Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is
VERKFÆRASETT FPP6C-502B
Borvél 135Nm, slípirokkur 125mm,
herslulykill 300Nm (4 átaksstillingar),
hjólsög 165mm. sverðsög og LED ljós.
Kemur með 2 x 5.0Ah rafhlöðum og hleðslutæki.
MW 4933459050-1
174.900.-
Borvél Milwaukee 12V
Nett borvél með höggi, átak 32Nm.
Kemur með 2x2,0Ah rafhlöðum og
hleðslutæki.
MW 4933459345
27.900.-
Maður er nefndur Hunt-er S. Thompson,blaðamaður og rithöf-undur. Of langt mál
væri að gera nafntogaðri og nán-
ast goðsagnakenndri persónu hans
tilhlýðileg skil hér í inngangi þess-
arar umfjöllunar en nafn hans er
einatt tengt við skrif þau er kall-
ast „gonzo“ blaðamennska þar
sem persónuleg upplifun blaða-
manns er í forgrunni og frásögnin,
sem er í fyrstu persónu, dregur
ríkulegan dám af þeim sem ritar,
hugsunum hans og áliti, um leið
og hann tekur þátt í kringum-
stæðunum.
Bókin Fear and Loathing in Las
Vegas kom fyrst út árið 1971 og
er grundvallarverk í gonzo-fræð-
unum. Hér segir frá því er sögu-
manni er fengið það verkefni að
skreppa til Las Vegas til að fjalla
þar um mótorhjólakeppnina Mint
400. Þangað bregður hann sér
með bílskottið sneisafullt af allra
handa eiturlyfjum, ásamt hinum
snargeggjaða Dr. Gonzo, sem er í
senn vinur sögumanns og lögfræð-
ingur hans. Ekki svo að skilja að
sá löglærði sé neitt í áttina að
kjölfestu eða haldreipi til heil-
brigðis fyrir sögumann, öðru nær.
Lögfræðingurinn étur dóp af
enn meiri dugnaði ef eitthvað er
og lifir bókstaflega á mörkum
þessa heims og stjórnlausrar
vímu. Úr verður samfellt sækadel-
ískt sýrutripp þeirra félaganna,
stútfullt af kynlegum kvistum,
kostulegum uppákomum og svo
ofsalegum eituráhrifum að stund-
um má minnstu muna að illa fari,
ýmist fyrir söguhetjurnar eða þá
sem á vegi þeirra verða.
Ofsóknaræðið allsráðandi
Höfundurinn Thompson hataðist
alla tíð við Richard Nixon,
ríkjandi Bandaríkjaforseta á þeim
tíma er bókin var skrifuð og kom
út; þótti hann óheiðarlegur
óþverri sem dró stjórnmál í
heimalandinu niður á áður óþekkt
plan með lygum, svikum, hler-
unum og annars lags svínaríi.
Vantraust samlanda hans á ráð-
andi öflum var algert og pólitísk
paranoja nánast almenn stemning
í bandarísku þjóðfélagi. Þessi tíð-
arandi endurspeglast ljóslega alla
bókina í gegn, ómenguð fyrirlitn-
ing á yfirvöldum, og kristallast
fyrst með dásamlega fjarstæðu-
kenndum hætti þegar okkar mað-
ur á vettvangi fær annað verkefni
til að skrifa um.
Eins og umfjöllunin um Mint
400 hafi ekki verið nógu geggjuð
þá er seinna viðfangsefnið ger-
samlega galið: málstofa ríkis-
saksóknara á þjóðarráðstefnu um
fíkniefni og hættuleg eiturlyf, inn-
an um hundruð af fíkniefna-
lögreglumönnum. Hreint absúrd
uppákoma og lesandinn grenjar
hreinlega úr hlátri meðan hver
sálarháskinn rekur annan og tví-
menningarnir eru ýmist drukknir,
skakkir, timbraðir eða helgrillaðir
af ofskynjunum. Einna bestu
sprettina á Dr. Gonzo sem fer á
hreint feiknarlegum kostum með
reglulegu millibili nánast frá upp-
hafi bókar til enda. Í upphafi æv-
intýris þurfa tvímenningarnir að
útvega sér upptökutæki, en raf-
tækjabúðin er lokuð þegar þeir
koma þar að; þeir töfðust nefni-
lega af því djöflaskata drap veg-
faranda fyrir augum þeirra á Sun-
set-breiðgötunni – nema hvað.
Tækið fá þeir en það gengur ekki
vandræðalaust. Það fer afleitlega í
lögfræðinginn:
„Við komum aftur,“ galaði
hann. „Einn daginn sprengi ég
þennan fjandans stað í tætlur! Ég
er með nafnið þitt á kvittuninni!
Ég mun komast að því hvar þú
býrð og kveikja í húsinu þínu!“
„Þetta ætti að fá þá til að hugsa
sinn gang,“ muldraði hann þegar
við keyrðum í burtu. „Náunginn
var nojaður og geðveikur, hvort
sem er. Það er auðvelt að bera
kennsl á slíka menn.“ (bls. 27)
Sama er upp á teningnum síðar
þegar sá löglærði reynir að selja
fjórum settlegum ferðamönnum
frá miðríkjunum heróín með því
að æpa á milli bíla á ferð. Þegar
engin eru viðbrögðin er Gonzo
blessaður við það að sturlast al-
gerlega og öskrar og æpir á fjór-
menningana eins og vitfirringur.
Þegar leiðir skilur svo milli
bílanna skömmu síðar horfir málið
hins vegar öðruvísi við honum:
„Þetta Oklahoma-fólk var orðið
dálítið spennt […] Ég hefði átt að
úða niður þetta gerpi … glæpa-
hneigður geðsjúklingur, algjörlega
bilaður … maður veit aldrei hve-
nær svona menn missa sig.“ (bls.
185) Annað er eftir því og ferða-
lag þeirra félaganna í viðvarandi
ugg og andstyggð á fjandsamlegu
umhverfinu í Las Vegas og ná-
grenni er hin besta skemmtun
þótt hnausþykk víman keyri
reglulega um þverbak og rúmlega
það.
Framúrskarandi vel þýdd
Eins og gefur að skilja er kúnst
að skila svo sérstökum prósa –
sem bókin óneitanlega er –
skammlaust yfir á íslensku. Und-
irritaður hefur reyndar ekki lesið
frumútgáfuna á ensku en engu að
síður blasir við að vel hefur tekist
til. Stíllinn er grípandi og
skemmtilegur, allt frá hnyttni upp
í hláturrokur.
Heiðurinn á Jóhannes Ólafsson
en hann útskrifaðist frá Háskóla
Íslands fyrir ári með meistara-
gráðu í ritlist og var þýðing bók-
arinnar lokaverkefni hans. Ekki
verður annað sagt en Jóhannes
fari vel af stað því stemning sú
sem bókin er svo fræg fyrir lifnar
við á síðunum og úr verður sam-
felldur skemmtilestur.
Þegar við bætist sögulegt mik-
ilvægi bókarinnar sem tíðaranda-
spegill á mjög sérstökum
umbrotatímum í bandarísku sam-
félagi má segja að hér sé komin
ein þessara bóka sem allir verða
að lesa minnst einu sinni. Það sem
meira er; það má lofa góðri
skemmtun ef slegist er í för með
þeim félögunum, uppdópuðum og
ofsóknaróðum.
Að lokum verður ekki hjá því
komist að minnast á frábærar
myndskreytingar snillingsins
Ralphs Steadmans sem birtust í
upprunalegu útgáfunni og útgef-
andi hefur góðu heilli látið fylgja
með. Þær smellpassa efninu enda
í senn gassalegar og gallsúrar.
Kápumynd er að sama skapi ljóm-
andi flott.
Sturluð stemning, truflaður tíðarandi
Tryllingur Johnny Depp og Benicio del Toro í kvikmynd Terrys Gilliams eftir bók Thompson frá árinu 1998. Í baksætinu situr Tobey Maguire.
Skáldsaga
Uggur og andstyggð í Las Vegas
bbbbb
Skáldsaga, að einhverju leyti sann-
söguleg, eftir Hunter S. Thompson.
Þýðandi er Jóhannes Ólafsson. Mál og
menning gefur út. 2017. 269 bls.
JÓN AGNAR ÓLASON
BÆKUR
Framúrskarandi Segir rýnir um
þýðingu Jóhannesar Ólafssonar.
Goðsögn Blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Hunter S. Thompson.
Skrautleg Ein af teikningum
Ralphs Steadmaner á bókarkápu.