Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 66

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Útilegur og útivist EITT ER VÍST: ALNO Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Það er ekki ýkja langt síðan Katrín Atladóttir hugbúnaðarsérfræðingur tók að hjóla utan bundins slitlags en hún er engu að síður ástríðufullur fjallahjólari með meiru í dag. „Ég var á kafi í badminton hér á árum áð- ur en hætti því árið 2012. Þá þurfti ég eitthvað til að fylla upp í tóma- rúmið sem myndaðist. Ég var eitt- hvað aðeins byrjuð að hjóla en fljót- lega tók þetta sport alfarið við.“ Katrín hefur ekki litið um öxl síðan, eins og þar stendur. Hvernig á hjólið að vera? Katrín á reyndar ekki langt að sækja áhugann því maðurinn hennar er sömuleiðis forfallinn fjallahjólari og búinn að vera það lengur en Katr- ín. Það var því auðvelt að smitast af honum, að hennar sögn. Það er auðheyrt að ekki er kom- ið að tómum kofunum hjá Katrínu hvað þetta áhugamál hennar varðar og því rakið að inna hana eftir því hverju rétt er að líta sérstaklega eft- ir þegar kemur að því að kaupa sér fjallahjól. Eins og við er að búast er að mörgu að huga. „Fyrst er að skoða hvað þú ætl- ar að nota hjólið í,“ útskýrir Katrín. „Ætlarðu að vera á þægilegum stíg- um eins og til dæmis í Heiðmörk, eða ætlarðu að gera eitthvað töluvert tæknilegra eins og að hjóla niður fjöll? Þú þarft semsé að velja þér hjólið út frá því sem þú ætlar þér að gera. Ég byrjaði á venjulegu „hardtail“ hjóli [innsk. hjól með framdempara] en færði mig fljótlega yfir í „cross country full-suspension“ hjól [innsk. fulldempað hjól] og er komin í dag á agggressífara hjól sem kemst yfir enn grófara undirlag og er gert til að hjóla mikið niður í móti. Þá er ásetan þannig að maður liggur ekki mikið fram á stýrið þegar mað- ur er að hjóla niður bratta heldur sit- ur maður meira uppréttur,“ bætir hún við. „Þetta er líkast til alveg geð- veikislega flókið fyrir byrjendur en þegar maður fær bakteríuna er þetta fljótt að koma.“ Best að vera úti í náttúrunni Aðspurð segir Katrín þó að það sé ekki endilega að hendast niður urð og grjót á hjólinu sem hún sæki helst í. „Það sem gefur mér mest við fjallahjólreiðarnar er að vera fjarri öllum ys og þys, vera einhvers staðar úti í náttúrunni hvort sem ég er ein eða í góðum félagskap. Svo finnst mér svo dásamlegt við fjallahjólreið- ar að ef maður er að gera eitthvað sem er tæknilega erfitt þá nær mað- ur einhvern veginn alveg hundrað prósent einbeitingu – maður er bara algerlega til staðar í því sem maður er að gera og hugurinn tæmist af öllu öðru. Það kemst ekkert annað að en að einbeita sér algerlega að því að vera þar sem maður er. Maður finn- ur þetta þegar maður er að fást við eitthvað sem maður er jafnvel pínu- lítið hræddur við, að maður hugsar um það eitt að vanda sig, leysa verk- efnið sem fyrir höndum er og þegar því er lokið þá fattar maður að mað- ur náði þessari algeru einbeitingu og náði að klára það sem klára þurfti. Þá verður maður alveg ógeðslega glaður,“ segir Katrín og brosir. Hún bætir því við að þegar mað- ur er úti í óheftri náttúrunni að hjóla þá komist maður alltaf yfir miklu meira svæði heldur en fótgangandi. Sá sem hjólar fer jú ólíkt hraðar yfir, alla jafna. Eftirminnilegar fjallahjólreiðar Í framhaldi af umræðunni um tæknilega krefjandi og jafnvel vara- samar leiðir er ekki laust við að blaðamanni leiki forvitni á að vita hvar Katrín hefur hjólað upp á síð- kastið. Hún hugsar sig um í stutta stund. „Ég hjólaði upp á Súlur um dag- inn, fyrir norðan,“ segir Katrín og vísar þar til fjallsins fyrir ofan Ak- ureyrarkaupstað. Ég hvái við; það hlýtur að hafa verið svolítið mál? „Tja, jújú, ég þurfti að bera hjólið á bakinu stóran hluta leiðarinnar og hjólaði heldur ekki alla leiðina niður heldur labbaði eitthvað líka.“ En hjólaparturinn hefur þá væntanlega verið það skemmtilegur að það gerði túrinn fyrirhafnarinnar virði? „Hann var geðveikur,“ sam- sinnir Katrín. „Þetta er kannski ekki það erfiðasta eða flóknasta sem ég hef gert en þetta kom upp í hugann því ég var þarna bara fyrir viku síð- an.“ Nokkrar vel valdar leiðir Katrín er mest fyrir að hjóla dagleiðir án mikils farangurs og hef- ur þannig víða farið um landið. Hvað er áríðandi að hafa í pokanum þegar lagt er í ferðalag á fjallahjóli, fjarri byggðu bóli? „Til að byrja með mæli ég með því að fólk noti hjálm og hnéhlífar,“ segir Katrín. „Svo er ég alltaf með bakpoka með innibyggðri bak- brynju, svipað því sem margir nota á skíðum og snjóbretti,“ útskýrir hún. „Í bakpokanum er ég með allt við- gerðardót því ef ég ætla að hjóla ein- hvers staðar á fjöllum þá er nauð- synlegt að geta brugðist við ef það springur dekk eða keðjan slitnar. Þú þarft að vera með allar græjur. Gott nesti er auðvitað nauðsynlegt og svo er ég alltaf með regnjakka með mér líka, bara til öryggis. Loks er ég líka alltaf með litla sjúkratösku með mér.“ Svo þú getir nú saumað þig sjálfa ef þú dettur hressilega á fjöll- um, spyr ég, og hugsa með mér um leið að fjallahjólreiðar séu aug- ljóslega mun harðara sport en ég gerði mér grein fyrir. En Katrín hlær bara að mér. „Kannski ekki al- veg, en maður þarf að bjarga sér um hluti eins og sótthreinsiplástur, teygjubindi og fleira í þeim dúr. Verkjalyf er líka gott að hafa.“ Að endingu spyr ég Katrínu hvort hún geti ekki skilið við les- endur blaðsins með því að nefna nokkrar skemmtilegar hjólaleiðir sem áhugasamir geta spreytt sig á, að minnsta kosti þegar blessuðu sumrinu dettur í hug að mæta. Hún hugsar sig um stutta stund. „Jaðarinn er skemmtileg leið sem liggur frá Bláfjallaafleggj- aranum og yfir í Heiðmörk. Það er klassísk leið sem tekur tvo til þrjá tíma fyrir byrjendur. Einnig eru allskonar skemmtilegar leiðir í Henglinum og nágrenni og margt áhugavert og miserfitt hægt að finna þar. Þá dettur mér í hug fjallahjóla- brautin í Kjarnaskógi við Akureyri, sem ég get bara ekki fengið leiða á því hún er svo hrikalega skemmtileg. Svo er ein helgi á ári þar sem hjólað er um Jökulsárgljúfur og það er góð dagsferð. Loks langar mig mjög mikið að hjóla Laugaveginn, ég á það eftir.“ Hjólað fjarri ys og þys  Þegar byrjað er í fjallahjólasportinu er vissara að nota hnéhlífar og jafnvel bakpoka með innbyggðri brynju fyrir bakið  Margar skemmtilegar hjólaleiðir er að finna í ná- grenni við höfuðborgarsvæðið. Hreysti Maður Katrínar er líka áhugamaður um fjallahjólreiðar. Upplifun Að hjóla um náttúruna er engu líkt. Græjur „Í bakpokanum er ég með allt viðgerðardót því ef ég ætla að hjóla einhvers staðar á fjöllum þá er nauð- synlegt að geta brugðist við ef það springur dekk eða keðjan slitnar,“ segir Katrín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.