Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 55
SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG
ÁVALLT FRÍAR
SJÓNMÆLINGAR
Tímapantanir:
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
sem hann er á fullu að mála nýjar
myndir.
Hjónin eyða miklum tíma saman
við matarborðið sem Bjarni smíðaði
en það eru fjórir metrar á lengd og
hægt að nota það í ýmis verkefni.
„Svo erum við með gamalt teborð í
ganginum þar sem allar bækurnar
og listaverkin eru,“ bætir Bjarni
við. „Við sitjum oft þar ef við erum
bara tvö.“
Á þeim gangi er verk eftir Ragn-
heiði frá sýningu hennar sem
fjallaði um það hvernig óuppgerðar
tilfinningar verða að líkamlegum
sárum og heilunarferli í kringum
það. Listaverkin skapaði hún með
því að nota blandaða tækni þar
sem hún blandar saman málverki
og textíl.
Málverk þeirra hjóna prýða
marga veggi heimilisins en tvö
fjögurra metra há og tveggja
veg stílfært. Við erum með mikið af
dóti og allskonar hlutum og hér er
mikið af listaverkum og bókum,
sem er kannski svolítið óvanalegt í
dag.“
Ragnheiður bætir því við að þeg-
ar kemur að því að velja inn á
heimilið séu þau ekkert að fara eft-
ir einhverjum tískusveiflum. „Ég
vel bara það sem mér finnst fallegt
og vekur einhverjar tilfinningar,“
segir hún. „Ég er voða mikið fyrir
að hafa skinn og gærur í kringum
mig og bara hafa notalega stemn-
ingu og líða vel.“
Vinnustofa þeirra hjóna er stór
og björt og er við hliðina á íbúð-
inni. Í vinnustofunni gengur mikið
á en þar vinna þau bæði að verk-
efnum sínum en einnig hefur
Bjarni haldið nokkur námskeið þar
inni. Í sumar hefur Bjarni eytt
miklum tíma í vinnustofunni þar
metra breið plexígler listaverk eftir
Bjarna skipta upp rýminu á milli
stofunnar og eldhúss heimilisins og
má segja að þau séu partur af arki-
tektúr íbúðarinnar.
Bjarni vinnur mikið með plexí-
gler þegar hann skapar listaverk
sín sem margir hafa tengt við ab-
strakt expressjónisma. „Hug-
myndin með plexíglerinu var sú að
losna við flötinn og leyfa málverk-
inu að flæða í rýminu,“ segir
Bjarni. „Eða að rýmistengja mál-
verkið.“
Í lokin bætir Bjarni við að heim-
ilið sé hannað af þeim sjálfum og
þau séu ekkert að eltast við neinn
sérstakan stíl, þau velji bara það
sem lætur þeim líða vel.
Hægt er að sjá listaverk Ragn-
heiðar og Bjarna á heimasíðum
þeirra, ragnheidurart.is og bjarni-
sig.com. Teborð Hjónin eyða miklum tíma við teborðið sem er umlukið listaverkum.
Vinnustofa Stór og björt
vinnustofa þeirra hjóna er
við hliðina á íbúðinni.
Eldhús Birtan flæðir inn
í eldhús heimilisins.
55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017