Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 BAKSVIÐ Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Danski tækniháskólinn DTU hefur óskað eftir samstarfi við íslenska fyr- irtækið FIBRA ehf. um að finna heppilega útveggi fyrir íbúðar- húsnæði á Grænlandi. Sérfræðingar frá DTU, Martin Kotol og Aaron Cooke, eru hérlendis að heimsækja og kynna sér starfsemi fyrirtækisins, sem framleiðir ferköntuð hús úr gler- og koltrefjum með kjarna úr steinull. Stjórn FIBRA ehf. hefur ákveðið að láta þeim í té lítið tilbúið tilraunahús úr þessum tiltekna efniviði til að prófa á Grænlandi. Verkefnið bíður nú þess að fá afhenta skriflega tækniumsögn Nýsköpunarmiðstöðvar, en bygg- ingatækni FIBRA hefur staðist allar prófanir fram að þessu. Tilraunaverkefni með útveggi Martin segir að þeir hjá DTU hafi frétt af FIBRA í gegnum íslenskt- grænlenskt fyrirtæki á Grænlandi sem skólinn er í samstarfi við. DTU sé að gera stórt tilraunaverkefni með út- veggi mannvirkja við heimskautaað- stæður. „Við erum að láta prófa efnivið í útveggi frá 6 aðilum og FIBRA er einn af þeim, og könnum eiginleika eins og rakaviðbrögð, þéttni, líkur á rakaskemmdum, loftgæði, endingu, hvernig yfirborðið bregst við sterku sólskini og miklum kulda, einangrun og viðhald,“ segir Martin. Niðurstaðan úr þessum prófunum eigi að liggja fyr- ir á næsta ári. Að auki verði lítið til- raunahús, sem FIBRA ætlar að út- vega þeim aukalega, prófað í 3-4 ár. „Við erum mjög spenntir að sjá hvað gerist, enda er ýmsum spurningum enn ósvarað. Kostirnir við FIBRA hús virðast vera fljót samsetning og þétt efni, þetta er tækni sem lofar góðu,“ segir Martin að lokum. Slæm hús á Grænlandi „Raki, mygla og rakaskemmdir eru enn stærra vandamál á Grænlandi en hérlendis,“ segir Regin Grímsson, einn eigenda FIBRA ehf. „Það er mjög dýrt að kynda á Grænlandi og kuldinn getur farið niður í mínus 20-40 gráður á veturna. Þessvegna skiptir fólk ógjarn- an um loft í húsunum með því að opna glugga eða dyr og mjög dýrt er að kynda óþétt húsnæði,“ heldur Regin áfram. Það valdi því að raki og mygla og óheilsusamlegt loft sé alvarlegt og við- varandi vandamál í grænlenskum híbýl- um. Svipaðar aðstæður sé jafnframt að finna á fleiri byggðum svæðum nálægt heimskautinu. „Mygla er ekki vanda- mál í FIBRA húsunum þar sem raki safnast hvergi fyrir, hvorki innan eða utan á húsinu, né inni í veggeiningunum sem eru lokaðar“, segir Regin. Hugmyndin úr bátasmíði Regin kveðst hafa fengið hugmynd- ina að verkefninu eftir 40 ára reynslu af því að smíða báta úr trefjaplasti, m.a. Gáskabátana og Færeyingana, „Ég framleiddi yfir 400 báta sem endast vel og menn eru enn að þakka mér fyrir,“ segir Regin sem segir að þar með hafi öld trébátanna liðið undir lok. Hann kynntist trefjaplasthúsum fyrst í Þýskalandi. Þau hafi þó ekki verið ein- angruð með steinull eins og FIBRA húsin sem henti vel til að halda hvort sem er hita inni eða kulda úti. „Húsin eru einstaklega þétt og lekafrí, en lok- að er fyrir samskeyti með sömu tækni og notuð eru á skipsdekk,“ segir Regin. Húsin geti verið með allt að því 15 m breið rými án þess að það þurfi burð- arveggi og þau megi setja saman á alla mögulega vegu, sem gefi arkitektum ákveðið frelsi við útlit, samsetningu og stærð rýma. FIBRA frumkvöðlaverk- efnið fór af stað árið 2014 á Sauð- árkróki, en Nýsköpunarmiðstöð, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfé- lagið Skagafjörður veittu hugmynd- inni verðlaun, það vann verðlaun í þáttaröð hjá RÚV og Tækniþróun- arsjóður styrkti það um 70 milljónir króna. FIBRA hús prófað á Grænlandi  Danski tækniháskólinn DTU í samstarfi við FIBRA ehf. um prófanir á efniviði í hús við heim- skautaaðstæður  Raki, mygla, þungt loft og hár húshitunarkostnaður vandamál á Grænlandi Ljósmynd/Regin Grímsson FIBRA hús Frá vinstri Haraldur Ingvarsson arkitekt, Matrin Kotol, verkfræðingur hjá DTU á Grænlandi, Regin Grímsson og Aaron Michal Cooke, arkitekt hjá DTU Grænlandi, í höfuðstöðvum FIBRA í Vogunum. FIBRA er nýsköpunarverkefni sem hlotið hefur styrki til þess að þróa nýja gerð húsa og mannvirkja úr trefjaplasti með kjarna úr steinull. Bygging- areiningarnar geta verið með slithúð og ýmiskonar yfirborð. Einingarnar eru léttar og húsin eru ódýr og einföld í uppsetn- ingu, þau má stækka og minnka og ekki er nauðsynlegt að steypa grunn fyrir þau. Húsin hafa þolað prófanir mjög vel, t.d. jarðskjálfta- og eldvarnaprófanir, myglusveppur þrífst ekki í þeim, þau leka ekki og eru vel einangruð. Lykt og eiturefnum hefur verið eytt úr efnunum með herðingu og hús- in eru mús- og rottuheld. Sjá nánar á www.fibra.is. Viðhaldsfrí mannvirki NÝSKÖPUNARVERKEFNI Ljósmynd/Regin Grímsson Vindprófun Verið er að álagsprófa FIBRA-húsið fyrir vindstyrk. Á mynd- inni er Regin Grímsson frumkvöðull í bátasmíði og mannvirkjagerð. Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Eikjuvogur 29 Opnunartími: 104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 ÚTSALA! Atvinnublað alla laugardaga mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.