Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 45
45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Það er segin saga
að frjáls viðskipti
bæta lífskjör lands-
manna. Efnahagsleg
velsæld Íslendinga
byggist að grunni til á
alþjóðaviðskiptum.
Hér sannast hið forn-
kveðna að verðmæta-
sköpunin er mest þeg-
ar ríki sérhæfa sig í
því sem þau gera best og versla það
sem þau vanhagar um erlendis.
Milliríkjaviðskipti með fjármagn
lúta sömu lögmálum og eru eft-
irsóknarverð frá sjónarhóli lánveit-
enda og lántaka, fjárfesta og frum-
kvöðla. Opnir fjármagnsmarkaðir
stuðla að lægra raunvaxtastigi,
auka framleiðslugetu og skjóta
styrkari stoðum undir innlenda
verðmætasköpun. Bætt aðgengi að
fjármagni á betri kjörum leiðir til
þess að verkefni sem áður borguðu
sig ekki verða arðbær, sem skapar
forsendur fyrir bættri auðlindanýt-
ingu. Fámenn ríki eiga sérstaklega
mikið undir í samstarfi við erlenda
aðila við að nýta þau tækifæri sem
fyrir eru í landinu og skapa önnur
sem eru heimamönnum hulin.
Það er hagur lands og þjóðar að
tryggja betra aðgengi að erlendu
fjármagni.
Í fyrsta lagi þá er íslenska
þjóðin ung í alþjóðlegum sam-
anburði en ungar þjóðir njóta góðs
af erlendu fjármagni þar sem ein-
staklingar skuldsetja sig yfirleitt
snemma á lífsleiðinni og byggja upp
sparnað eftir því sem þeir eldast.
Þá skapar hátt hlutfall fólks á
vinnufærum aldri einnig tækifæri
til atvinnuuppbyggingar sem auð-
veldara er að nýta með aðgangi að
erlendu fjármagni.
Í öðru lagi þá erum við fámenn
þjóð í víðfeðmu landi. Ísland er eitt
strjálbýlasta land veraldar en ríkt
að náttúruauðlindum. Í fámenninu
felast mikil tækifæri en um leið tak-
markanir. Erlendir fjárfestar geta
aðstoðað heimamenn við að koma
hugmyndum sínum í framkvæmd
og að sama skapi komið með ný
verkefni og með því stuðlað að fjöl-
breyttara og öflugra hagkerfi.
Í þriðja lagi þá er mennt-
unarstig hátt á Íslandi, sem gerir
vinnumarkaðinn móttækilegri fyrir
tækninýjungum og skapar svigrúm
fyrir verðmætari störf.
Þrátt fyrir kosti þess að búa í
opnu hagkerfi þá er áhyggjuefni
hversu neikvæðir Íslendingar eru
almennt gagnvart alþjóðavæðingu.
Fyrr í vetur var gerð könnun á veg-
um Samtaka atvinnulífsins, Sam-
taka iðnaðarins og Íslandsstofu um
viðhorf landsmanna gagnvart er-
lendri fjárfestingu. Sláandi var
hversu ríkjandi neikvæðar hugsanir
eru í huga fólks þegar það heyrir
orðið erlend fjárfesting. Þessari öf-
ugþróun verður að hrinda með auk-
inni fræðslu og bættri málafylgju
atvinnulífsins.
Tortryggni Íslendinga gagnvart
erlendu fjármagni má líklega að
hluta til rekja til þeirra sveiflna
sem urðu árin fyrir og eftir 2008
þegar fjárfestingar erlendra aðila
leiddu til verulegs ójafnvægis í
þjóðarbúinu. Afleiðingarnar þekkja
allir. Þar var þó ekki við fjárfest-
ingar erlendra aðila að sakast því
umgjörð vandans var heimatilbúin.
Á árunum 2005-2007 varð Seðla-
bankinn fangi eigin vaxtastefnu.
Háir vextir löðuðu hingað til lands-
ins fjárfesta sem vildu fjárfesta í ís-
lenskum vöxtum og á sama tíma
juku heimili og fyrirtæki skuldsetn-
ingu sína í erlendum lágvaxtamynt-
um. Seðlabanki Íslands gerði þau
afdrifaríku mistök að safna ekki í
gjaldeyrisvarasjóð til að mæta inn-
flæðinu og því styrktist krónan
samfleytt yfir langt tímabil. Það
innflæði magnaði upp ójafnvægi í
íslenskum þjóðarbúskap. Eftirleik-
inn er óþarfi að rekja hér.
Seðlabankinn má eiga það að
hann dró lærdóm af fyrri mistök-
um. Um þessar mundir á Seðla-
bankinn ríflegan gjaldeyrisforða
sem dregur verulega úr líkum á því
að ójafnvægi geti myndast á gjald-
eyrismarkaði. Skuldsetning heimila
og fyrirtækja hefur minnkað veru-
lega undanfarinn hálfan áratug.
Skuldir heimila og fyrirtækja eru
auk þess í innlendri mynt að und-
anskildum útflutningsfyrirtækjum
sem hafa tekjur í erlendri mynt.
Hagkerfi á styrkum fótum
Margt hefur áunnist síðustu ár.
Hagkerfið hefur sjaldan staðið
styrkari fótum, skuldir hafa verið
greiddar, viðskiptaafgangur er við-
varandi og hrein erlend eignastaða
er jákvæð. Þá hafa útflæðishöftin
verið afnumin og í framhaldinu hef-
ur lánshæfi ríkisins styrkst. Eftir
standa hins vegar innflæðishöft,
eða fjárstreymistæki eins og Seðla-
bankinn vill kalla þau, sem sett
voru hér á um mitt árið 2016. Svo
virðist sem þau séu komin til að
vera í bili enda herti Seðlabankinn
höftin þann 26. júní sl., þvert á ráð-
leggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins.
Misráðið að koma á
innflæðishöftum
Í nýútkominni skýrslu AGS
áréttar sjóðurinn að það hafi verið
misráðið að koma hér á innflæð-
ishöftum enda séu þau einungis
réttlætanleg sem neyðarúrræði. Þá
bendir sjóðurinn á að samfara
lækkandi nafnvöxtum hér heima og
hækkandi raunvöxtum erlendis séu
varla nokkur rök til að viðhalda
innflæðishöftum. Höft eigi ekki að
leika lykilhlutverki í íslenskri hag-
stjórn líkt og þau því miður gera í
dag.
Í því samhengi er vert að hafa í
huga að fjárfestingar erlendra aðila
í íslenskum ríkisskuldabréfum
námu um þriðjungi af landsfram-
leiðslu þegar mest lét á árunum
fyrir 2008, í dag mælist eign-
arhlutur þeirra 4% af landsfram-
leiðslu. Erfitt er því að sjá að inn-
koma erlendra aðila hafi á
undanförnum árum raskað veru-
lega miðlun peningastefnunnar,
hvorki út frá umfangi né út frá þró-
un verðbólguálags fyrir og eftir til-
komu innflæðishafta. Það er þörf á
betri rökstuðningi frá Seðlabank-
anum fyrir því að hér þurfi að vera
innflæðishöft við lýði.
Höft, sama í hvaða formi þau
eru, loka fyrir ákveðna tegund af
viðskiptum milli landa og brengla
verðmyndun á mörkuðum. Lokaðir
fjármagnsmarkaðir leiða til hærra
vaxtastigs en ella, enda er með
slíkum höftum verið að takmarka
aðgengi ríkissjóðs og innlendra
fyrirtækja að erlendri láns-
fjármögnun.
Opið hagkerfi stuðlar að aukinni
samkeppni eftir bæði vörum og
fjármagni, lægri vöxtum, aukinni
fjárfestingu og verðmætasköpun.
Það styrkir hagkerfið og bætir lífs-
kjör landsmanna. Íslendingar eru
skólabókardæmi um þjóð sem hefur
not fyrir erlent fjármagn. Það á við
um allar fjárfestingar, hvort sem
það eru fjárfestingar í íslenskum
skuldabréfum eða hlutabréfum.
Betur má ef duga skal.
Eftir Halldór Benja-
mín Þorbergsson
og Ásdísi
Kristjánsdóttur
» Opið hagkerfi stuðl-
ar að aukinni sam-
keppni eftir bæði vörum
og fjármagni, lægri
vöxtum, aukinni fjár-
festingu og verðmæta-
sköpun. Það styrkir
hagkerfið og bætir
lífskjör landsmanna.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Halldór Benjamín er
framkvæmdastjóri SA. Ásdís er
forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Niður með múrana
Ásdís
Kristjánsdóttir
Bergur Þór Ingólfs-
son og Þröstur Leó
Gunnarsson birtu
vandaða grein 13. júlí
sl. sem bar yfirskrift-
ina „Hvers konar
samfélagi viljum við
búa í?“ Titillinn vísaði
til spurningar sem ég
setti fram í viðtali við
Fréttastofu RÚV fyr-
ir nokkrum vikum í
tengslum við mál manns að nafni
Róbert Downey (hér eftir nefndur
RD). Í upphafi greinar sinnar vitna
þeir til áðurnefndra ummæla
minna og segja að með orðum mín-
um sé ég „ekki að taka undir með
réttlætiskennd þolenda kynferðis-
glæpamanns, heldur gegn henni“. Í
framhaldinu segir svo um fyrir-
sögn greinarinnar: „Undirritaðir
eru ósammála skoðunum Arnars
Þórs en ætla samt að gera orð
hans hér að ofan að sínum.“
Samstaða um meginmarkmið
Áður en lengra er haldið vil ég
árétta að mér sýnist við Bergur og
Þröstur vera sammála um aðal-
atriði málsins. Nauðganir, ofbeldi
og misnotkun eru samfélagsleg
mein sem berjast þarf gegn með
öllum ráðum og á öllum stigum. Á
bak við umræðu um alvarleg mál
eins og t.d. glæp og refsingu búa
mikilvægar heimspekilegar spurn-
ingar um réttlæti, siðferði og lög.
Spurningarnar eru heimspekilegar
því þær krefjast þess að við leitum
skilnings á hinu einstaka með því
að horfa á það sem hluta af sam-
ræmdri heild. Í stað þess að ein-
blína á „réttlætiskennd þolenda
kynferðisglæpamanna“ væri hyggi-
legra að horfa á réttlætið í víðara
samhengi. Réttlæti hefur verið tal-
in ein fjögurra höfuðdyggða í
klassískum skilningi ásamt visku,
hugrekki og hófsemi. Réttlætið í
þeim skilningi felur í sér að hver
og einn fái það sem
hann á skilið. Við get-
um öll verið sammála
um að það þýðir m.a.
að enginn á skilið að
vera beittur ofbeldi.
Hafi einhver mátt þola
ofbeldisverk getum
við verið sammála um
að refsa beri hinum
brotlega og bæta þol-
andanum tjónið eftir
því sem kostur er. Við
getum líka verið sam-
mála um að börn (og
fullorðnir) eigi skilið að lifa í friði
og öryggi og að markvisst sé unnið
að því að fyrirbyggja illvirki og
misgjörðir. Samkvæmt þessu hljót-
um við að vera sammála um meg-
inmarkmið í þessum efnum.
Öll afbrot, og þó sérstaklega hin
alvarlegustu á borð við manndráp
og kynferðislega misnotkun, snerta
réttarríkið sem heild og þar með
alla borgara þess ríkis. Ég leyfi
mér t.d. að fullyrða að fréttaflutn-
ingur af örlögum Birnu Brjáns-
dóttur lét engan ósnortinn. Í því
máli sást glöggt að brot gegn ein-
um samfélagsmeðlimi er í reynd
brot gegn öllum og um leið þeirri
hugsjón réttarríkisins að borg-
ararnir njóti verndar og öryggis.
Af þessu leiðir að það er ekki hægt
að skilja á milli spurninga um rétt-
lætið eins og það birtist þolendum
einum, án tillits til þess hvernig
réttlætið birtist samfélaginu í heild
– og hvernig það birtist gerend-
unum. Í þessu ljósi er óviðunandi
að nálgast ofbeldi og misnotkun út
frá sjónarhóli þolendanna einna.
Mál sem þessi snerta alla menn,
beint eða óbeint. Rétt eins og við
hin eiga afbrotamenn foreldra og
börn og skyldmenni sem finna til
vonbrigða, sorgar og samúðar. Sá
sem í dag er í hlutverki kúgarans
getur vaknað upp sem þolandi á
morgun. Sérhver glæpur hefur í
för með sér margháttaðan per-
sónulegan harmleik fyrir alla hlut-
aðeigandi, þ.m.t. fjölskyldur og
nærsamfélag þeirra sem málið
varðar. Af þessu leiðir að það er
óviðunandi að velja sér eina per-
sónu eða einn „flokk“ fólks og ætla
að heimfæra þá stöðu upp á heilt
réttarkerfi án tillits til hvernig það
kann að raska heildarmynd og
heildarjafnvægi.
Siðfræðilegur grundvöllur
Það eru margar ástæður til að
hrósa þeim Bergi og Þresti fyrir
grein þeirra. Sérstaklega þótti mér
merkilegt að sjá þá vísa til hug-
mynda bandaríska stjórnspekings-
ins Johns Rawls til stuðnings sjón-
armiðum sínum. Í skoðanaskiptum
um erfið mál er allt í lagi að menn
standi vörð um lífsskoðanir sínar
og geri málefnalega grein fyrir
þeim ef það er gert af auðmýkt en
ekki hroka. Þetta tekst Bergi og
Þresti, en því miður tekst okkur
þetta ekki alltaf. Fyrir vikið ein-
kennist opinber umræða í of ríkum
mæli af háreysti fremur en skyn-
semi, af reiði fremur en mildi, af
andúð fremur en vinsemd og af
heift fremur en gæsku.
Að þessu sögðu vil ég geta þess
að afstaða mín til máls RD grund-
vallast á kristinni siðfræði eins og
hún birtist í kenningu Krists um
tvöfalda kærleiksboðorðið, mis-
kunnsama Samverjann og þeim
orðum sem björguðu sakfelldri
konu frá grjótkasti, þ.e. að sá „sem
syndlaus er kasti fyrsta stein-
inum“. Ég vænti þess að siðfræði
Jesú verðskuldi ekki minni virð-
ingu en síðari tíma kenningar um
einstaklingsbundin réttindi manna.
Afstaða séra Martins Luthers
Kings til mannréttinda byggðist
augljóslega á guðfræðilegri sið-
fræði. Út frá þeirri sýn er enginn
maður glataður, enginn vonlaus og
enginn án vonar. Í frægri ræðu
lagði King ríka áherslu á að menn
skyldu ekki dæmdir úr leik eða
sagðir minna virði en aðrir út frá
yfirborðslegri skoðun eins og á
húðlit. Þvert á móti var draumur
hans sá að börn hans yrðu dæmd
út frá því „hvaða mann þau hefðu
að geyma“ (e. by the content of
their character).
Hvað vitum við?
Ekki verður um það deilt að RD
hlaut refsidóm fyrir mjög alvarleg
brot. Lesa má út úr dómnum að
brotavilji hans var einbeittur og
ásetningurinn ljótur. Spurning mín
til lesenda er þessi: Getum við út
frá fyrri refsidómi slegið því föstu
að RD sé slíkt fullkomið illmenni
að í honum búi aðeins myrkur og
ekkert ljós eða að myrkrið sé svo
svart að það yfirskyggi ljósið? Skín
ekki ljósið enn í myrkrinu, jafnvel í
sálarlífi sakfelldra manna? Getum
við, með þær upplýsingar sem fyrir
liggja, útilokað að RD hafi tekið
andlegum framförum, bætt sinn
innri mann og áunnið sér traust
þeirra sem fylgst hafa með honum
á síðari árum? Getur siðmenntað
samfélag útilokað tiltekna hópa
brotamanna frá endurveitingu
borgaralegra réttinda út frá ytri
mælikvörðum og án þess að gæta
að því hvaða mann hver og einn
hefur nú að geyma? Með hliðsjón
af þessu teldi ég farsælast að ráðu-
neytið birti nú gögn um afgreiðslu
máls RD þannig að við þurfum
ekki að geta í eyðurnar og ásök-
unum fækki.
Ég get tekið undir margt sem
sagt hefur verið undir myllumerk-
inu #höfumhátt og hef engan sér-
stakan áhuga á að verja dæmda
misindismenn. Sjálfur hef ég engin
kynni haft af RD önnur en þau að
ég flutti eitt sinn dómsmál gegn
honum. Frammi fyrir dómhörkunni
sem birtist í sumu því sem sagt
hefur verið tel ég þó bæði rétt og
skylt að minna á eftirfarandi atriði
sem enn má telja undirstöður rétt-
arríkisins.
Hugsjónir réttarríkisins og
viðvarandi hættur
Refsivörslukerfi okkar byggist á
þeirri grunnforsendu að menn
svari til ábyrgðar fyrir eigin mis-
gjörðir. Telja má að eitt megin-
hlutverk réttarríkis sé að sjá til
þess að brotlegum mönnum sé
refsað og að almennir borgarar
geti lifað í friði og öryggi. En hér
er þó að fleiru að huga: Sérhvert
réttarríki og þar með sérhvert
samfélag sem vill halda slíku merki
á lofti þarf að taka afstöðu til þess
hver skuli vera takmörk refsinga
og refsikenndra viðurlaga. Íslensk-
ur réttur byggist á því grunnsjón-
armiði að dæmdir menn skuli eiga
afturkvæmt í samfélag manna þeg-
ar þeir hafa tekið út sína refsingu
og jafnframt gera lög okkar ráð
fyrir því að veita megi mönnum
aftur borgaraleg réttindi sem þeir
kunna að hafa misst vegna refsi-
dóms. Í þessu birtast hin almennu
sjónarmið og hin mikla ábyrgð sem
löggjafinn og við sem þjóðfélags-
þegnar og kjósendur berum í hinu
stóra samhengi. Með því að kjósa
að nálgast viðfangsefnið út frá
þröngu sjónarhorni eins manns,
eins hóps eða eins málefnis er
sneitt fram hjá þessum stóru
spurningum, horft fram hjá hinu
stærra samhengi og tilfinningum
eins og reiði, andúð og ótta sleppt
lausum. Þegar síðastnefndar for-
sendur hafa verið lagðar til grund-
vallar er líklegasta útkoman sú að
sá sem hefur hæst muni bera sigur
úr býtum. Er það raunverulega
það sem við viljum? Eigum við
ekki frekar að halda uppi yfirveg-
aðri samræðu í leit að ásættan-
legum lausnum?
Ljósið og myrkrið
Eftir Arnar Þór
Jónsson »Með hliðsjón af
þessu teldi ég far-
sælast að ráðuneytið
birti nú gögn um af-
greiðslu máls RD þann-
ig að við þurfum ekki að
geta í eyðurnar.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er lektor við lagadeild HR.