Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 31

Morgunblaðið - 11.07.2017, Side 31
ir alltaf að virða sýn leikstjórans og fara í þá vegferð, en á leiðinni getur komið upp núningur sem leiðir til átaka.“ Hvernig leikstjóri ert þú? „Ég er mjög líbó – eða þykist a.m.k. vera það – en veit samt oftast hvað ég vil þegar ég sé það. Ég veit a.m.k. alltaf hvað ég vil ekki. Þetta er eins og að vera á þýskri hraðbraut þar sem lokaafurðin er einbreiða brú- in sem við þurfum öll að komast yfir. Við vitum þannig alltaf hvert við er- um að fara, við þurfum bara að finna leiðina. Ákvarðanirnar eru vel ígrundaðar. Ég geri ekki hluti bara af því að þeir eru töff eða sniðugir ef einhver kann að halda það.“ Kallar leikhúsið meira á þig en skjárinn eða hvíta tjaldið? „Ég held að ég sé fyrst og fremst leikhúsmaður, eins skrýtið og það er að viðurkenna það. Það sýnir sig í því að ég fylgist mjög vel með því sem er að gerast í leikhúsheiminum og fer til útlanda til að skoða leikhús, en hef mig ekki í það að horfa á sjónvarps- seríur eða fara í bíó. Það var öðruvísi hér áður fyrr.“ Margt á prjónunum hjá Globe Talandi um að vera tengdur við önnur leikhús. Þú hefur haft sterk tengsl við Globe-leikhúsið í London undanfarið og átt í góðu samstarfi við Emmu Rice listrænan stjórnanda sem nýverið var hrakin úr starfi öll- um að óvörum eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. Hvað get- ur þú sagt mér um aðkomu þína þar? „Þegar Emma tók við sem list- rænn stjórnandi leitaði hún til okkar Nínu og bað okkur að taka sæti í list- rænu ráði Globe fyrir hönd Vestur- ports sem yrði þar með aðildarleik- hús að Globe með það að markmiði að eiga í blómlegu samstarfi næsta ára- tuginn. Það var komið á teikniborðið að við Nína áttum að leika Antoníus og Kleópötru undir leikstjórn Emmu leikárið 2019-20. Ég ætlaði að leik- stýra Hamlet sem átti að vera opn- unarsýning leikársins hjá Globe haustið 2018 og Þorleifur Örn [Arn- arsson] ætlaði að leikstýra mér í tit- ilhlutverkinu í Ríkarði III árið 2019. Síðan vorum við komin á gott skrið með að ætla að bjóða fleiri íslenskum leikstjórum að setja upp sýningar í Globe, alveg óháð því hvort við Nína værum með í því,“ segir Gísli og tek- ur fram að vegna uppsagnar Rice verði því miður ekkert af þessum sýningum hjá Globe. „Það stóð alltaf til að Ríkarður III færi líka á svið hérlendis og því er Hallgrímur kominn af stað með að þýða verkið. Ég reikna með að verkið rati á svið á Íslandi 2019 og mögulega víða um lönd, enda voru komnir nokkrir samstarfsaðilar að borðinu,“ segir Gísli og tekur fram að það hafi verið mjög fróðlegt að fylgjast með þeim miklu hræringum sem átt hafa sér stað í Globe að undanförnu. Spretta af barnslegum ákafa „Það er auðvitað glatað fyrir Emmu hvernig þetta fór allt saman, enda var þetta algjörlega miskunnar- laus framkoma í hennar garð og minnir í sjálfu sér um margt á Shake- speare-leikrit. Það er enn ekki komin fram nein haldbær ástæða fyrir því hvers vegna Emmu er gert ókleift að vinna þarna áfram, því sú ástæða sem upp hefur verið gefin, sem snýr að tækninotkun, er bara tylliástæða,“ segir Gísli og bendir á að það felist ákveðin írónía í því að á sama tíma og Rice sé látin fara vegna tilrauna hennar til að þróa leikhúsið sé það yf- irlýst markmið Globe að vera til- raunaleikhús. „Þetta er algjörlega súrrealískt. En Emma á eftir að koma öflug út úr þessu ferli öllu og er þegar búin að stofna nýjan hóp sem nefnist Wise Children.“ Þið Emma Rice hafið unnið lengi saman. Hún leikstýrði þér í Nights at the Circus sem Kneehigh setti upp í Lyric Hammersmith-leikhúsinu 2006 og í A Matter of Life and Death hjá Breska þjóðleikhúsinu 2007 og ykkur Nínu í Don John hjá Royal Shake- speare Company (RSC) 2008. Af hverju náið þið svona vel saman? „Kneehigh [þar sem Rice var lengi listrænn stjórnandi] og Vesturport spretta af sömu þránni um að vera sjálfstætt skapandi og þar sem hug- myndir spretta af barnslegum ákafa. Þegar hún leikstýrði mér í Nights at the Circus var Kneehigh að springa út undir hennar stjórn á sama tíma og Vesturport var að ná ákveðinni fótfestu í bresku leikhúsi. Það eru mikil líkindi í listrænni nálgun og vinnuaðferðum hópanna tveggja.“ Þú glímdir fyrst við Shakespeare sem leikstjóri þegar Vesturport setti upp Rómeó og Júlíu 2002. Árið 2013 settir þú upp Ofviðrið í München og í fyrra glímdir þú við Óþelló. Er það tilviljun að Shakespeare er að setja svona sterkan svip á feril þinn núna? „Já. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að mér finnst gaman að vinna með texta Shakespeare vegna þess að hann kemur manni stöðugt á óvart. Við lékum Rómeó og Júlíu yfir 400 sinnum og á þriðju til fjórðu hverri sýningu að meðaltali opnaðist einhver nýr leyndardómur fyrir manni í textanum. Fjögur hundruð sýningum seinna er maður samt ekki útskrifaður úr Rómeó og Júlíu. Leik- ritin eru óendanlegur brunnur þar sem engin ein leið er réttari en önn- ur. Nálgunin að Shakespeare er allt- af persónuleg. Ég gæti gert Óþelló aftur í næsta mánuði og haft nálgun- ina allt öðruvísi en síðast þó að ég sé með nákvæmlega sama textann.“ Mjög stoltur af Óþelló Óþelló fékk mjög misjafna dóma hér heima. Dregur það úr þér eða efl- ir sem listamann? „Það kom mér á óvart hvað Óþelló fékk neikvæða gagnrýni í mörgum fjölmiðlum af því að mér fannst – og finnst enn – í alvörunni eins og við hefðum fundið skýra lykla að verkinu sem skilaði sér í útgáfu sem stæði sem sjálfstætt listaverk. Það kom mér á óvart hversu mikilli heift sýn- ingin mætti. Að því sögðu þá fékk ég mikil og jákvæð viðbrögð frá áhorf- endum sem skrifuðu mér persónu- lega, kannski einmitt út af neikvæðu dómunum. Fólki virtist skipta máli að mynda sér eigin skoðanir, en láta ekki hatursbloggara mata sig. Leikrit Shakespeare eru mjög misjöfn í því hversu aðgengileg og skýr þau eru. Rómeó og Júlía býr yfir einfaldari sögu en Óþelló og tilfinn- ingalegt ferðalag persónanna er skýrara. Ofviðrið er stórskrýtið verk. Þegar ég lék í því undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar í Nemenda- leikhúsinu 2000 skildi ég það ekki til fulls. Þegar leikhúsið í München leit- aði til mín og óskaði eftir því að ég leikstýrði verkinu hafnaði ég því í fyrstu. Þeir pressuðu á mig og þá fór ég að skoða verkið betur og ákvað að gefa þessu séns og reyna að finna lykil að verkinu. Verandi í Þýska- landi tók ég skýra afstöðu og ákvað að Prosperó væri maður sem læsti börnin sín inni í kjallara. Sennilega var þetta of stórt skref frá grunn- inum þar sem verið var að þröngva leikritinu inn í konsept sem hentaði ekki fullkomlega. Ég fann því ekki rétta lykilinn og var ekki fullnægður með það verk. Þetta var samt mjög áhugavert ferli og gaman að upplifa viðbrögðin sem uppfærslan fékk. Mér leið hins vegar aldrei þannig gagnvart Óþelló. Þar fannst mér ég hafa fundið nokkra skýra lykla sem birtist í afbrýðiseminni og rasism- anum. Ég gerði Óþelló af miklum heilindum og þetta er sýning sem ég er mjög stoltur af.“ Sjarmerandi siðleysingi Áttu von á að leikstýra einhvern tímann Hamlet? „Nei, ég er ekkert sérstaklega viss um það. Ég skoðaði það mjög vel áð- ur en ákveðið var að setja það á dag- skrá hjá Globe. En þetta er ekkert sérstakt draumaverk. Ég hef hins vegar mjög mikinn áhuga á að vinna Ríkarð III með Þorleifi. Við höfum aldrei unnið saman áður, en verið í góðu sambandi í mörg ár í þessu brölti okkar um heiminn.“ En hvað er það við Ríkarð sem tal- ar til þín? „Við lifum á tíma þar sem fáfræðin og lygin tröllríður öllu. Það er ótrú- legt hvers konar fólk er að stjórna heiminum og hvað fólk kemst upp með. Menn geta logið hverju sem er eða gert hvað sem er en samt komist til valda eða unnið kosningar og blindað heilu þjóðirnar eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. Ríkarður er sjarmerandi siðleysingi og það er svo mikið af þeim endalaust í lífi okkar allra, sem gerir þetta að ótrúlega áhugaverðu viðfangsefni. Maður lærir alltaf mjög margt um mannlegt eðli í glímunni við texta Shakespeare. Ríkarður er eitt af stóru verkunum og ég á eftir að hafa mjög gott af því að takast á við þetta hlutverk. Maður þarf hins vegar að gefa sér góðan tíma, því það er langt ferðalag að takast á við hlutverk á borð við þetta og mikil hugarleikfimi. Maður ætti helst að gera eina Shake- speare-sýningu á þriggja til fimm ára fresti því maður finnur alltaf eitthvað nýtt í þeim fyrir sjálfan sig.“ Kvótakerfið til skoðunar Að lokum er ekki hægt að sleppa þér án þess að forvitnast um hvað annað þú sért með á prjónunum? „Við Nína og Björn Hlynur erum með í bígerð átta þátta sjónvarps- seríu sem nefnist Verbúð sem við vinnum með RÚV. Þetta er í fjár- mögnunarferli núna, en það gæti ver- ið hættulega stutt í það að tökur hefj- ist. Við erum komin með þrusu- handrit sem Mikael Torfason skrifar, en áður hafa komið að handritagerð- inni Margrét Örnólfsdóttir og Jan Trygve Røyneland. Þetta er mjög gott stöff og djúsí saga. Við kynntum þetta á Scandinavian Screening hér í júní og það voru nokkrir stórir aðilar sem komu strax til okkar og vildu samstarf þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Serían gerist á árunum 1983-91 og fjallar um nokkra vini sem gera upp gamlan bát og fara í útgerð. Þeim gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar, en þá fer allt í heljar- innar uppnám. Þetta er stór, mikil og marglaga saga. Þarna ríkir mikil nos- talgía sem margir eiga eftir að kann- ast við, verbúðarlífið, sex, drugs and rock’n’roll eins og þeir segja.“ Finnst þér mikilvægt sem lista- maður að skoða samfélagið með gagnrýnum augum og gera pólitísk listaverk? „Já, stundum er það mjög mikil- vægt. Stundum er mikilvægt að skemmta fólki og stundum þurfum við að gráta saman. Stundum er gam- an að leikstýra, en það er líka gaman að leika og framleiða. Stundum er gott að vera á Íslandi og stundum í útlöndum. Það er bara áhugavert að vera til og það eru forréttindi að fá að starfa í þessu fagi með öllum þessum snill- ingum í kringum mann.“ þessu fagi “ Morgunblaðið/Golli Ást Gísli Örn og Nína Dögg í hlutverkum sínum sem Rómeó og Júlía 2002. Ljósmynd/Eddi Afbrýði Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki sínu sem Jagó í Óþelló 2016. Skapandi Emma Rice, fráfarandi listrænn stjórnandi Globe og áður listrænn stjórn- andi Kneehigh til margra ára. Ljósmynd/blog.shakespearesglobe.com MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.