Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Útilegur og útivist
GLÆSILEGAR BORGIR
Í AUSTUR-EVRÓPU
Miðaldaborg frá 12 öld. Gamli og nýi tíminn
mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta
borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga
hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er
borg með mikla sögu en hún var helsta vígi
Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur
arkitektúr, forn menning og fjölmargar
tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann
að vinsælustu ferðamannaborg Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki
og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 3,4 daga eða
lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að
gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum ogmörkuðum.
Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt
fyrir sínar glæsi byggingar semmargar eru
áminjaskrá Unesco, fornamenningu og
spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð
heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja
má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar
hefur í árhundruði blandast saman ýmis
menningaráhrif sem gerir borgina svo sérs-
taka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Verð frá 85.000 kr.
DÆMI UM BORGIR
WWW.TRANSATLANTIC.IS
....................................................................................................................................
....................................................................................................................................
....................................................................................................................................
....................................................................................................................................
SÍMI: 588 8900
Vikuferðir
sumarið 2017,
frá 137.000 kr.
per mann í
2ja manna
herb.
BÚDAPEST
GDANSK Í PÓLLANDI
RIGA Í LETTLANDI
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Fyrsti frisbígolfvöllurinn var settur
upp hér á landi árið 2002 og því
ekki nema 15 ár síðan íþróttin nam
hér land. Í sumar eru 15 nýir frisbí-
golfvellir á áætlun hér á landi og
þar af eru 12 nú þegar tilbúnir. Það
verða því alls 45 vellir á landinu í
lok sumars, að sögn Birgis Ómars-
sonar en hann er formaður Íslenska
frisbígolfsambandsins. Nýju vell-
irnir erumeðal annars í Kópavogi,
Grafarholti, Selfossi, Stokkseyri,
Eyrarbakka, Höfn í Hornafirði,
Hrafnagili í Eyjafirði, Dalvík,
Reykhólum og Búðardal, og dreif-
ingin um landið orðin býsna góð.
Íþrótt sem hentar öllum
Birgir var á sínum tíma við
nám í Bandaríkjunum og kynntist
frisbígolfinu þar. „Síðustu 18-19 ár-
in hef ég verið að vinna í því að
kynna þetta sport fyrir Íslend-
ingum og það er því ákaflega
ánægjulegt að sjá að nú stefnir í að
í lok sumars verði komnir 45 vellir
upp víðsvegar um landið, sá síðasti
á Hellu og Hvolsvelli,“ útskýrir
hann. „Það sem er líka svo gaman
að sjá er að alls staðar þar sem
frisbígolfvöllur er settur upp mynd-
ast í kjölfarið hópur iðkenda þegar
fólk á staðnum kveikir á þessari
íþrótt. Það kviknar einhver stemn-
ing í kringum þetta.“
Hann bætir því við að iðkend-
urnir sem mæta séu alls ekki allir
einhverjar grjótharðar íþróttatýpur
heldur allskonar fólk: „Það mæta
heilu fjölskyldurnar með börnin,
margir sem eru ekki að neinu öðru
leyti í íþróttum og einstaklingar á
öllum aldri,“ bætir Birgir við og
bendir á að um leið og börn fari að
ganga um tveggja ára aldurinn og
geti farið að kasta einhverju séu
þau klár í leikinn. Aldur iðkenda er
svo allt upp á efri ár og það er ljóm-
andi góða hreyfingu að fá í frisbí-
golfi fyrir eldri borgarana, að sögn
Birgis.
„Sem dæmi um vinsældirnar
þá var ég á ferðinni með mót fyrir
norðan um helgina. Á svæðinu
kringum Akureyri eru alls 7 frisbí-
golfvellir og sá vinsælasti þeirra var
einfaldlega stappfullur af fólki allan
tímann, og það sem meira er, fullur
af allskonar fólki.“
Ódýrt að hefja
leik í frisbígolfi
Aðspurður segir Birgir stofn-
kostnaðinn við að hefja iðkun í
frisbígolfi afskaplega lítinn og ætti
að sögn ekki að standa í vegi fyrir
því að prófa.
„Ef þú kaupir þér einn disk þá
færðu fínan disk fyrir 2.000 krónur.
Ef þú vilt svo fá byrjendapakka,
sem í eru þrír diskar – einn „pút-
ter“, einn „mid-range“ diskur og
einn „driver“ – þá er verðið á hon-
um yfirleitt í kringum 5.000 krónur.
Með slíkan pakka í fórum þínum
má segja að þú sért góður í næstu
tvö til þrjú árin, jafnvel lengur. Svo
þetta verður seint talið mjög dýrt
sport.
Sem fyrr sagði var fyrsti frisbí-
golfvöllurinn settur upp hér á landi
árið 2002. Árið 2010 er sjöundi völl-
urinn settur upp á Klambratúni og
árið 2013 eru vellirnir orðnir 10
talsins. Á þeim fjórum árum sem
síðan eru liðin hafa þeir farið úr 10 í
45 sem segir sitt um útbreiðslu og
vinsældir þessarar nýju íþróttar.
„Það hefur orðið alger spreng-
ing í þessu,“ samsinnir Birgir og
hann neitar því ekki að það sé í
senn gaman og gefandi fyrir þann
sem hefur staðið í stafni við út-
breiðslu frisbígolferindisins að sjá
vöxtinn og áhugann sem við blasir.
„Það eina sem er ekki eins gef-
andi er að vera ekki lengur bestur í
frisbígolfi á landinu,“ bætir hann
við og hlær. „Fyrstu árin vann ég
öll mót og annað sem ég kom ná-
lægt, enda hafði ég forskot frá ár-
unum mínum í Bandaríkjunum, en
nú er öldin önnur. Að öllu gamni
slepptu þá er auðvitað frábært að
sjá vinsældirnar og fjölgunin hjá
krökkum sem eru að koma inn í
þetta er alveg meiriháttar. Krakk-
arnir eru náttúrlega svo fljót að til-
einka sér alla nýja hluti að þau eru
enga stund að ná ótrúlegri færni í
þessu. Til marks um það eru tveir
efnilegustu spilarar landsins. Annar
er ellefu ára og hinn er fjórtán, og
eru þeir í raun alveg ótrúlegir. Sá
eldri stefnir á Íslandsmeistaratit-
ilinn í sumar í opnum flokki enda
hættur að keppa í barnaflokki. Nú
keppir hann bara við þá stóru.“
Vellir víðsvegar um landið
Eins og framar greindi eru
frisbígolfvellirnir nú á fimmta tug
talsins hér á landi og þá má finna í
flestum landshlutum. Þó segir Birg-
ir að sumstaðar sé enn að finna
svæði þar sem dregist hefur að
setja upp velli.
„Nýverið var settur upp völlur
á Höfn í Hornafirði og ennfremur
bæði á Hellu og Hvolsvelli. Það er
því að lokast ágætlega, landið, hvað
vallaruppsetningu varðar, og hægt
að fara með frúnni í fríið, keyra
hringinn og taka einn hring nánast
hvar sem staldrað er við,“ segir
Birgir og kímir við. „En þó eru enn
svæði þar sem verk er að vinna
hvað þetta varðar. Annars vegar
eru það Austfirðir, þar sem aðeins
er að finna finna tvo velli, einn í
Neskaupstað og annan lítinn á Eg-
ilsstöðum, og svo eru það Vestfirð-
irnir og Norðvesturland. Það er
engan völl að finna við Skagafjörð-
inn, til dæmis. Það er völlur á Flat-
eyri en annars eru Vestfirðir enn
óplægður akur.“
Að öðru leyti segir Birgir
dreifinguna vera býsna góða um
land allt, svo áhugafólk geti staldr-
að við og spilað víðast hvar.
„Það er meira að segja kominn
heill frisbígolfvöllur á Möðrudals-
öræfum og Grímseyingar eru búnir
að safna fyrir einum slíkum og
þangað fer mannskapur á vegum
Frisbígolfsambandsins í næstu viku
til að hanna völlinn. Það er ákaflega
gaman að sjá þessa útbreiðslu, sem
ekki sér fyrir endann á,“ segir
Birgir, en þess má geta að þegar er
velli að finna í Hrísey og Vest-
mannaeyjum.
Frisbígolfið er því fráleitt
bundið við fasta landið!
Árið um kring – frisbígolf
Nú þegar eru hérlendis flestir
frisbígolfvellir í heimi miðað við
hina títtnefndu höfðatölu; við Ís-
lendingar sláum ekki slöku við frek-
ar en fyrri daginn. „Það sem mér
finnst líka svo ánægjulegt er hve
mikil ástundunin er,“ segir Birgir.
„Þegar ekið er framhjá vellinum
sem er á Klambratúni þá skiptir
árstíminn ekki máli, það er nánast
alltaf einhver að spila þar. Í vetur, á
jóladag, ók ég þarna framhjá og var
að skutla ömmu minni heim sem
býr þar í næsta nágrenni. Þá sá ég
að einhver hafði spilað fyrr um dag-
inn því nýleg fótspor voru í snjón-
um, og það sem meira er, það var
allan hringinn. Fólk sleppir því
varla degi úr þegar það er á annað
borð komið á bragðið – það er spil-
að alla daga.“
Áhugasamir geta nálgast upp-
lýsingar um velli, diska og fleira
inni á vefsvæðinu www.folf.is.
Spilað alla
daga ársins
Frisbígolf er tiltölulega ný íþrótt hér á landi Þátttak-
endum í þessu sporti hefur fjölgað mikið Á Íslandi er að
finna heimsins flesta frisbígolf-velli, miðað við höfðatölu
Morgunblaðið/Golli
Aðdráttarafl „Það kviknar einhver stemning í kringum þetta,“ segir Birgir Ómarsson um frisbígolfið.