Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 76

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Magnús Gylfason, framkvæmdastjóri og fyrrv. knattspyrnuþjálf-ari, á 50 ára afmæli í dag. Hann þjálfaði m.a. Víking frá Ólafs-vík, enda er Magnús Ólsari, lengst samt með ÍBV og síðast með Val árið 2014. „Nú er ég kominn í stjórn KSÍ og fór inn í stjórnina þegar Guðni Bergsson var kjörinn formaður í vor. Þetta eru mjög spennandi tímar, landsliðin okkar eru að gera frábæra hluti á öllum vígstöðvum og núna er maður límdur við skjáinn að fylgjast með stelpunum okkar á EM. Þetta voru gríðarleg vonbrigði, úrslitin í síðasta leik, að fá þetta mjög svo vafasama víti í lokin eftir að þær höfðu staðið sig frábærlega.“ Magnús er framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Svalþúfu sem hann stofnaði ásamt föður sínum og bróður árið 1995. „Við erum í svo- kölluðum aukaafurðum í fiskvinnslu, erum bæði að þurrka og salta, seljum þurrkaðar afurðir til Nígeríu og saltaðar afurðir til Spánar og Portúgals. Það kom slæmt tímabil í eitt og hálft ár í sölunni til Nígeríu en það hefur verið að batna allt þetta ár og selst allt sem við erum að þurrka núna. Það er gengið sem er að trufla okkur núna.“ Um 35 manns vinna hjá Svalþúfu sem er til húsa í Hafnarfirði. Fótbolti er eins og gefur að skilja mikið áhugamál hjá Magnúsi. „Svo er maður í hestum, golfi og brids. Ég er fíkill á flestar íþróttir, en að- allega þessar.“ Sambýliskona Magnúsar er Halldóra Sjöfn Róbertsdóttir, hársnyrtir og eigandi Skala hárgreiðslustofu. Dóttir þeirra er Dagný Dís, fædd 1988, rekstrarverkfræðingur. Hún býr í París um þessar mundir og er að læra frönsku í Sorbonne. Blásið verður til veislu í tilefni af afmæli Magnúsar í dag milli klukk- an 18 og 20 í húsnæði KSÍ. Situr í stjórn KSÍ Magnús fylgist grannt með gengi stelpnanna okkar á EM í fótbolta í Hollandi, en næsti leikur þeirra verður á laugardaginn. Fylgist vel með gangi mála á EM Magnús Gylfason er fimmtugur í dag D óra S. Bjarnason fædd- ist á Snorrahátíðinni 20. júlí 1947, í Tjarn- argötu 18 í Reykjavík. „Ég fæddist með silf- urskeið í munni, en pabbi slasaðist þegar ég var á níunda ári og dó þegar ég var 11 ára og það breytti öllu. Því fylgir þroski að missa foreldri sitt svona ungur, en einnig kröfur sem koma of snemma.“ Dóra gekk í Landakotsskóla og var ári á undan í skóla, fór eitt ár í Hagaskóla en tók landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. „Þar og í Menntaskólanum eignaðist ég mína bestu vini. Sú vinátta verður æ dýrmætari eftir því sem á líður ævina.“ Dóra varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og kenndi síð- an í Hagaskóla í eitt ár. „Eftir stutta viðkomu í sagnfræði og ensku við Háskóla Íslands lá leið mín til Man- chester á Englandi að læra félags- fræði. Þar var ég í hópi með fleiri ís- lenskum nemendum eins og Vil- mundi Gylfasyni og íslensk pólitík oft í brennidepli. Námið var skemmti- legt og ég á enn vini úr þeim hópi.“ Dóra lauk BA-gráðu í félagsfræði við Háskólann í Manchester 1971, MA-gráðu við Keele-háskóla á Eng- landi 1974 og hóf að skrifa doktors- ritgerð um íslenska athafnamenn. „Sem ég lauk ekki við. Löngu síðar varði ég svo doktorsritgerð við Osló- arháskóla um hugmyndir fatlaðra ungmenna um það að verða fullorðin. Loftur Guttormsson réð mig, 23 ára gamla, sem stundakennara við nýstofnaðan Kennaraháskóla. Síðan hef ég verið viðloðandi kennara- menntun og fékk fasta stöðu 1980.“ Dóra varð prófessor við Kennara- háskólann 2004 og er prófessor em- erita við Háskóla Íslands frá og með deginum í dag. Sonurinn og starfið „Þetta starf hefur ásamt syni mín- um verið uppspretta minnar lífsham- ingju. Það eru forréttindi að vinna með ungu fólki og frábærum koll- egum við kennslu og rannsóknir. Ég hef skrifað mest um menntamál og Dóra S. Bjarnason, prófessor emerita við Háskóla Íslands – 70 ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Tjarnargötu Dóra er komin aftur á bernskuslóðirnar, en hún býr núna sunnar í Tjarnargötunni. Ný tækifæri og nýjar áskoranir á leiðinni Vinkonur Dóra, Ástríður Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Briem og Ólöf Eldjárn á ferð til Vínarborgar í tilefni af 65 ára afmæli þeirra. Reykjavík Arngunnur Vala Jónsdóttir fæddist 6. októ- ber 2016 kl. 13.27. Hún vó 4.760 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Gerð- ur Guðmundsdóttir og Jón Pétur Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is KRINGLU OG SMÁRALIND DÖMUSKÓR SKECHERS NEWWAVE DÖMUSANDALI MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 VERÐ ÁÐUR 7.995 VERÐ NÚ 5.596 30% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.