einu hvað það var. Ekki vorum
við ávallt sammála um fram-
kvæmd og vinnulag, „ætlar þú
virkilega að gera þetta svona
drengur?“ var ekki óalgengt að
heyra. Mér létti þó þegar ég
vissi að þetta átti ekki bara við
um mig, það voru fleiri sem
fengu svipaðan lestur. Frá-
sagnargleðin var sönn og leik-
hæfileikar hans miklir við tján-
ingu á hvunndagshetjum
samfélagsins. Stálminnugur á
menn og málefni. Heimakær,
Dalvíkin og sveitin var leiksvið-
ið. Pólitískur með eindæmum,
stóð ávallt með sínum flokki þó
að hann gerði grín að og
hneykslaðist á ákvörðunum
þeirra og annarra á hverjum
tíma.
Morgunkaffi, hádegismatur,
síðdegiskaffi, kvöldmatur og
kvöldkaffi ávallt á tilsettum
tíma, án efa grundvöllur góðrar
heilsu og langlífis ásamt góðum
svefni og léttri lund.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti, þakklæti fyrir
afar ánægjuleg kynni og vin-
skap okkar Harðar í gegnum
árin.
Blessuð sé minning Harðar
Sigfússonar.
Arnar Már Snorrason.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermannElsku Arnar
hvað ég sakna þín
mikið. Þú komst í
morgunkaffi á
hverjum degi, mal-
aðir kaffibaunir, helltir upp á
könnuna svo sátum við saman og
sötruðum gott kaffi. Þú flettir
Eiðfaxa og stóðhestablöðum og
varst mjög fróður um hesta, ættir
og dóma. Þú varst blíður, bæði
við dýr og menn. Og ég veit að
skjólstæðingar þínir sakna þín,
bæði í SEM-húsinu og einhverfu
strákarnir sem kynntust hestun-
um þínum, svo fórst þú með þá í
bíó sem var stórsigur fyrir strák-
ana þína. Það er ólýsanlega stórt
Arnar Jónsson
Aspar
✝ Arnar JónssonAspar fæddist
26. mars 1978.
Hann lést 7. júní
2017.
Útför Arnars fór
fram 16. júní 2017.
skarð sem hefur
komið með brottför
þinni, en þú skildir
eftir tvo yndislega
gullmola, fallegar
tvær stúlkur. Pabbi
þinn þakkar þér all-
ar ykkar stundir í
hestaferðum og
smalamennsku að
Laufskálarétt og
fleira.
Elsku Arnar,
megi Guð og allar vættir hjálpa
þér, þú varst ekki sáttur að fara
og ég sá það þegar þú barðist við
að lifa af þessa skelfilegu árás.
Góður Guð, gefðu honum líkn
og okkur styrk sem lifum.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu,
gakk þú inn og geymdu mig,
Guð, í faðmi þínum.
Kveðja
mamma og pabbi.
✝ Eggert HeiðarJónsson fædd-
ist á Akureyri 1.
júlí 1951. Hann lést
á heimili sínu 30.
júní 2017.
Foreldrar hans:
Jón Hallgrímsson,
f. 31.10. 1924, d.
14.9. 1994, og Ceci-
lía Steingríms-
dóttir, f. 8.9. 1929.
Systkini Eggerts:
1) Ingibjörg Steinunn, f. 31.8.
1948, d. 4.8. 2016, maki hennar:
Guðmundur Gíslason, dætur
þeirra eru tvær. 2) Jóhann
Steinar, f. 19.11. 1949, maki
hans er Hulda Einarsdóttir og
eiga þau þrjú börn. 3) Heiðrún
Karen. Guðbjörg á tvö börn frá
fyrra hjónabandi, þau eru: 1)
Jónas Páll Marinósson, f. 30.11.
1978, maki hans er Helga Rós
Einarsdóttir. Þau eiga tvö börn,
Marinó Frey og Ragnhildi Sól-
eyju, 2) María Hólmfríður Mar-
inósdóttir, f. 17.4. 1981, maki
hennar er Halldór Halldórsson.
Barn þeirra er Jökull Heiðar.
Fyrir á Halldór þrjú börn.
Eggert keyrði olíubíl fyrir
Essó um árabil uns hann hóf
störf hjá Sambandsverksmiðj-
unum á Gleráreyrum. Þar starf-
aði hann sem verkstjóri til fjölda
ára. Síðar vann hann hjá Vífil-
felli á Akureyri þar til hann lét
af störfum vegna veikinda. Egg-
ert gegndi stöðu formanns
Verkstjórafélags Akureyrar og
nágrennis (nú Berg, félag
stjórnenda) um árabil og sat í
stjórn VSSÍ.
Útför Eggerts fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 11. júlí
2017, klukkan 13.30.
Helga, f. 22.9. 1954.
Synir Eggerts
frá fyrra hjóna-
bandi: 1) Magnús
Þór, f. 11.6. 1970,
maki hans er Berg-
þóra Steinunn Stef-
ánsdóttir. Börn
þeirra eru Jana Rut
og Darri Már, 2)
Steingrímur Már, f.
11.1. 1978, d. 5.1.
2004.
Eftirlifandi eiginkona Egg-
erts er Guðbjörg Ingileif Jón-
asdóttir og eiga þau saman einn
son, Heiðar Inga, f. 28.7. 1988.
Maki hans er Hildur Björg
Ragnarsdóttir og eiga þau tvö
börn, Ragnar Kára og Maríu
Það er sárt að kveðja þig í
dag, elsku Eggert. Allar okkar
góðu stundir koma upp í hugann
á þessum tíma. Þú varst alltaf
svo hæglátur, ljúfur og brosmild-
ur og alltaf svo gott að hitta þig
sama hvort það var norður á Ak-
ureyri eða í Reykjavík. Það var
alltaf notalegt að fá ykkur Ingu í
heimsókn suður, þið gistuð í þínu
herbergi og alltaf var Lindukon-
fektið tekið upp með kaffinu.
Nafnið á gestaherberginu breyt-
ist ekkert þótt þú sért farinn.
Eggertsherbergi var og verður
alltaf þitt herbergi og aðrir fá
það bara lánað.
Síðast hittumst við júní og átt-
um góða helgi saman. Þú varst
þá orðinn mikið veikur en fórst
samt í smá ferð með okkur út á
Grenivík og hittir þar góða vini.
Þetta var ómetanlegur tími sam-
an og við erum svo þakklát fyrir
að hafa fengið þennan tíma með
þér.
Samverustundir okkar munu
ylja okkur um ókomin ár, mikið
sem okkur fjölskyldunni þótti
vænt um þig.
Hvíldu í friði, elsku vinur,
Inga Jóna, Tryggvi, Val-
gerður, Tómas og Agnar.
Fallinn er frá góður félagi og
vinur, Eggert H. Jónsson, eftir
erfið veikindi.
Kynni okkar Eggerts H. Jóns-
sonar hófust þegar hann var kos-
inn í stjórn Verkstjórasambands
Íslands (VSSI) árið 2001 á
Kirkjubæjarklaustri. Eggert sat
í stjórn VSSÍ (nú Samband
stjórnendafélaga – STF) til árs-
ins 2013. Hann hafði þægilegt
viðmót og létta lund sem varð til
þess að hann varð sérstakur vin-
ur okkar starfsfólksins á skrif-
stofu VSSÍ (STF).
Eggert var formaður Bergs,
félag stjórnenda á Akureyri og
nágrenni, um lagt árabil, hann
var kappsamur um framgang fé-
lagsins, þar var hann formaður
til ársins 2013.
Fyrir nokkrum árum gerðu
veikindi hans fyrst vart við sig.
Þeim tók Eggert með æðruleysi,
ræddi hann veikindi sín á opinn
og hreinskilinn hátt. Í veikindum
sínum hélt hann uppteknum
hætti og kom til skrafs og ráða-
gerða til okkar á skrifstofu VSSÍ
(STF) ásamt sinni yndislegu
konu Ingu.
Við kveðjum þig, kæri félagi,
með söknuði og vottum eftirlif-
andi konu hans, Guðbjörgu Ingi-
leif Jónasdóttur, og öðrum ætt-
ingjum okkar dýpstu samúð.
Skúli Sigurðsson, forseti
Sambands stjórnendafélaga,
og starfsfólk á skrifstofu
STF.
Örfá orð um gæðadreng sem
fallinn er í valinn.
Nokkrum sinnum á lífsleiðinni
hef ég átt því láni að fagna að
kynnast mönnum sem heilla mig
algjörlega með persónuleika sín-
um og verða innan fimm mínútna
í hópi minna bestu vina, algjör-
lega hreinir og beinir, með ríkan
húmor og manni líður strax vel í
návist þeirra.
Einn slíkur var Eggert Heiðar
Jónsson sem nú er því miður fall-
inn frá allt of snemma.
Það var ekki fyrr en 2013 sem
ég kynntist þessum góða dreng
og afburðamanni þegar hann
gekk inn í Oddfellow-regluna í
sömu stúku og ég á haustmán-
uðum það árið og hafði því ekki
þekkt hann nema í fjögur ár en
tókst við fyrstu kynni með okkur
mikill vinskapur og sátum við
ævinlega saman við borð fyrir
fundi, borð þar sem hláturinn
heyrðist óma og gleðin ríkti
ófölsuð.
Mér finnst eins og ég hafi
þekkt hann í 40 ár en ekki fjög-
ur.
Það fór ekki mikið fyrir mín-
um manni í stórum hópi, en það
fór ekki fram hjá neinum að
Eggert heillaði menn algjörlega
með sínum stórskemmtilega per-
sónuleika og breiða brosinu,
enda ekki hljótt í hans hópi.
Samt hafði Eggert sig eiginlega
lítið í frammi, var yfirleitt ekki
sögumaðurinn eða „fígúran“ við
borðið heldur miklu frekar n.k.
segulstál eða fjörkálfa-safnari
fyrir sessunauta sína, og í návist
hans ríkti mikið grín og mikið
gaman.
Eggert var í mínum huga það
sem kalla mætti mjög skemmti-
legan persónuleika sem þurfti
nær ekkert að hafa fyrir hlut-
unum til að eignast trygga vini,
það var hreinlega þannig að
hann var ankeri sem alltaf var
létt yfir og passaði inn í allar
grúppur.
Þegar veikindin fóru að taka
sinn toll og Eggert var á sterk-
um krabbameinslyfjum talaði
hann aldrei um það né líðan sína
nema aðspurður og þá var aldrei
að heyra hjá honum gremju eða
sárindi vegna örlaga sinna, hann
ræddi þetta aðspurður af ein-
stakri ró og æðruleysi, já svo
miklu æðruleysi að menn
greindu engan veginn hversu
mjög hann var veikur og hann
kom á Oddfellow-fundi sama
hvernig ástandið var og síðasta
skiptið var honum ekið inn í
hjólastól og hann sjálfur með
súrefni, en breiða brosið var á
sínum stað.
Já og nú hefur þessi góði vin-
ur minn og afburðadrengur verið
frá okkur tekinn og hans er sárt
saknað, svona menn hittir maður
ekki oft á lífsleiðinni.
Guð blessi þig kæri vinur,
minning þín er eilíf.
Elsku Inga og kæra fjölskylda
Eggerts Heiðars, Guð gefi ykkur
gott líf og þið munið eiga eftir
góðar minningar um frábæran
eðalmann, þær minningar munu
ylja ykkur um ókomna tíð.
Kristján Gunnarsson.
Í dag er komið að hinstu
kveðjustund er við kveðjum góð-
an vin, hann Eggert hennar
Ingu.
Eggert kynntist ég fyrir rúm-
um 20 árum, þegar Inga kom í
saumaklúbbinn okkar. Hann var
einn af þessum fáu eintökum
sem skiptir ekki skapi, alltaf
brosandi og yfirvegaður, einnig
eftir að hann veiktist en hann tók
veikindunum með miklu æðru-
leysi, hann tók alltaf á móti
manni með brosi, faðmlagi og
kossi. Og eftir veikindi mín fyrir
nokkrum árum var alltaf sama
spurning hjá honum, „hvernig
hefur þú það vina mín?“ og ég
spurði á móti „en þú ljúfurinn?“
og alltaf kom sama svarið alveg
fram á síðasta dag, „ég er góð-
ur“.
Nú síðustu ár áttum við oft
gott spjall saman og stríddi ég
honum á að hann ofdekraði Ingu
sína
Þá brosti hann sínu blíðasta
og sagði Inga mín er drottning
og drottningar eru alltaf dekr-
aðar. Ég kom og heimsótti ykkur
hjónin tæpum tveimur sólar-
hringum áður en þú lést þann 30.
júní sl., og er ég mjög þakklát
fyrir að hafa náð að kveðja þig.
Þið voruð svo yndisleg, voruð
að skipuleggja næstu daga, 66
ára afmæli þitt á laugardeginum
og 30 ára brúðkaupsafmælið
ykkar á þriðjudeginum, helst af
öllu langaði ykkur að skreppa í
sumarbústaðinn, besta sælureit-
inn ykkar. En því miður varð
ekkert úr því þar sem þú veiktist
alvarlega um nóttina.
Á dánardegi þínum kom ég við
og knúsaði Ingu og börnin ykkar
og kvaddi þig aftur, það var svo
mikil ró yfir þér, laus við þján-
ingar. Hvíldu í friði, elsku vinur.
Minning um góðan og ljúfan
mann lifir í hjörtum okkar.
Elsku Inga mín og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar.
Helga Eymunds.
Eggert Heiðar
Jónsson
Elsku, fallegi afi
Ísó.
Það er mjög erf-
itt að setja eitthvað
á blað því þetta er enn svo óraun-
verulegt. Við hefðum átt að eiga
meiri tíma. Þú verður alltaf besti
maður sem við höfum þekkt,
hnyttinn, sterkur, yndislegur.
Minningarnar eru margar og
munum við ætíð halda þeim og
þínu nafni í okkar hjarta og segja
börnum, barnabörnum og lang-
afa- og langömmubörnum frá
þessum stórkostlega manni sem
við vorum það heppin að fá að
kalla afa.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
Guðbjartur K.
Guðbjartsson
✝ Guðbjartur K.Guðbjartsson
fæddist 8. júlí 1930.
Hann lést 15. júní
2017.
Útför Guðbjarts
fór fram 24. júní
2017.
því burt varst þú kall-
aður á örskammri
stundu
í huganum hrannast
upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú
ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur
og hlýr
en örlög þín ráðin –
mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Yndislegi Baddi afi, afi Ísó,
harðjaxl af manni! Við elskum þig
núna, alltaf og að eilífu.
Þín,
Svandís, Kristbjörg,
Brynja og Guðbjartur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar