Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Árásin á tvíturnana í New York í
september 2001 hafði mikil áhrif á
bandarísku blaðakonuna Katherine
Zoepf sem var nýbyrjuð í starfi sem
aðstoðarkona dálkahöfundar hjá
New York Times þegar árásin var
gerð. Í kjölfar hennar fékk hún mik-
inn áhuga á arabalöndum, fluttist til
Damaskus í Sýrlandi árið 2004 til að
læra arabísku og bjó í Sýrlandi og
fleiri löndum fyrir botni Miðjarð-
arhafs næstu ár. Á meðan hún dvaldi
á þeim slóðum var hún í lausa-
mennsku fyrir New York Times og
fleiri fjölmiðla, auk þess sem hún
starfaði um tíma á Bagdad-skrifstofu
blaðsins.
Fyrr í vor kom út á íslensku bókin
Framúrskarandi dætur eftir Zoepf,
en í bókinni lýsir hún veruleika ungra
kvenna í Mið-Austurlöndum og segir
frá lífi þeirra í Sýrlandi fyrir borg-
arastyrjöldina, í Líbanon, Abú Dabí,
Sádi-Arabíu og í Egyptalandi. Það
skín í gegn í bókinni hvað konurnar
sem hún ræðir við hafa mikla þörf
fyrir að segja sögu sína og í viðtali
segir Katherine Zoepf að margar af
þeim konum sem hún ræddi við í
Mið-Austurlöndum sætti sig ekki við
að þeim sé sífellt lýst sem fórnar-
lömbum. „Þær sjá sig ekki í þeirri
lýsingu, sem mér fannst forvitnilegt.
Eftir því sem ég eyddi meiri tíma fyr-
ir botni Miðjarðarhafs áttaði ég mig á
því að það væri ekki rétt að lýsa þeim
bara sem fórnarlömbum og líta þann-
ig framhjá þeirra baráttu og því
hvernig þær væru að breyta sam-
félaginu innanfrá á sinn hátt.“
Ímyndaðir yfirburðir
- Ég las forvitnilega grein eftir hol-
lensku blaðakonuna Flavia Dzodan
fyrir stuttu þar sem hún benti á að
sannfæringin um yfirburði okkar sé
svo inngróin að hún liti viðhorf okkar
til þeirra sem ekki eru hvítir, sama
hve velviljuð við teljum okkur vera.
„Þetta er hárrétt og rímar vel við
nokkuð sem ég hef verið að kynna
mér í félagssálfræði, sem má kallast
ímyndaðir yfirburðir, en þá ofmetur
viðkomandi getu sína og yfirburði
samanborið við getu annarra. Í
hvaða félagshópi sem er er tilhneig-
ing til að trúa því að þú og þeir sem
eru líkir þér séu hæfari en þeir sem
tilheyra öðrum hópum, áreiðanlegri,
heiðarlegri og siðlegri.
Þetta á við um mannkynið allt og
því trúa allir að þau gildi sem þeir
eru aldir upp við séu öðrum gildum
fremri. Það er eitt af því sem gerir
okkur erfitt fyrir þegar við ræðum
við fólk í Mið-Austurlöndum um það
sem við teljum augljóst og sjálfgefið
eins og mannréttindi fyrir alla –
hver vill ekki málfrelsi og félaga-
frelsi?
Málið er bara það að fyrir þeim
sem alist hafa upp í samfélagi þar
sem einstaklingsréttindi eru ekki
sjálfgefin eða almenn, þar sem
sjálfsmynd fólks byggist frekar á
því að vera hluti af samfélagi eða
hóp en að vera einstaklingur og
þarfir hópsins ganga fyrir þörfum
meðlima hans, er það óskiljanlegt
þegar við birtumst með okkar hug-
myndir um einstaklingsfrelsi, þeim
finnst eins og við séum að tala niður
til þeirra.“
Upptekin af slæðum
- Í viðtali við New York Times
þegar bókin þín kom út nefnir þú
það þegar ung sýrlensk kona furðaði
sig á því hve útlendingar hefðu mik-
inn áhuga á hijab, slæðunni sem
margar múslimakonur bera. Þegar
ég las það rifjaðist upp fyrir mér
viðtal við unga konu frá Sádi-Arabíu
sem fór til náms í Bretlandi og kunni
frelsinu vel, nema að því leyti að hún
varð fyrir aðkasti fyrir það að ganga
með slæðu.
„Mér fannst sem konur í Mið-
Austurlöndum og arabablöndum
væru líka mjög uppteknar af slæð-
unni, að þær væri alltaf að tala um
hana, þannig að ég var ekki sam-
mála því að þetta væri bara þrá-
hyggja meðal vestrænna blaða-
manna. Unglingsstúlkur í Sádi-
Arabíu eiga það til dæmis til að tala
illa um stúlkur sem sýna of mikið af
húðinni í kringum augun, eða láta
sjást í augabrúnirnar. Síðar áttaði
ég mig á því að þetta snerist ekki um
slæður heldur er þetta miklu frekar
birtingarmynd af þeirri tilhneigingu
að stýra því hverju konur klæðast og
slíkt er til í öllum samfélögum.
Það er líka innbrennt í konur, við
erum oft mjög uppteknar af því
hvernig aðrar konur klæðast og okk-
ur hættir líka til að meta aðrar kon-
ur og flokka eftir því í hvernig fötum
þær eru. Með tímanum hef ég því
hallast frekar að því að spurningin
um slæðu eða ekki sé eitthvað sem
þurfi að ræða á almennum grunni,
þetta snýst um mun meira en hijab.
Ég var svo lánsöm að fá að taka
viðtal við egypska femínistann Na-
wal El Saadawi og hún sagði að förð-
un kvenna væri í raun „vestrænt ni-
kab“ [fatnaður sem hylur allan
líkamann nema augun]. Henni finnst
hræsni í því að Vesturlandabúar
gagnrýni hijab og nikab en finnist
það í góðu lagi að vestrænar konur
hylji andlit sín með farða og að sam-
félagslegur þrýstingur á konur í
arabalöndum sé mjög svipaður og
samfélagslegur þrýstingur á vest-
rænar konur að þekja andlit sín með
varalit, hyljara og kinnalit. Allt sé
þetta sprottið af djúpstæðri and-
spyrnu gegn því að sjá og viður-
kenna raunveruleg andlit kvenna.“
Vildu að sögurnar yrðu sagðar
- Eins og ég nefni kemur vilji
kvennanna til að segja sögur sína vel
fram í bókinni, en hversu erfitt var
að ná því fram, að fá þær til að segja
allt af létta?
„Margar af þessum konum voru
fyrstu vinkonur mínar í Mið-Austur-
löndum og margar þeirra urðu nán-
ar vinkonur mínar og ég átti kannski
erfiðast með verkið; að finnast sem
ég hefði rétt til að segja sögu þeirra
því það væri svo margt í þeirra sam-
félagi og trú sem ég hefði ekki þekk-
Ættbálkurinn ofar öllu
Í bókinni Framúrskarandi dætur dregur blaðakonan Katherine Zoepf upp
mynd af lífi kvenna í Mið-Austurlöndum og baráttu þeirra fyrir auknum réttindum
Veruleiki Bandaríska blaðakonan Katherine Zoepf lýsir lífi ungra kvenna í
Miðausturlöndum í bókinni Framúrskarandi dætur.
AF KRÚNULEIKUM
Þorgerður Anna Gunnarsd.
thorgerdur@mbl.is
Fyrsti þáttur sjöundu þáttaraðar
Krúnuleikanna fór loks í loftið á
sunnudagskvöld. Fyrri seríur
hafa verið frumsýndar í aprílmán-
uði hvers árs og því var biðin eft-
ir nýrri seríu óvenjulöng í þetta
sinn. Mér til dægrastyttingar og
upprifjunar horfði ég á seríu síð-
asta árs og las fjöldann allan af
aðdáendakenningum. Ekki gat ég
verið algjörlega án sagnaheimsins
í rúmt ár.
Ég ætti ekki að þurfa að taka
það fram en geri það samt: þessi
pistill inniheldur „spoilera“. Flest-
ir vita þó að það dugar ekki annað
en að loka sig af í helli án sam-
skiptatækja af nokkru tagi ætli
maður að forðast þá alfarið. Því er
best að horfa á nýjustu þættina
um leið og þeir fara í loftið. Það
getur þó verið ansi erfitt fyrir
kvöldsvæfa einstaklinga eins og
sjálfa mig, því klukkan er jú orðin
eitt eftir miðnætti hjá okkur Ís-
lendingum þegar þátturinn er
fyrst sýndur. Ekki bætir úr skák
að það er á aðfaranótt mánudags
Eitthvað til að
missa svefn yfir
og betra er að fara vel hvíldur út í
nýja vinnuviku. Ef ég myndi fórna
dýrmætum nætursvefni mínum
fyrir eitthvað, þá væru það líklega
vinir mínir og óvinir í Westeros og
nágrenni.
Ég lagði þó ekki í það í þetta
sinn heldur ákvað að geyma þátt-
inn til mánudagskvölds. Ég var
ekki fyrr búin að taka upp símann
minn á mánudagsmorgni en ég sá
stillu úr þættinum þar sem söngv-
aranum Ed Sheeran brá fyrir. Ég
hét sjálfri mér því að forðast sam-
félagsmiðla þann dag og gekk það
ágætlega, allavega var ekki fleiri
uppákomum í þáttunum spillt fyrir
mér. Einnig er ég svo heppin að
enginn af mínum nánustu sam-
starfsfélögum er sérstakur aðdá-
andi þáttanna, þrátt fyrir að til-
raunir mínar til að sannfæra alla í
kring um mig um ágæti þáttanna
jafnist á við einhverskonar trúboð.
Þá að þættinum sjálfum. Upp-
hafsatriðið hlýtur að vera með
þeim bestu sem gerð hafa verið.
Ég viðurkenni þó treglega að ég
var nokkuð lengi að átta mig á að-
stæðum, skildi ekki hvernig Wal-
der Frey væri enn á lífi. Undrun
mín breyttist í ánægju á örskots-
stundu. Ánægju sem maður ætti
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið
Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn
velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra.
Platinumlínan okkar er mjög sterk
og þolir uppþvottavél.
Við bjóðum Spiegelau í fallegum
gjafaöskjum sem er tilvalin
tækifærisgjöf eða í matarboðið.
• Rauðvínsglös
• Hvítvínsglös
• Kampavínsglös
• Bjórglös
• Karöflur
• Fylgihlutir
Hágæða kristalglös
frá Þýskalandi
Spiegelauer ekki baraglas heldurupplifun