Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 33

Morgunblaðið - 11.07.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við verðum með skemmtilegt pró- gramm. Megnið af því er samið af flautuleikurum svo það er svolítið sérstakt að því leytinu til,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari sem kemur fram á öðrum tón- leikum Sumartónleikaraðar lista- safns föður síns, Sigurjóns Ólafs- sonar, í kvöld kl. 20.30. Með honum leika flautuleikarinn Anna Noaks og píanóleikarinn Leo Nicholson. „Við Anna vorum saman í Royal Northern College of Music í Man- chester svo það má með sanni segja að við séum af sama skólanum. Við höfum þó þroskast hvort í sína átt- ina síðan þá, hún hefur að mestu leyti haldið til í London þar sem hún hefur mikið verið að vinna við upptökur fyrir kvikmyndir eins og Harry Potter, James Bond og Lord of the Rings. Ég hef starfað sem fyrsti flautuleikari við sinfóníu- hljómsveitina í Bilbao á Spáni frá 1982 og kennt við tónlistarháskól- ann þar,“ segir Freyr. „Píanóleikarinn Leo er miklu yngri en við en hann lærði í sama skóla og við Anna í Manchester. Svo lærði hann í Trinity Laban tón- listarháskólanum í Greenwich þar sem Anna er kennari. Þar vann hann sig upp úr hlutverki nemanda og er nú kennari og undirleikari þar í fullu starfi,“ segir Freyr og að þau Noaks og Nicholson hafi boðið honum að vera með masterklassa í Trinity sl. jól sem hann hafi þegið. „Við þrjú tókum okkur saman og bjuggum til smá prógramm sem við spiluðum í London og ætlum að endurtaka núna. Það er mjög gam- an að fá þetta tækifæri til að spila með þessu góða fólki,“ segir Freyr. Mjög fjölbreytt Freyr segir efnisskrá tónleik- anna vera mjög fjölbreytta. „Við ætlum að byrja á verkinu Rigoletto - Fantasie eftir Franz og Karl Doppler til þess að fá stemningu í fólkið frá byrjun. Svo ætlum við að flytja Return to Avalon eftir David Heath, en það er svolítið sérkenni- legt og fjallar um þegar yfir 200.000 Katarar voru drepnir í Avalon í Frakklandi á 13. öld,“ seg- ir Freyr og nefnir að þau ætli líka að leika Tríó fyrir tvær flautur og píanó eftir Jean-Michel Damase. „Anna hefur kynnst Damase per- sónulega og því er tónlistin hans henni mjög kær. Þetta verk hefur sjaldan verið flutt en er mjög áheyrilegt. Við endum svo á ein- hverju óvæntu. Anna er með suður- amerískar rætur svo við gerum lík- lega eitthvað skemmtilegt með það.“ Freyr nefnir að nú séu liðin tíu ár frá því hann spilaði síðast á Ís- landi. „Mér þykir mjög gaman að spila fyrir íslenska áheyrendur því þeir hafa svo mikinn tónlistar- áhuga.. Þegar ég horfi úr fjarlægð verð ég alveg undrandi á því hvað það er mikið af góðum íslenskum tónlistarmönnum bæði innanlands og utan.“ Af mikilli tónlistarfjölskyldu Honum finnst prógrammið á Sumartónleikaröðinni mjög athygl- isvert í ár en systir hans, Hlíf Sig- urjónsdóttir, er einmitt listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Freyr segir þau systkinin vera komin af mikilli tónlistarfjölskyldu í Danmörku. „Þetta liggur samt í blóðinu í Íslendingum, þetta kemur ekki bara frá dönsku hliðinni. Börnin mín eru að leggja fyrir sig tónlist líka, sonur minn er í meist- aranámi í fiðluleik í Leipzig í Þýskalandi og dóttir mín er á leið til London í framhaldsnám í flautu- leik. Það er undarlegt með hana, hún flýgur áfram með hæstu eink- unir, ég fatta það ekki,“ segir Freyr kíminn. Eins og áður kom fram er Freyr búsettur í Bilbao á Spáni og kveðst hann hafa verið þar í 35 ár. „Það er stutt í að ég fari á ellilífeyri en svo er aldrei að vita hvað skeður á eft- ir. Ég er búinn að fá æðislega mörg tækifæri og horfi fram á við,“ segir Freyr að lokum. Spilar á Íslandi í fyrsta sinn í 10 ár  Freyr Sigurjónsson heldur tónleika í listasafni föður síns, Sigurjóns Ólafssonar, ásamt Önnu Noaks og Leo Nicholson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í föðurhúsum Freyr í safni föður síns, Sigurjóns Ólafssonar, þar sem hann heldur tónleika í kvöld. Nýrri sýningu eins þekktasta ball- ettflokks heims, Bolshoi í Moskvu, hefur verið aflýst en sú átti að fjalla um eina mestu ballettstjörnu allra tíma, Rudolf Nureyev. Frumsýn- ingin átti að fara fram í dag en eng- ar haldbærar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna sýningin var blásin af, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Guardian. Í frétt blaðsins segir að orðrómur sé á kreiki um að ástæðan sé opinská umfjöllun í verkinu um samkyn- hneigð dansarans sem þyki ekki sæma hinum virta ballettflokki en eins og þekkt er þá er andúð á sam- kynhneigðum mikil í Rússlandi. Þykir hneisa fyrir ballettflokkinn að hætt hafi verið við sýninguna. Bolshoi sendi frá sér tilkynningu á laugardaginn var um að hætt hefði verið við sýninguna en í henn- ar stað yrði ballettinn Don Kíkóti sýndur. Vladimir Urin, stjórnandi Bolshoi-leikhússins, hefur gefið þá skýringu að sýningin hafi ekki ver- ið tilbúin og talsmaður Bolshoi hef- ur gefið út þá yfirlýsingu að hún muni ekki fara á fjalirnar fyrr en í fyrsta lagi á leikárinu 2018-19, þar sem næsta ár hefur þegar verið skipulagt í húsinu. Ballettinn um Nureyev samdi Ilya Demutsky, dansana Yuri Pos- sokhov en stjórnandi sýningarinnar var Kirill Serebrennikov, þekktur leikhúss- og kvikmyndaleikstjóri í Rússlandi. Hætt við sýningu Bolshoi um Nureyev Mikilsvirtur Ballettdansarinn Rudolph Nureyev lést árið 1973, 54 ára að aldri. Hljómsveitin Green Day hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tónleika sem hún hélt á hátíðinni Mad Cool Festi- val í Madrid skömmu eftir að loftfimleikamaður hrapaði þar til bana en hljómsveitin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa komið fram vegna þess. Forsprakki sveitar- innar, Billie Joe Armstrong, segir í yfirlýsingunni að hljómsveitin hafi ekki vitað af banaslysinu fyrr en að tónleikum loknum og að ef hún hefði vitað af því hefði hún líklega aflýst tónleikunum. Loftfimleikamaðurinn sem lést, Pedro Aunión Monroy, var í glerkassa sem féll um 30 metra til jarðar að viðstöddum þúsundum gesta. Vissu ekki af andláti loftfimleikamanns Billie J. Armstrong Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI ÍSL. TAL SÝND KL. 10.20SÝND KL. 8 SÝND KL. 3.50 SÝND KL. 5, 8, 10.40 ÍSL. 2D KL. 4, 6 ENSK. 2D KL. 6, 8, 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.