Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 22

Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 ✝ Ólafur Ingv-arsson fæddist 23. maí 1933 að Laxárnesi í Kjós. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund þann 24. júní 2017. For- eldrar hans voru Bjarni Ingvar Jóns- son f. 1.4 1901 d. 1981 og Úrsúla Þorkelsdóttir f. 23.12. 1899 d. 1994. Systkini hans Fjóla Svandís Ingvars- dóttir f. 6.6. 1930 d. 1970, Jó- hannes Ingvarsson f. 17.3. 1932, d. 1947, Auður Helga Ingvars- dóttir f. 10.6. 1935, d. 2012 og Þrúður S. Ingvarsdóttir f. 11.11. 1943. Börn Ólafs fyrir hjónaband eru Margrét Helga f. 21.5. 1955, Steina f. 11.4. 1957, Leifur Krist- um land til að setja upp búnað í hinum ýmsu frystihúsum. Hann keppti í frjálsíþóttum fyrir UMF Dreng og þótti liðtækur íþrótta- maður. Hann var gleðimaður, mikill, dansmaður og var dans- stjóri m.a. í Þórskaffi og Breið- firðingabúð. Hans góða nærvera gerði hann eftirsóttan og hlátur- inn hans ómaði skemmtilega í góðra manna hópi. Hann spilaði hið göfuga spil brids af krafti og áhuga. Stundum allt að 5 sinnum í viku. Þegar árin færðust yfir spilaði hann með eldri borgur- um og fór með strætó allra sinna ferða. En svo fór Elli kerling að nálgast og þau hjónin fengu vist að Grund árið 2016. Útför Ólafs fór fram frá Bú- staðakirkju í gær, 10. júlí 2017. Við úrvinnslu minningar- greina urðu þau leiðu mistök að vitlaus mynd birtist með minn- ingargreinum um Ólaf. Rétt mynd af honum er birt hér að of- an og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. inn f. 25.03. 1958, Grétar f. 31.12. 1960, Linda Björk f. 9.11. 1961, Guð- mundur Ragnar f. 17.11. 1960 d. apríl 2017. Eiginkona Ólafs er Artha Rut Eymundsdóttir f. 2.1. 1941 í Fær- eyjum. Þau giftust árið 1963 og áttu saman þrjú börn. Rakel Eddu f. 24.4. 1963, Björg f. 11.1. 1965 og Ólafur f. 2.2. 1966. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 7. Ólafur hleypti heimdragan- um um 14 ára aldur. Vann fyrst í stað við verkamannastörf en hóf svo nám í járnsmíði og vann lengst af í Stálsmiðjunni og Hamri. Hann var góður verk- maður og var iðulega sendur út Ég náði ekki að kveðja pabba minn áður en hann dó og langar að kveðja hann með nokkrum orðum í hans minningu. Hann var glaður og góður maður og ávallt tilbúinn til hjálp- ar. Ómældar stundir höfum við rætt heimsmál og íslenska póli- tík sem og persónuleg mál. Ekki vorum við alltaf sammála en það kryddaði viðræðurnar bara. Hann var næturhrafn og gat ég því alltaf hringt í hann seint til að ræða málin. Í barnæsku man ég eftir honum syngjandi og trallandi og alltaf var hann tilbú- inn að hafa okkur systkinin sem hjá honum bjuggum með í alls konar heimsóknir hjá hinu og þessu frændfólki, bíóferðir og útilegur þar sem kræklingur var borðaður í fjörunni. Við systk- inin gátum alltaf komið í vinnuna hjá honum í ýmsum smiðjum og verkstæðum þar sem hann vann. Við vorum alltaf velkomin og aldrei fyrir, alveg sama hvert til- efnið var, meira að segja á verk- fallsvakt haldandi í jakkafaldinn. Það voru góðir tímar. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var og hafði áhuga á ljóð- um og var mikill vísnasmiður. Pabbi minn var góður karl og átti margt að gefa. Glaður söngur og nætursnarl var það besta án efa. Kveðja til þín, elsku pabbi, og blessuð sé minning þín. Björg. Nú er víst komið að því að skrifa grein um þig, bróðir. Það er í sjálfu sér ekki svo erfitt enda er af mörgu að taka. Mikið svakalega varstu nú búinn að segja mér oft frá fæðingu minni. Þið systkinin fjögur sátuð með bílstjóranum sem var með lækn- inn með sér og sá gerði spila- galdra meðan litla var að koma í heiminn. Reyndar voru nú oftast komin nokkur glös inn fyrir vestið þegar sagan hófst. En þetta var ágætissaga. Svo er líka að minnast þegar þú sagðir frá ykkur Jóa. Þið vor- uð oftast staddir í fjörunni fyrir neðan Laxárnes búnir að tína fullt af kræklingi og suðuð hann í pottgarmi sem var við hendina. Þetta var gaman að hlusta á. En þar sem það voru tíu ár milli okkar þá vissi maður ekki af sorg þinni þegar Jói féll frá fyrr en löngu seinna. Þú varst í raun- inni viðkvæmur innst inni en það var falið og frekar kíkt djúpt í glasið. En ég minnist líka þegar þú komst heim og þegar slátturinn hófst. Klárarnir voru spenntir fyrir sláttuvélina og þú stjórn- aðir þeim af natni. Það var líf og fjör. En svo fór ég í bæinn og þá varstu nú ekki síðri við að taka okkur stelpurnar með þér á gömlu dansana í Þórskaffi sem var nú eiginlega bara ævintýri. Þegar kallað var dömufrí þá tóku dömurnar beinlínis undir sig stökk, renndu sér fótskriðu eftir gólfinu samkvæmt lögmál- inu „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Árin liðu og þú kíktir enn þá djúpt í glasið, það var ekki óvanalegt um helgar að það var hringt klukkan 7 á föstudags- eða laugardagsmorgni og sagt glöðum rómi „var ég að vekja þig?“ og já þú varst nú reyndar að því en það var ekki hægt að skammast í þér svona grútsyfjuð sem maður var. Margt var brallað. Farið í úti- legur. Helst upp að Laxárnesi, kveikt bál í fjörunni, sungið og trallað og farið í sjóinn. Síðan var farið á þorrablót í Fé- lagsgarð eða við héldum okkar þorrablót. En það fór nú að halla undan fæti í drykkjunni. Þú varst farinn að drekka ótæpi- lega. Fannst það að lokum sjálf- ur, var líka sagt að dauðinn væri nærri ef ekki yrði stoppað. Svo fór að þú hættir alveg upp á þitt einsdæmi en þá var ekki lengur hringt um helgar. Þú fórst mikið í heimsókn til Auju sys. En það slitnaði upp úr þeim heimsóknum og þá fórstu að koma til mín, helst á laugardags- morgnum. Það þurfti mikið að ræða og heimsóknin byrjaði á að þú settist í stólinn, fékkst kaffi og svo var spekúlerað oftast um Kjósverja og þá kom sér vel að eiga Kjósarbókina. Seinni árin höfum við reynt að fara á Kjós- ardaginn. Börnin þín voru dugleg að fara með þig. Reyndar fórstu síðustu ferðina í Kjósina með Rakel og Kalla í maí þegar af- mælið þitt var. Þú varst bara hress. Skoðaðir fornar slóðir við Laxá þar sem stundum var laumast í skjóli nætur með veiði- stöng. En nú ertu farinn, kannski að tína krækling í fjörunni, athuga með veiðibjölluegg í Eyrarfjalli, spila brids með pabba, mömmu og öllum hinum. Hvað veit mað- ur svo sem. Þakka þér, besti bróðir minn, fyrir samveruna. Þín litla systir Þrúður (Þrúða). Ólafur Ingvarsson ✝ María Einars-dóttir fæddist í Lambhól í Reykja- vík 4. október 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 16. júlí 1898, d. 17. júní 1969, og Einar Steinþór Jónsson, f. 16. október 1898, d. 13. ágúst 1993. María „Mæja í Lambhól“ var elst fjögurra systkina, þau eru; Jón Ragnar, f. 1928, Steinþór, f. 1930, d. 2014, og Hrefna, f. 1937. Þann 3. maí 1947 giftist María Ólafi Gunnari Jónssyni, f. 2. júní 1926, d. 30. september 2012. dóttir, þau eiga tvo syni. 5) Ólafía Jóna, f. 1956, maki Þór Ingvarsson þau eiga fjögur börn. Mæja og Óli hófu búskap í Lambhól við Skerjafjörð og bjuggu þar til ársins 1967 er þau fluttu í nýbyggt hús að Reyni- hvammi 1 í Kópavogi og bjuggu þar ætíð síðan. Mæja vann heima við, sinnti húsmóðurstörf- um og tók að sér saumaskap. Eftir að fjölskyldan flutti í Kópavog fór Mæja að vinna á sauma- og prjónastofunni Tinnu í Kópavogi og vann þar þar til að hún hætti fyrir aldurssakir. Mæja var virk í Kvenfélagi Kópavogs þar sem hún sat í stjórnum árabil, hún stundaði hestamennsku ásamt fjölskyld- unni í hestamannafélaginu Gusti í Glaðheimum og þá var hún virk í Rauðakrossstarfi. Útför Maríu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 11. júlí 2017, klukkan 11. Foreldrar hans voru Ólafía Guðrún Sumarliðadóttir, f. 15. janúar 1905, d. 6. júlí 1984, og Jón Ársæll Jónsson, f. 3. janúar 1897, d. 9. ágúst 1994. Maja og Óli eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigrún Valgerður, f. 1947, d. 2012, eft- irlifandi maki er Hreinn Hlíðar Erlendsson, þau eignuðust þrjá syni. 2) Einar, f. 1951, maki Anna Sigríður Sig- mundsdóttir, þau eiga þrjú börn. 3) Ingvar Sigurður, f. 1954, d. 1981, var kvæntur Mar- gréti Reynisdóttur, þau eign- uðust tvær dætur. 4) Viðar, f. 1955, maki Rannveig Tómas- Það verður skrítið að koma til Reykjavíkur og geta ekki komið við á Reynihvamminum. Þaðan á ég margar góðar minningar og þar var svo gott að vera, hjá ömmu og afa. Heima hjá þeim var svo góður andi að alltaf þegar ég kom í heimsókn þá færðist mikil værð yfir mig. Og stundum lagði ég mig bara í sófann og sofnaði. Svo nota- legt. Þegar ég hugsa til baka þá get ég enn þá heyrt raulið í ömmu og saumavélasuðið innan úr saumaherberginu hennar. Amma var hafsjór af upplýsing- um um saumaskap og allt sem því fylgir. Hún fylgdist alltaf vel með tískunni og gátum við eytt heilu dögunum í að ræða um tísku og tískustrauma. Oftar en ekki fór ég heim með flíkur sem ekki höfðu passað ömmu en ég var svo heppin að pössuðu mér. Einu sinni þegar ég var ca. tvítug saumaði amma á mig peysu. Ég sagði vinkonunum frá að amma væri að sauma á mig peysu og þeim fannst það ekkert mjög töff. En svo mætti ég í peys- unni og ég man enn þá svipinn á þeim þegar þær bara „vá okey, þetta er bara mjög flott peysa“ og öfunduðu mig ekkert smá af þess- ari flottu flík. Auðvitað var þetta flott peysa því amma var sko með puttana á púlsinum. Þegar ég hugsa um ömmu þá koma ull og ullarflíkur upp í huga mér og lyktin af ullarefni mun allt- af minna mig á ömmu. Amma elsk- aði ull, var mikill talsmaður ís- lensku ullarinnar og gat saumað úr ullarefni allt milli himins og jarðar. Þegar ég var lítil fannst mér svona hitt og þetta um alla þessa ull sem mig klæjaði undan en í dag er ég farin að elska ullina líka. Ég hrein- lega veit ekki hvernig ég á að kom- ast af án ullarsokkanna sem hún saumaði og hafa svo oft reddað mér í kulda og snjó. Amma hafði alveg einstaklega góða nærveru og góða sál. Hún vildi alltaf vera til staðar fyrir alla og mátti ekkert aumt sjá. Börn elskuðu hana og var hún algjör barnagæla. Amma brallaði mikið með okkur barnabörnin þegar við vorum lítil. Nennti endalaust að stússast fyrir mig í kringum hest- ana. Þó að hún hafi verið hætt að fara á bak þegar ég man eftir mér þá var hún alltaf þátttakandi í sportinu. Mætti á sýningar og mót og tók þátt í æskulýðsstarfinu af fullum krafti. Saumaði búninga og bakaði og hvatti mann áfram. Ég er henni afar þakklát fyrir. Elsku amma, ég á margar minningar og gæti ég haldið hér áfram endalaust. Læt þetta duga í bili en ég held í vonina að við hitt- umst aftur. Ég er sannfærð um að afi hefur tekið á móti þér og nú getið þið loksins haldist í hendur aftur og tekið nokkur dansspor á kvöldin. Ég kveð þig með söknuði, amma mín, og takk fyrir allt. Fæ kveðjuna þína að láni: Guð geymi þig. Þín María. Mig langar að kveðja þig, systir mín, með nokkrum minningabrot- um frá þeim tíma þegar heimur- inn blasti við okkur einfaldur, eng- in voru vandræðin og ekkert var vesenið. Maja var frumburður for- eldra okkar. Á móti henni tók Helga Níelsdóttir ljósmóðir, sem seinna átti eftir að taka á móti öll- um börnum Maju og Óla. Skírð var hún í höfuðið á einni Maríu og eftir annarri Maríu. Báðar voru þær fósturmæður móður okkar Valgerðar. Maja gekk í Skildinga- nesskóla, sem var til húsa að Baugsvegi 7. Í Skildinganesskól- anum voru kennarar, sem Maja minntist alla tíð með mikilli hlýju. Á þessum árum þótti sjálfsagt að öll börn færu í sveit og lærðu að “vinna“. Og við systkinin frá Lambhól, þessum kyrrláta stað við Skerjafjörðinn, fórum ekki varhluta af því. Það var friðsælt og gott að alast upp við Skerjafjörð- inn á þessum árum. Engin var Ægisíðan og engir voru Hagarnir, nema þeir grænu þar sem búfé gekk á beit. Foreldrar okkar áttu alltaf tvær kýr í fjósi. Hænsnin komu seinna. Alla tíð átti faðir okkar trillu, lagði hrognkelsanet á vorin og réri til fiskjar. Svona gekk lífið fyrir sig og svona komumst við af. Á fyrri árum fjölskyldunnar var pabbi starfandi sjómaður og oft langdvölum að heiman. Þá mæddi mikið á móður okkar að halda ut- anum hópinn. Þegar Maja hafði aldur til lærði hun það sem hugur hennar stóð til. Það var sauma- skapur. Hún vann lengst af hjá saumastofunni Gullfoss. Þar lærði hún saumalistina sem hún bjó að alla ævi. Þeir voru ófáir kjólarnir sem hún saumaði á mig. Maja vann hjá saumastofunni þar til hún giftist manni sínum honum Óla. Einstakur öðlingur var hann og meira prúðmenni fannst ekki. Ungu hjónin bjuggu því fyrstu ár- in í einu herbergi hjá okkur og þar áttu þau tvö fyrstu börnin sín, Sig- rúnu og Einar. Það var haft að orðatiltæki heima að “þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm“. Byggt var við gamla húsið í Lambhól og þar bjuggu Maja og Óli þangað til þau fluttu í nýbyggt húsið sitt á Reynihvammi 1 í Kópavogi um fimmtán árum síðar. Maja flutti aldrei frá Reyni- hvamminum og bjó þar síðast ein með góðri aðstoð barna sinna. Það fór varla framhjá neinum sem til hennar þekkti að þar fór kona með mikla réttlætiskennd. Hjálpsöm var hún og manna fúsust að greiða götu allra þeirra sem hún gat. Það var alltaf gott að leita til hennar þegar á móti blés. Barngóð var hún og fengu börn mín að njóta þess og seinna barnabörn. Er ég henni ævinlega þakklát fyrir það eins og allt annað. Hún var mikill dýravinur og um árabil áttu þau Óli með krökkunum sínum hross. Sorgin kvaddi dyra hjá fjölskyld- unni í Reynihvammi. Sigurður, sonur Maju og Óla, dó af slysför- um langt um aldur fram sem Maja mín komst aldrei yfir. Sigrúnu sína og Óla missti hún bæði á sama árinu. En upprétt stóð hún eftir með sína góðu fjölskyldu sér við hlið. Hún hefur nú yfirgefið okkur fór þegar sólin skein hæst og fuglarnir sungu skærast henni og Guði til dýrðar. Þannig fékk hún Maja mín að fara fallega í faðmi fjölskyldunnar sátt við allt og alla. Þakka þér samveruna kæra systir. Hrefna Einarsdóttir. Þú varst viðstödd fæðingu mína undir súðinni í Lambhól við Þor- móðsstaði og við trúðum því að á milli okkar lægi sérstakur kær- leiksþráður. Uppteknar af lífinu á sitt hvoru æviskeiðinu kom umvefjandi kær- leikur þinn til mín aftur þegar ég sjálf var orðin móðir. Þú umvafðir mig og börnin hlýju í orðsins fyllstu merkingu og sást til þess að okkur yrði aldrei kalt. Þú gleymd- ir ekki heldur kisunni okkar Hrímu, sem hvíldist vel á ullar- mottum frá þér. Væntumþykja þín birtist líka í áhuga þínum á starfinu mínu. Þú mættir reglulega á tónleika, fylgd- ist með framförum nemendanna og kunnir að meta leikgleði þeirra. Kannski bergmálaði þar sam- hljómur við þína eigin hjartans hörpustrengi. Það var gott að vita af þér í Salnum á afmælistónleik- um Tónstofunnar. Ég veit að þú naust tónleikanna og nú hefur nærvera þín þar enn dýpri merk- ingu fyrir mig. Faðmur þinn var stór og um- hyggjusemi þín breiddi værðar- voðir yfir veikburða börn í öðrum löndum. Þú ræktaðir málleysingja og máttir ekkert aumt sjá. Já, það hefði verið gott að vera fugl í garð- inum þínum, elsku Maja. Barna- börnin þín voru stolt þitt og ríki- dæmi og þú sagðir mér frá þeim öllum. Við grétum líka saman yfir óréttlæti heimsins og ég veit að þú varst tilbúin að hefja för inn í ljóssins friðarheim. Að leiðarlokum kveð ég þig, elsku Maja, auðmjúk og þakklát fyrir þína kærleiksríku elskusemi. Guð geymi alla afkomendur þína. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóhannes úr Kötlum) Valgerður Jónsdóttir. Við bjuggum við sitt hvort hornið skáhallt á móti Maríu og Ólafi við Lindarhvamminn. Oft komu þau með hesta í taumi, gangandi Hlíðargarðsstíginn. Stundum með hrossatað í poka sem þau gaukuðu að okkur Herði. Þau voru miklir mátar, augsýni- lega hlýtt á milli þeirra hjóna. Þau voru að koma úr hesthúsunum. Ólafur var hæglátur maður, orð- var og blíðlyndur. Smám saman kynntumst við þessum grönnum okkar, sem voru talsvert eldri en við. Við fylgdumst með hvernig María annaðist Ólaf þegar veik- indi tóku yfir heilsu hans og hann smá hvarf úr vitundarheimi þeirra. Öllu tók María af einstöku æðruleysi þó að hún fylltist sorg. Ég kynntist Maríu betur eftir að göngugeta mín minnkaði og endurhæfing varð helsta viðfangs- efnið í fimm ár. Þá klöngraðist ég stundum upp háu tröppurnar hennar og bauð henni út í göngu- túra um stígana í Hlíðargarði. Ég með báðar hendur á göngugrind- inni og María mér við hlið með aðra hendi á grindinni minni, hún gleymdi stundum stafnum heima. Við vorum „tvær úr Hvömmun- um“ sem sátum oft á bekkjunum við vatnsþróna og skröfuðum. María var skemmtileg kona, alltaf með hnyttin tilsvör á takteinum. Spurð um líðan sína kom svarið „ekki yngist maður“ sem lýsir vel ágengni gigtar á efstu árum. Þessu fylgdi glettnislegt bros. Ég fékk ótrúlegar ferðasögur frá fyrstu hendi: þau fóru árlega ríð- andi yfir Hellisheiði með marga til reiðar á hestamannamót. Á yngri árum stundaði hún daglega sjóböð í Skerjafirði eftir vinnu. Stelpurnar, afkomendur hennar, drifu hana með sér, 87 ára gamla, til Skotlands í innkaupa- ferð, þær óku henni um göturnar og á pöbbarölt í hjólastól. Hún kunni að gleðjast með af- komendunum og lifði lengi á ferð- unum. Ungan einkavin átti hún í Borgarfirði, langömmustrákinn Ólaf. Þegar drenginn vantaði markmann fór María umsvifa- laust í markið og naut þess að hafa hlutverk. María hafði tröllatrú á íslensku ullinni og var gjafmild á flíkurnar sem hún saumaði úr ullarvoðum, nokkrar þeirra eigum við hér í húsi sem munu ylja okkur um hjartarætur svo lengi sem stætt er. Við gleðjumst yfir að hafa kynnst þessum öðlingum Maríu og Ólafi. Kæru afkomendur Ólafs og Maríu, við sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur. Þið eruð rík- ari en margur að hafa átt til þeirra að telja. Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson. María Einarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR ÞORGRÍMSDÓTTIR kennari, Lækjarseli 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Rafn Kristjánsson Ásdís Margrét Rafnsdóttir Njáll Líndal Marteinsson Ólafur Þór Rafnsson Dögg Guðmundsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.