Morgunblaðið - 11.07.2017, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Sími 535 1200 | sala@iskraft.is | iskraft.is
RAFIÐNAÐARVERSLUN
eru sérfræðingar í LED lýsingarlausnum fyrir
söfn, sýningarsali og staði þar sem gerðar
eru miklar kröfur um afburða gæði,
nákvæmni og fullkomna
tækni í lýsingu
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar
Hér í Flórens á Ítalíu eru saga og listir við hvert fótmál og það ergaman að eyða afmælisdeginum sínum í svona stórbrotnu um-hverfi,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem er 58 ára í
dag. Hann er nú í sumarleyfi erlendis og segist njóta daganna ytra til
fullnustu. Leiðin liggur heim í lok mánaðarins og þá tekur tónlistin við,
sem hefur í meira en þrjátíu ár verið líf og starf Grétars.
„Það er alltaf nóg að gera í músíkinni og það eru alltaf einhver verk-
efni og skemmtanir sem detta inn, þar sem ég er ýmist einn að spila eða
með fleirum. Stundum er Stjórnin ræst út sem fullskipuð hljómsveit en í
annan tíma við Sigga Beinteins saman. Síðast vorum við að spila í mín-
um heimabæ, Höfn í Hornafirði, um sjómannadagshelgina sem var
virkilega gaman,“ segir Grétar. Má hér minnast þess þegar þau Grétar
og Sigga voru saman á sviðinu í Eurovision árið 1990 þegar Eitt lag
enn, framlag Íslands það árið, náði fjórða sæti í keppninni. Raunar átti
þetta tvíeyki mörg vinsæl lög á þessum árum, sem enn eru reglulega
spiluð á böllum og í útvarpinu.
Þegar tónlistinni sleppir segist Grétar reyna eftir megni að verja tím-
anum með vinum og fjölskyldu. „Svo finn ég hvað öll útivera er frábær.
Ég er lítið fyrir fjallgöngur en héðan úr efri byggðum Kópavogs, þar
sem ég bý, er gott fara í gönguferðir, um Vatnsendasvæðið, Heiðmörk-
ina og fleiri svæði hér í nágrenninu,“ segir Grétar Örvarsson að lokum.
Gæðastund Alltaf nóg að gera í músík, segir afmælisbarnið Grétar.
Tónlistarmaðurinn
er í fríi í Flórens
Grétar Örvarsson er 58 ára í dag
A
nna fæddist á Akranesi
11.7. 1977 og ólst upp í
Borgarnesi til 16 ára ald-
urs þar sem hún lærði á
sitt aðalhljóðfæri, selló,
frá 13 ára aldri. Anna stundaði nám við
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi, lauk þaðan stúdentsprófi, flutti
síðan til Reykjavíkur 19 ára þar sem
hún stundaði nám í sellóleik við Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar og
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Anna hefur samið lög frá því hún
var kornung: „Ég upplifði heiminn
með tónlist og um tvítugsaldurinn
byrjaði ég að skrifa niður tónlistina
sem bærðist innra með mér.“
Anna hóf tónsmíðanám við Lista-
háskóla Íslands 2001 og útskrifaðist
þaðan árið 2004 í fyrsta útskrift-
arárgangi skólans. Með skóla var hún
leiðbeinandi á selló við Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar og Tónlist-
arskóla Kópavogs og var í hlutastarfi
hjá Íslenskri tónverkamiðstöð.
Anna tók sér tveggja ára hlé frá
skóla en hélt síðan í framhaldsnám í
tónsmíðum við University of Calif-
ornia í San Diego 2006, en tónlistar-
deild skólans leggur sérstaka áherslu
á samtímatónlist. Hún lauk þaðan
Anna Þorvaldsdóttir tónskáld – 40 ára
Stúdíóvinna Anna eyðir oft drjúgum tíma í hljóðverum, hér á landi og erlendis. Hér er hún í Stúdíói RÚV, árið 2013.
Tónskáld sem skynjar
heiminn sem tónlist
Ljósmynd/New York Philharmonic
Glæsilegt par Anna og Hrafn á opnunarhátíð New York Philharmonic er
henni voru veitt Kravis Emerging Composer-verðlaun sveitarinnar 2015.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.