Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
AF MYNDASÖGUM
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Það hefur orðið talsverð aukning í
myndasöguútgáfu á Íslandi síðast-
liðin ár og er þar einkum að þakka
Froski útgáfu. Froskur hefur tekið
upp keflið þar sem bókafélagið Ið-
unn skildi við það fyrir mörgum ár-
um og hefur fyrirtækið verið kröft-
ugt í þýðingu og útgáfu erlendra
myndasagna á íslensku; aðallega af
fransk-belgíska myndasögumark-
aðnum. Þaðan þekkjum við helst
myndasöguhetjur líkt og Tinna,
Sval, Ástrík og Lukku-Láka en
Froskur hefur gætt þess að höggva
ekki bara aftur í sama knérunninn
og hefur gætt þess að birta nýjar og
fjölbreyttar bækur samhliða því
sem þeir kynna Íslendinga á ný fyr-
ir gömlu, sígildu efni. Hér ætla ég
að líta á fáeinar bækur sem Froskur
gaf nýverið út.
Heimsendi frestað
Meðal bókanna er fimmta sag-
an í bókaflokknum Tímaflakk-
ararnir eftir Zep, Stan og Vince.
Bækurnar fjalla um systkinin Soffíu
og Snorra sem nota tímavél til að
ferðast á milli tímabila í mannkyns-
sögunni, yfirleitt
af fremur létt-
vægum ástæðum
eins og til að
koma í veg fyrir
að skólinn sé
fundinn upp eða
að útvega sér
þræl frá fornöld
til að vinna hús-
verkin fyrir þau.
Í þessari bók, sem kom út á frum-
málinu á hinu víðfræga ári 2012,
ferðast Soffía og Snorri aftur í tíma
til að hitta spámanninn Nostrada-
mus og Maya-ættbálkinn til að segja
þeim að færa yfirvofandi heimsendi
á einhverja aðra tímasetningu.
Þetta gera þau til þess að heimsend-
irinn hrófli ekki við skólaleikriti þar
sem Soffía á að leika aðalatriðið og
vill nota til að heilla draumaprins-
inn sinn upp úr skónum.
Eins og þessi útdráttur kann að
gefa til kynna er Tímaflakkararnir
ekki bókaröð sem ætti að taka of al-
varlega. Skopskyn bókarinnar er
kjánalegt en þó sniðugt, skemmti-
legt og fullt af ímyndunarafli. Hér
er um að ræða hreingerðustu grín-
bókina af þeim sem komu út hjá
Froski að þessu sinni og er teikni-
stíllinn í samræmi við það.
Lóa tekst á við breytingar
Lóa: Laser Ninja er fimmta
bókin í bókaröð Julien Neel sem
kemur út á íslensku. Af þeim bókum
sem Froskur gaf út í ár er hún lík-
lega sú sem höfðar til elstu lesend-
anna – vegna skopskyns bók-
arinnar, tilvísana í dægurmenningu
og kynferðis held ég að hún myndi
Þrjú Froskskvök í myndasögum
helst höfða til ungra táninga og upp
úr. Bókin tekur upp þráðinn þar
sem fyrri bækur
skildu við Lóu,
fjórtán ára
stúlku sem er
nýbúin að missa
heimili sitt í elds-
voða. Um leið
kemst hún að því
að móðir hennar
er ólétt að barni
Ríkarðs, stjúp-
föður Lóu. Í bókinni tekst Lóa á við
þessar breytingar í lífi sínu sam-
hliða því sem við sjáum glefsur úr
umbrotatímum frá yngri árum móð-
ur hennar.
Ég vil byrja á að segja að bókin
er mjög fyndin. Skopskyn höfund-
arins er mjög hnyttið og sér-
staklega er hin sérvitra móðir Lóu
sprenghlægileg persóna. Andrúms-
loftið í sögunni er rólegt en þó til-
finningaþrungið og nær fram nokk-
urri alvörugefni þótt bókin sé að
mestu gamansöm. Teiknistíllinn er
einfaldur og býsna stílfærður en
það fer sögunni vel. Þetta er fimmta
bókin í seríunni og ég mæli ekki
með því að hún sé keypt án þess að
hafa lesið hinar fyrri. Bækurnar
segja saman nokkuð heilsteypta
sögu af því sem drífur á daga Lóu
og verður gaman að sjá fleiri bækur
í flokknum koma út á íslensku.
Leitin að „herra Duló“
Dagbækur Rakelar: Dýragarð-
ur hugans eftir Joris Chamblain og
Aurélie Neyret skarar fram úr sem
langbest teiknaða bókin af þeim
sem Froskur gaf út í þetta sinn.
Teiknistíllinn er litríkur og afar
fallegur auk þess sem persónurnar
eru svipmiklar og viðkunnanlegar.
Bókin er hin fyrsta í bókaflokki um
Rakel, unga stúlku sem dreymir um
að verða rithöfundur. Einn daginn
kemur hún auga á dularfullan
gamlan mann þakinn málningu úti í
skógi og unnir sér ekki hvíldar fyrr
en hún og vinkonur hennar komast
að því hver
„herra Duló“ er
og hvað hann er
að gera.
Andrúms-
loftið í bókinni er
rólegt og sagan
hugljúf en þó er
einnig spennandi
að sjá Rakel
leysa úr ráðgát-
unni sem höfundurinn setur upp. Ef
ég yrði að finna eitthvað að bókinni
væri það helst að úrlausn sögunnar
í lokin er heldur skyndileg og að
bókin reiðir sig aðeins um of á texta
upp úr dagbók Rakelar í stað
myndasöguramma til að ljúka sög-
unni. Ef til vill er þetta smekks-
atriði en persónulega finnst mér að
myndasöguformið ætti að standa á
eigin fótum og ekki grípa um of til
frásagnar í hreinum texta líkt og
sagan gerir í lokin. Auk þess er
teiknistíll Aurélie Neyret svo falleg-
ur að mann blóðlangar til þess að
sjá sem mest af honum. En til þess
eru væntanlega framhöldin, og hef
ég það beint frá ritstjóra Frosks að
þau séu væntanleg.
Ég myndi fyrst og fremst mæla
með bókinni fyrir börn á bilinu 8 -
12 ára. Þó tel ég að eldri lesendur
geti líka haft gaman af henni því
bókin talar ekki niður til manns þótt
hún reyni að höfða til barna. Ég
hvet líka foreldra sem eiga stráka í
réttum aldurshópi til að útiloka
ekki bókina vegna þess að hún sé
„stelpubók.“ Ungir strákar eiga til
að sniðganga bækur og kvikmyndir
þar sem aðalpersónurnar eru stelp-
ur og þykir mér það miður. Að neita
að samsama sig persónum ólíkum
sjálfum sér lokar ýmsum dyrum,
dregur úr samúðarhæfni og lætur
mann missa af mörgum góðum sög-
um. Jean Posocco, ritstjóri Frosks,
greindi mér frá því í viðtali fyrir
stuttu að bækur eins og Dagbækur
Rakelar og Lóa hefðu verið valdar
til prentunar til þess að víkka les-
endahóp myndasagna til stelpna en
þó tók hann fram að hann teldi
stráka einnig hafa gaman af þeim.
Þar er ég honum sammála – ekkert
við þessar bækur skiptir þeim í
„stelpu-“ eða „strákabækur“ svo
lengi sem þær eru vel gerðar og
skemmtilegar, hver sem að-
alpersónan kann að vera.
»Ekkert við þessarbækur skiptir þeim í
„stelpu-“ eða „stráka-
bækur“ svo lengi sem
þær eru vel gerðar og
skemmtilegar.
Dýragarður hugans Myndasagan er að mati blaðamanns sú best teiknaða af þeim sem Froskur var að gefa út.
Vistvænna prentumhverfi
og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri
og fyrsta flokks þjónusta.
www.kjaran.is | sími 510 5520